Fréttablaðið - 13.05.2008, Síða 57

Fréttablaðið - 13.05.2008, Síða 57
ÞRIÐJUDAGUR 13. maí 2008 Sýning á grafíkverkum Elíasar B. Halldórssonar, sem sýnd eru í samspili við sögur Gyrðis Elíassonar, var opnuð í byrjun mánaðarins á Skriðuklaustri. Á sýningunni, sem ber heitið Sögur í mynd, eru 25 mynd- skreytingar Elíasar úr bókum Gyrðis ásamt tveimur málverk- um sem notuð voru á bókarkáp- ur. Þá eru valdar sögur Gyrðis sýndar og lesnar meðfram myndlistinni. Á sama stað stendur einnig yfir sýning á grafíkverkum eftir Elvu J. Th. Hreiðarsdóttur og í hina föstu sýningu um fornleifarannsóknir á svæðinu hafa bæst munir frá Þjóðminja- safni Íslands sem fundist hafa við uppgröftinn og tengjast trúarlífi. Að sjálfsögðu er föst sýning um Gunnar Gunnarsson á sínum stað á Skriðuklaustri og boðið upp á leiðsögn um húsið alla daga. - vþ Grafík og fornmunir á Skriðu- klaustri GRAFÍKVERK EFTIR ELÍAS B. HALLDÓRS- SON Eitt af verkunum sem sjá má á Skriðuklaustri. Strengjasveitin Amiina setur sterkan svip á fyrstu sólarhringa Listahátíðar sem hefst á fimmtudag. Þær stöllur koma fram á opnunar hátíðinni í Lista- safni Reykjavíkur sem landsmenn geta notið í beinni útsendingu í sjón- varpi allra landsmanna. Þá um kvöldið verður fyrri kons- ert þeirra í Listasafnsportinu með Kippa Kanínus og fleiri félögum þeirra úr tónlistarbransanum. Verða fimmtán hljóðfæraleikarar í þessari maxi-útgáfu af Amiinu en seinni tónleikarnir verða kvöld- ið eftir á sama stað. Amiina er í vitund manna partur af Sigur Rósar-ævintýrinu. Hinar háttprúðu stúlkur í strengjasveit- inni standa nú orðið á eigin fótum og eru þessir tónleikar sem fram- undan eru til marks um það. Þær hafa verið hlaðnar verkefnum: fyrsti diskur þeirra Kurr kom út í mars og nú takast þær á við kvik- myndatónlist, lögðu lag sitt við hinn kunna bandaríska söngvara Lee Hazelwood í fyrra. Edda Rún Ólafsdóttir, Hildur Ársælsdóttir, María Huld Markan Sigfúsdóttir og Sólrún Sumarliða- dóttir eru allar menntaðar frá unga aldri í tónlist, fyrst hér heima og líka erlendis. Hildur í Kaup- mannahöfn, María í Dartington College, Sólrún í Utrecht og Gold- smiths í London. Þetta eru mennt- aðar konur og ánægjulegt að þær skuli nú hafa smíðað sér stall. Fram undan og að balli eru tón- leikaferðir og hafa menn einstakt tækifæri til að sjá Amiinu á full- um styrk í Listasafni Reykjavíkur í Grófinni, fyrst á opnunarhátíð Listahátíðar og síðar, ef vill á tón- leikum fimmtudags og föstudags- kvöld sem hefjast bæði kvöldin kl. 22. pbb@frettabladid.is Amiina á tónleikum TÓNLIST Þær stöllur í afslappelsi á útimarkaði í fatadóti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -0 6 2 8 Alþjóðlegur hópur framúrskarandi kennara frá viðskiptaháskólum beggja vegna Atlantshafsins sem raða sér í efstu sæti í alþjóðlegum samanburði á MBA-námi Áhersla á sérfræðiþekkingu, persónulega færni og alþjóðlega færni Námið fer fram á ensku Sterk tengsl við atvinnulífið ALÞJÓÐLEGT MBA-NÁM Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK INNOVATECHANGE LEAD *Samkvæmt könnun meðal allra útskrifaðra nemenda frá 2002 til 2007. 95% MBA-nemenda við HR segja að námið hafi gert þá hæfari og betri í starfi.* 91% MBA-nemenda við HR segja að námið hafi aukið möguleika þeirra á vinnumarkaðnum.* Miðvikudagur 14. maí kl. 12.00–13.00 – Stefnumót við nemendur Fáðu upplýsingar um MBA-námið í HR – kennsluna, aðstöðuna og námið – beint frá núverandi og fyrrverandi nemendum. Þorbjörg Jónsdóttir, MBA 2009 Þorgeir Pálsson, MBA 2008 Samúel Guðmundsson, MBA 2007 Fundirnir fara fram í HR, Ofanleiti 2, 3. hæð. Líttu á vefinn okkar fyrir nánari upplýsingar um MBA-námið, www.hr.is/mba, eða hringdu í Hrafnhildi (599 6506) eða Aðalstein (599 6430). UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 30. MAÍ – KYNNTU ÞÉR NÁMIÐ Á WWW.HR.IS/MBA Þorbjörg Jónsdóttir Þorgeir Pálsson Samúel Guðmundsson

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.