Fréttablaðið - 13.05.2008, Side 60

Fréttablaðið - 13.05.2008, Side 60
28 13. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > VILL EIGNAST BARN Paris Hilton segist sannfærð um að hún verði góð móðir. Á veft- ímaritinu Femalefirst segist hótel- erfinginn gjarnan vilja eignast barn og feta í fótspor vinkonu sinnar Nicole Richie sem eign- aðist sitt fyrsta barn fyrr á árinu. Paris hefur átt mörg gæludýr í gegnum tíðina og segist sannfærð um að sú reynsla geri hana að betri móður. ■ Í Belgrad er allt að smella saman. Næstu daga snýst allt um æfingar, blaðamannafundi, partí, æfingar með búningum og svo þrjár beinar útsend- ingar. Keppnin fer fram í viðburðahöll- inni í Belgrad sem er með stærstu höll- um í Evrópu – er 48.000 fermetrar og tekur 23.000 manns í sæti. Serbneska þjóðin er sífellt að fyllast meiri áhuga á keppninni enda eru fleiri þúsund gestir farnir að streyma að, bæði keppendur og aðdáendur keppninnar. ■ Nú þegar örfáir aðdáendaklúbbar eiga eftir að spá fyrir um úrslit Euro- vision virðist lítið ætla að breytast. Svíar eru enn öruggir sigurvegarar samkvæmt spám euronörda og Ísland er enn í sjöunda sæti. Hið íslenska framlag Eurobandins vann hins vegar á fjölmennu Eurovision-kvöldi nýlega á Retro-barnum í London. This Is My Life fékk 184 atkvæði, en sænska bomban fylgdi fast á eftir eins og botox-bólginn Glámur á eftir Gretti með 171 atkvæði. Eurobandið sigrar á Retro-barnum NÍU DAGAR TIL STEFNU UNNU Á RETRO-BARNUM Í LONDON Euro- bandið er farið til Belgrad. Nýjasta plata Sigur Rósar er til- búin og kemur hún í búðir í næsta mánuði. Sveitin lagði lokahönd á gripinn í New York fyrir skömmu og útkoman er styttri lög en oft áður og órafmagnaður undirtónn. „Hún er svolítið öðruvísi en áður. Hluti af henni er meira upp- lífgandi heldur en við höfum gert,“ segir bassaleikarinn Georg Hólm um plötuna, sem hefur að geyma ellefu lög. „Eina ákvörðunin sem við tókum áður en við fórum í stúdíóið var að okkur langaði að vinna dálítið hratt og kýla á þetta. Þótt það væru villur og feilnótur vildum við leyfa þeim að flakka,“ segir hann. Til að mynda var eitt lag á plötunni tekið upp „live“ í hinu víðfræga hljóðveri Bítlanna, Abbey Road, með aðstoð Sinfóníu- hljómsveitar Lundúna og drengja- kórs. Sigur Rós býr sig nú undir umfangsmikla tónleikaferð um heiminn sem hefst í Mexíkó 5. júní, þar sem hún kemur fram í fyrsta sinn. Í sumar verður spilað á fjölda tónlistarhátíðina og með í för sem fyrr verða stúlkurnar í Amiinu auk hljómsveitar Samúels J. Samúelssonar, Brassgat í bala. Í haust ætla félagarnir í Sigur Rós að halda tónleikaferðinni áfram aðeins fjórir saman, sem þeir hafa ekki gert lengi. „Það verður spenn- andi að sjá hvernig það gengur en það verður kannski svolítið tóm- legt eftir sumarfestivölin. Þetta verður mikil áskorun,“ segir Georg. Tónleikaferðinni erlendis lýkur í lok nóvember og í fram- haldinu eru fyrirhugaðir lokatón- leikar á Íslandi. Meira upplífgandi en áður SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós gefur út glænýja plötu í næsta mánuði. Samgönguráð Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin Samgönguráðuneytið Stefnumótun í samgöngum Samgönguráð efnir til sjöunda og síðasta fundar í fundaröð sinni um stefnu- mótun í samgöngum. Fundarefnið að þessu sinni er: Nútíma upplýsingatækni í samgöngum Áætlun um leiðsögu- og upplýsingakerfi Arnór B. Kristinsson Flugstoðum ohf. fjallar um fl ugleiðsögu Guðjón Scheving Tryggvason Siglingastofnun fjallar um leiðsögu til sjós Björn Ólafsson Vegagerðinni fjallar um landleiðsögu Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri er Dagur B. Eggertsson formaður samgönguráðs Erindin byggjast á væntanlegri leiðsöguáætlun, nýrri stefnumótun frá samgönguráðuneytinu. Gera má ráð fyrir að leiðsögutækni muni auka öryggi, hagkvæmni og afköst í öllum samgöngu- greinum í náinni framtíð. Fundurinn verður haldinn fi mmtudaginn 15. maí 2008 kl. 15:00 – 17:00 á Hótel Sögu Reykjavík í salnum Harvard II. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 15. maí 2008. Hollywood-stjörnurnar slást um boðskortin í hinn ár- lega Costume Institute Gala, sem haldinn er í Metro politan-safninu í New York. Þema kvöldsins í ár var Ofurhetjur: tíska og hugmyndaflug, og áttu stjörnurnar að hafa það að leiðarljósi við klæðaval. Ekki voru allir ofurhetju- legir á rauða dreglinum, en skörtuðu engu að glæsilegum klæðnaði. Stjörnur í ofurhetjustíl FJÓLUBLÁ DRAMATÍK Eva Longoria mætti í dramatískum kjól frá Marchesa. HÖNNUÐUR OG GESTGJAFAR George Clooney, Julia Roberts og Giorgio Armani sjálfur voru gestgjafar kvöldsins. Þau klæddust að sjálfsögðu öll fötum frá Armani, en Julia er í kjól frá Armani Privé. ARMANI Á ALLA KANTA Tom Cruise og Katie Holmes klæddust bæði hönnun Armani, og mættu þar að auki með Robertu Armani upp á arminn. GLAMPAR Á CAROLINU Fyrirsætan Carolina Kurkova klæddist silfurlitum kjól frá Veru Wang á viðburðinum. GLÆSILEG GISELE Gisele Bündchen er oftar kölluð ofurfyrirsæta en ofurhetja, en hér skartar hún kjól frá Atelier Ver- sace.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.