Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.05.2008, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 13.05.2008, Qupperneq 32
 13. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli - svefnherbergi Þorbjörg Jónsdóttir, flugfreyja og MBA-nemi við Háskólann í Reykjavík, hefur lagt mikla vinnu í svefnherbergið sitt. „Ég er mjög hrifin af dönskum stíl,“ segir Þorbjörg. „Ég bjó í Danmörku í nokkur ár og hreifst mikið af þessum hvítmálaða við, sem mikið er notaður þar í landi. Ég átti gömul náttborð frá ömmu minni og afa, en liturinn á þeim passaði ekki inn í svefnherbergið. Ég pússaði þau því upp og lakk- aði. Svo keypti ég fallegar höld- ur í Danmörku og skipti þeim út fyrir þær gömlu. Þetta var svolítil vinna, en svo sannarlega þess virði.“ Þorbjörg gerði slíkt hið sama við spegil sem hún keypti sér. Hillu í svefnherberginu hann- aði hún hins vegar alfarið sjálf. „Ég keypti mér einfalda hillu í gamaldags stíl og festi undir hana króka. Þarna hengi ég síðan fal- lega undir- og náttkjóla sem gefa skemmtilega, kvenlega stemmn- ingu. Ég hafði séð í dönskum blöð- um að fólk er stundum með falleg föt hangandi upp á vegg hjá sér þannig að mér datt í hug að útbúa þessa hillu undir fallegustu blúnd- urnar mínar,“ segir Þorbjörg og hlær. Hana langaði til að hafa vegleg- an rúmgafl í svefnherberginu, en hún vildi gera hann sjálf og helst fyrir lítinn pening. „Ég er mjög hrifin af leðri og mig langaði að bæta leðri og lit inn í svefnher- bergið því hér er flest hvítt. Ég keypti því fjóra málningarstriga og klæddi hvern og einn í leður. Svo púslaði ég þeim saman og hengdi upp á vegg.“ Þorbjörg er mjög ánægð með afrakstur erfiðisins og finnst svefnherbergið hafa orðið per- sónulegra fyrir vikið. „Mér finnst ég eiga meira í því þar sem ég hef gert svo margt sjálf.“ - kka Undir dönskum áhrifum Húsgögnin í svefnherberginu eru ekki þau einu sem Þorbjörg hefur gert upp. Hún tók líka borðstofuhúsgögnin í gegn, pússaði þau upp og málaði. Þorbjörg pússaði upp þennan fallega spegil og málaði hvítan. Hér sést í rúmgaflinn sem Þorbjörg hannaði og gömlu náttborðin sem hún gerði upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þessa skemmti- legu hillu hann- aði Þorbjörg sjálf og hengir á hana nátt- og undirkjóla. Svefnherbergið er undir augljósum skandinavískum áhrifum. Morgunverður í rúmið er lofandi og dásamleg byrjun á fallegum sumardegi. Það skiptir ekki öllu hvað velst á morgunverðarbakk- ann og reyndar erfitt að klikka á slíkum málsverði því flest sem gómsætt finnst í búrinu kemur til álita. Mikilvægasta innihaldsefnið verður þó alltaf ást, blíða og natni þess sem útbýr morgunverð handa þeim sem góðgætisins mun njóta. Konur hafa dálæti á því þegar ástmenn þeirra færa þeim ný- bakað smjördeigshorn, pressað- an ávaxtasafa og eitthvað sætt í munninn í svefnherbergið. En ekki er síður gleðilegt fyrir alla aðila þegar börnin á heimilinu fá að vera með í svo óvæntri og heimatilbúinni veislu. - þlg Lofandi og dásamleg byrjun Freistandi morgunverðarbakki hlaðinn kræsingum. NORDICPHOTOS/GETTY ● ÓMISSANDI Á NÁTTBORÐIÐ Bókasafn heimilisins á kannski ekki best heima í svefnherberginu en nokkrar bækur ættu þó alltaf að vera til taks á náttborðinu. Það er til dæmis tilvalið að hafa góða draumaráðningabók við höndina sem hægt er að seilast í áður en maður fer á fætur og meðan draumarnir eru enn í fersku minni. Litla minnisbók og penna er einnig gott að hafa við höndina til að skrifa niður drauma. Margir kannast líka við að fá sínar bestu hug- myndir þegar þeir eru við það að sofna á kvöldin og þá er gott að geta hripað þær strax niður á blað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.