Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.05.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 13.05.2008, Qupperneq 22
[ ]Línuskautahlaup er heilsurækt fyrir alla fjölskylduna. Fyrst skal þó æfa sig vel að bremsa áður en farið er út á stígana. Alþjóðlegur dagur hjúkrunar er í dag og því beinast sjónir okk- ar að starfi hjúkrunarfæðinga. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er ein þeirra. Hún starfar hjá Miðstöð heilsuverndar barna. „Sex H heilsunnar er skemmti- legt grunnskólaverkefni sem við hófum í haust í grunnskólum í samstarfi við Lýðheilsustöð. Það byggist á fræðslu á heilsutengdu þáttunum hreyfingu, hollustu, hvíld, hreinlæti, hamingju og hugrekki. Síðan þegar krakkarnir fara í 6. bekk kemur talan sex inn í og þá bætist kynfræðslan við. Þetta er allt mjög táknrænt og það er eitt þema fyrir hvern árgang,“ segir Ragnheiður „Við reynum að hafa fræðsluna stutta og hnitmiðaða og blöndum saman upplýsingum, myndefni og verk- legum æfingum. Í framhaldinu fá foreldrar send bréf heim svo þeir geti stutt við þennan heilbrigða lífsstíl sem verið er að kenna.“ Það eru skólahjúkrunarfræð- ingar sem sinna fræðslunni og Ragnheiður segir markiðið að koma henni í alla grunnskóla landsins. Beðin að lýsa verkefn- unum aðeins nánar segir hún: „Í vor erum við með hjálmafræðslu fyrir litlu börnin. Erum þá með egg sem fer inn í lítinn hjálm og sýnum hvernig hjálmurinn ver eggið. Í tannfræðslunni fá börnin tannbursta og þegar fjallað er um hreyfingu eru þau látin kanna hjartsláttinn og finna hvað hreyf- ing gerir fyrir líkamann.“ Hollur skyndibiti kemur við sögu í tímum að því er Ragnheið- ur lýsir, hvað börnin eigi að velja sér á pitsuna og fleira í þeim dúr. Þetta þarf hún að skýra nánar. „Þar erum við með samanburðar- myndir, pitsu með pepperóní og aðra með skinku og grænmeti og það reynist vera helmingi meiri fita í pepperónípitsunni en hinni. Við erum að reyna að fá þau til að skilja að létta valið er rétta valið.“ Nú er fyrsti veturinn að líða sem verkefnið hefur verið í skól- unum og markmiðið var að 70% barna fengju fræðslu þennan vetur að sögn Ragnheiðar. „Það er alveg að hafast og við erum mjög ánægð með þann árangur,“ segir hún en hvernig skyldu hug- rekkis- og hamingju pakkarnir vera? „Þegar hugrekkið er til umfjöllunar þá koma vímuefnin til tals, tóbak og áfengi. Í stað þess að sýna hryllingsmyndir tengda þeim þá reynum við að styrkja sjálfstraust krakkanna og sjálfsmynd. Kynna þeim hvað félagsþrýstingur er og hvaða ein- kenni fylgja því þegar einhver er að fá þá til að gera eitthvað sem þeir vilja ekki. Kenna þeim að taka ákvörðun,“ segir Ragnheið- ur og bætir við að lokum. „Þetta er mjög fjölþætt. Heildarmark- miðið er að byggja upp sterka einstaklinga sem vilja lifa heil- brigðu lífi.“ gun@frettabladid.is Heildarmarkmiðið að byggja upp hraust fólk Ragnheiður var einmitt á ráðstefnu um hjúkrun þegar hún var beðin að bregða sér út fyrir dyr í myndatöku. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Reiki Heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið RVK Kvöld- og helgarnámskeið í boði, næstu námskeið eru: FYRIR BÆTTA LÍÐAN OG BETRI STJÓRN Á LÍFI ÞÍNU Guðrún Óladóttir reikimeistari og hómópati I. stig helgarnámskeið 17. – 18. maí Síðasta helgarnámskeiðið í bili II. stig kvöldnámskeið 19. – 21. maí Pantanir í síma 553 3934, milli kl. 10 og 13 virka daga. Pantanir óskast staðfestar. Borðaðu þig granna(n) Nánari upplýsingar Sími 865-8407 www.vigtarradgjafarnir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.