Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 1

Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 25. maí 2008 — 140. tölublað — 8. árgangur FÓLK „Mér dugar aldrei dagurinn, það er svo mikið að gera,“ segir Margrét Árnadóttir, eigandi og hönnuður prjónalínunnar M- Design, sem hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. Vörurnar höfða ekki síður til íslenskra kvenna en ferðamanna og að sögn Margrétar hafa ermaslár hennar selst svo vel að lítið er eftir fyrir vertíðina sem er fram undan. Margrét hefur verið að búa til og hanna úr ull í um 50 ár og er enn uppfull af nýjum hugmyndum þrátt fyrir að vera 79 ára gömul. - ag / sjá síðu 30 Nær áttræð tískudrottning: Hefur hannað í hálfa öld MARGRÉT ÁRNADÓTTIR Ermaslár eru vinsælar hjá M-Design. Núna þarftu aðei ns að sofa í 5 nætur þar til við opnu m á Akureyri VILJA SKIPTA NÁTTÚRUNNI ÚT Bandaríski vísindamaðurinn Jeffrey Smith varar við erfðabreyttum matvælum. Hann segir líftæknifyrirtæki einungis stjórnast af peningum en ekki hugsjónum. STJÓRNMÁL „Athugun okkar leiðir í ljós að um 80-90 prósent þeirra verkefna sem tilgreind eru í stjórnarsáttmálanum eru komin til framkvæmda eða á góðan rekspöl.“ Þetta kemur fram í sameiginlegri grein Andra Óttarssonar og Skúla Helgasonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins og Samfylkingarinnar, í Fréttablaðinu í dag. Andri og Skúli stikla á stóru í störfum ríkisstjórnarinnar undanfarið ár og fara yfir það sem fram undan er. Brýnasta verkefnið sé að tryggja jafnvægi í efnahagslífinu en nýlegir gjaldeyrisskiptasamningar við norræna seðlabanka séu til marks um að sterk staða ríkissjóðs skapi Íslandi traust á alþjóðavettvangi. - bs / sjá síðu 12 Meta störf ríkisstjórnarinnar: Góður árangur á stuttum tíma AFTUR Á HVÍTA TJALDIÐ Gwyneth Paltrow ræðir Hollywood, eiginmann- inn Chris Martin, börnin tvö, austurlenska heim- speki og Barack Obama í viðtali við Fréttablaðið. HELGIN 16 Matur [ SÉRBLA Ð FRÉTT ABLAÐS INS UM M AT ] Maí 2008 V i lur Veislur fy rir börn Ævintýr aleg afm æli Erla Guð mundsdó ttir Sumarle gir réttir Nanna Rö gnvaldar dóttir skr ifar Ofnbaka ður fi sk ur – ljúffen gur í veisluna VEÐRIÐ Í DAG FYLGIR Í DAG 18 BJARTVIÐRI Í dag verður hæg suðlæg átt, 3-8 m/s. Hálfskýjað eða léttskýjað um mest allt land. Hætt við þokulofti með ströndum norðan og austan til. Hiti 10-20 stig, hlýjast til landsins norðan og austan til. VEÐUR 4 12 20 18 1413 SKOÐANAKÖNNUN Flestir, eða 40,2 prósent, segjast vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgar stjórnar og önnur mann- eskja á lista flokksins, verði borgar- stjóri þegar embættið flyst til Sjálfstæðis flokksins í mars á næsta ári. „Mér þykir auðvitað vænt um að fólk kunni að meta það sem ég stend fyrir og mín störf,“ segir Hanna Birna. Hún hefur mestan stuðning meðal kjósenda allra flokka, en 45,1 prósent sjálfstæðis- manna vill að Hanna Birna taki við embætti borgarstjóra. 20,2 prósent segjast ekki vilja neinn úr núverandi borgar stjórnar- flokki Sjálfstæðisflokks til að verða borgarstjóri. Af borgarfulltrúum flokksins vilja næstflestir að Gísli Marteinn Baldursson, þriðji maður á lista flokksins, taki við embætti borgar- stjóra, eða 15,8 prósent. „Vinsældir manna fara upp og niður og það er gott hve margir úr okkar hópi njóta trausts,“ segir Gísli Marteinn. Af kjósendum Sjálfstæðisflokks nefna 19,6 prósent Gísla Martein. Formaður borgarráðs og fyrr- verandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson, hefur stuðning 10,8 prósenta þeirra sem afstöðu tóku. Hann hefur stuðning 15,7 prósenta sjálfstæðismanna í stól borgar- stjóra. Ekki náðist í Vilhjálm í gær. Könnunin var framkvæmd í gær þar sem hringt var í 600 Reykvík- inga. Spurt var: Sjálfstæðisflokk- urinn fær embætti borgarstjóra í mars á næsta ári. Hver úr þeirra hópi vilt þú að verði þá borgar- stjóri? 60,2 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. - ss / sjá síðu 4 Vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra Flestir styðja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til að verða borgarstjóri þegar sjálf- stæðismenn fá borgarstjórastólinn á næsta ári. 16 prósent vilja Gísla Martein. HVAÐA SJÁLFSTÆÐIS- MAÐUR VILT ÞÚ ÞAÐ VERÐI NÆSTI BORGARSTJÓRI? Hanna Birna Kristjánsdóttir 40,2% Annar 20,2% Gísli Marteinn Baldursson 15,8% Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 10,8% Júlíus Vífill Ingvarsson 5,5% Kjartan Magnússon 3,9% Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 3,0% Jórunn Ósk Frímannsdóttir 0,6% Skv. könnun Fréttablaðsins 24. maí TIL SÓMA Í SERBÍU Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig með sóma á sviðinu í Belgrad í gærkvöldi. Ísland hlaut 64 stig í keppn- inni og af Norðurlandaþjóðunum fengu aðeins Norðmenn fleiri stig en Íslendingar. NORDICPHOTOS/AFP EUROVISION Eurobandið, með þau Friðrik Ómar og Regínu Ósk í broddi fylkingar, lenti í fjórtánda sæti með lagið This Is My Life í úrslitakeppni Eurovision sem hald- in var í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gærkvöldi. Sigurvegari varð hinn rússneski Dima Bilan með lagið Believe. Íslenska lagið fékk tólf stig frá Dönum og endurgalt íslenska þjóð- in greiðann með tólf stigum á móti. Örlygur Smári, höfundur íslenska lagsins, var sáttur við úrslitin að lokinni keppni. „Við erum þokka- lega ánægð með þetta. Við erum að skála og allir að óska okkur til hamingju.“ Grétar Örvarsson, meðlimur Eurobandsins, þakkaði íslensku þjóðinni stuðninginn og sagði alla hafa skemmt sér konunglega í Serbíu. Jónatan Garðarsson sagð- ist mjög ánægður með úrslitin og að fjórtánda sæti væri alveg nýtt fyrir Ísland í þessari keppni. Dr. Gunni, sem er í Serbíu á vegum Fréttablaðsins, sagði mikinn hug hafa verið í íslensku keppendunum fyrir keppni. „Þau stóðu sig vel og hlutu góðan hljóm- grunn í salnum. Keppnin varð aldrei mjög spennandi þar sem Rússinn var í raun búinn að vinna þetta rétt eftir hálfleik og það var nánast þögn í salnum þegar hann hlaut stigin sín. Það var fínt að Danir björguðu okkur frá sextánda sætinu eins og allt stefndi í þar til undir lokin,“ sagði Gunni, sem var á leiðinni á hótelið sitt og þaðan í partí. - kg Rússar sigruðu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gærkvöldi: Ísland í fjórtánda sæti í Belgrad

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.