Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.05.2008, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 13.05.2008, Qupperneq 36
 13. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR Svefnherbergi eiga að vera griðastaður þar sem við njót- um góðra stunda og sofum svefni hinna réttlátu. Hafa litir í svefnherbergjum áhrif á líðan okkar eða erum við háð tískusveiflum þar sem ann- ars staðar? Valdimar Gunnar Sig- urðsson, málarameistari og ráð- gjafi hjá Fluggerlitum, var spurð- ur að því. „Það er algengt að svefnher- bergi séu hvít og svo sé einn vegg- ur í lit. Oft við höfðagaflinn,“ segir Valdimar og telur tískuna líka því sem verið hefur. „Ég styðst við tvær meginreglur þegar tveir litir eru valdir saman,“ segir hann. „Að maður sjái þá báða úr dyrun- um, en annar sé ekki falinn á bak við hurð og að litur sé beint á móti glugga. Spurður hvort einhver litur sé öðrum vinsælli núna svarar hann: „Það er alltaf einstaklingsbundið hvað hentar inn á heimilin. Við búum öll svo mis- munandi sem betur fer og svefnherbergin eiga að endurspegla smekk eigenda sinna en jarðarlitirnir hafa verið vinsælastir í hjónaherbergin. Brúnir og grábrúnir tónar. Svo er grænn líka góður litur og róandi. En það eru til fjögurhundruð þúsund litir og málið er að hitta á rétta tón- inn. Oft er verið að tengja saman liti og tilfinningar og rauður er talinn örvandi en ég held að uppkomið fólk sé frekar að leita að þægilegum lit í svefn- herbergið en einhverjum æsandi því slíkir litir verða leiðigjarnir til lengdar.“ Þar sem oft eru fleiri barna- og unglingaherbergi á heimilum en fullorðinsherbergi er Valdi- mar inntur eftir áhrifum lita á ungviðið. „Ég mæli með sterkari litum í herbergi unga fólksins til að gleðja það og örva ímyndunar- aflið. Við erum jú að fegra í kring- um okkur.“ - gun Fegrum herbergið með litum Dempaðir litir henta í herbergi fullorðinna og jarðlitirnir hafa þar yfir- burði í vinsældum. Glaðlegir litir þykja góðir í barnaher- bergi og einnig vilja ungling- arnir oft afgerandi umhverfi. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 viðarparket Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.