Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 8

Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 8
8 25. maí 2008 SUNNUDAGUR EURES, samevrópsk vinnumiðlun sem rekin er á vegum Vinnumálastofnunar stendur fyrir ráðstefnu þar sem fjallað verður um fyrirséðan skort á sérfræðingum og samkeppni um hæfasta fólkið í nokkrum löndum EES-svæði- sins. Talið er að helsta áskorun á Evrópskum vinnumarkaði í framtíðinni verði að laða að hæfa sérfræðinga og stjórnendur en það er meginforsenda áframhaldandi hagvaxtar og samkeppnishæfni svæðisins. Sören Kaj Andersen, prófessor við Kaupman- nahafnarháskóla fl ytur erindi undir yfi rskriftinni, „Framtíðarhorfur á Evrópskum vinnumarkaði; aukin samkeppni og skortur á sérhæfðu vinnuafl i“. Pawel Kaczmarczyk, prófessor við háskólann í Varsjá fjallar um áhrif fólksfl utnin- ga undanfarinna ára á efnahagslíf Póllands og Eystrasaltsríkjanna. Ráðstefnan markar upphaf samstarfs EURES á Íslandi, Noregi, Írlandi og Danmörku um aðgerðir til að laða til landana sérhæft starfs- fólk. Þróunin í þessum löndum hefur um margt verið svipuð undanfarin ár; mikil þensla þar sem framboð á vinnuafl i hefur ekki haldið í við eftirspurn. Þessari eftirspurn hefur verið mætt með innfl utningi vinnuafl s frá nýju aðil- darríkjum ESB í Austur Evrópu. Nú er þörfi n á sérfróðu starfsfólki hins vegar að verða meira aðkallandi. Forstöðumenn EURES í þessum löndum munu fara yfi r stöðu mála í sínu landi og ástand á vinnumarkaði. Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á www.eures.is Skráning fer fram á eures@vmst.is Framtíðarhorfur á Evrópskum vinnumarkaði Baráttan um besta fólkið. HEILBRIGÐISMÁL Reynsla af nýju fyrirkomulagi sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið vonum framar samkvæmt skýrslu sem kynnt var á föstu- daginn. Með fyrirkomulaginu, sem tók gildi 17. janúar síðastliðinn, eru sjúkrabílar ekki lengur mannaðir læknum. Var það nokkuð gagn- rýnt af þeim sem óttuðust að með þessu væri verið að skerða þjón- ustu við sjúklinga og jafnvel taka óþarfa áhættu með líf fólks. Þá sögðu nokkrir læknar á slysa- og bráðamóttöku Landspít- alans upp störfum vegna óánægju með breytingarnar og samráðs- leysi við undirbúning þeirra. Í skýrslunni segir að deildin hafi átt í nokkrum vandræðum með mönnun á tímabilinu. „Við höfum gengið í gegnum ákveðið erfiðleikatímabil,“ segir Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækn- inga á slysa- og bráðadeild Land- spítalans. Komið hafi fyrir að enginn læknir hafi getað farið á vettvang og þá sé læknir á bráða- móttöku í talstöðvarsambandi við bráðatækna á vettvangi. Á þeim tíu vikum sem liðnar eru frá því breytingarnar tóku gildi hafa fimm endurlífganir farið fram þar sem læknir var ekki boðaður og er skýringin sögð vandræði deildarinnar með mönnun lækna. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að þrátt fyrir ýmsa smá- vægilega hnökra hafi breytingin ekki haft áhrif á gæði þjónust- unnar. Þær hafi leitt til talsverðr- ar fækkunar tveggja bíla útkalla og læknir fari nú í um 5 prósent fjölda þeirra útkalla sem var fyrir breytingu. Þá hafi 27 af 28 útköllum læknis verið vegna endur lífgunar. Eru tilfellin fimm, þar sem fæð lækna á vakt á slysa- og bráðadeild kom í veg fyrir að læknir kæmist í útkall, þar undan- skilin. Már segir ákvörðun um breyt- ingar á fyrirkomulagi sjúkra- flutninganna hafa verið tekna vegna grunsemda um að það væri ekki alltaf þörf á lækni. Í ljós hafi komið að í þremur til fjórum til- fella á viku þurfi sannarlega á lækni að halda í útköllum sjúkra- bíla. Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild, segir tak- markað gagn af því að skoða tíu vikur. Auðvitað hefði ýmislegt komið í ljós, „en við höfum ekki rekið okkur á neina alvarlega hnökra“. Björn Zoëga, starfandi for- stjóri Landspítalans, segir að orðið hefði ákveðinn sparnaður vegna breytinganna en slíkt hefði ekki verið forsendan. Hann segir það eðli heilbrigðisstarfsmanna að vera íhaldssamir en nauðsyn- legt hefði verið að þora að taka skrefið. Áfram verði fylgst með áhrifum breytinganna. olav@frettabladid.is Fimm endur- lífganir farið fram án lækna Tíu vikur eru síðan læknar hættu að fara í útköll með sjúkrabílum. Reynslan er sögð góð en erfitt hefur verið að manna slysa- og bráðadeild Landspít- alans. Fimm endurlífganir hafa farið fram án lækna. FARIÐ YFIR ÁRANGURINN Fram kom að líklega væri of snemmt að draga afdráttar- lausar ályktanir af reynslu manna af breytingunum, til þess væri of skammur tími liðinn, en ýmsar vísbendingar gæfu tilefni til bjartsýni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 Hversu mörg kjörtímabil hefur Ólafur Ragnar Grímsson verið forseti Íslands? 2 Hvaða íslenski leikstjóri sýnir stuttmynd sína Smáfuglar á kvikmyndahátíðinni í Cannes? 3 Hvaða liði mætir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á miðvikudag? SVÖR Á BLS. 30 FUNDIR Hugarafl og Árni Tryggva- son halda opinn fund um geðheil- brigðismál í Norræna húsinu klukkan hálffimm í dag undir yfirskriftinni „Upp á grasið aftur“. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, verður fundar- stjóri en fyrirlesarar verða Árni Tryggvason leikari, Herdís Benediktsdóttir frá Hugarafli, Pétur Hauksson geðlæknir, Eyrún Thorstensen hjúkrunarfræðingur, Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi og Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi. Tilgangur fundarins er að varpa ljósi á leiðir í bata geðsjúkra. - jse Hugarafl í Norræna húsinu: Fundur um geð- heilbrigðismál Íhaldsmenn vinna Í aukakosningum um þingsæti fyrir kjördæmið Crewe og Nantwich í Norðvestur-Englandi vann frambjóð- andi Íhaldsflokksins afgerandi sigur. Þetta er enn einn álitshnekkirinn fyrir Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins, en kjördæmið var lengi öruggt vígi Verkamannaflokksins. BRETLAND Gefa vegna skjálfta í Kína Hafnarfjarðarbær ætlar að senda hálfa milljón króna í styrk til Kína vegna jarðskjálftanna í Sichuan. HAFNARFJÖRÐUR KÍNA, AP Samkomulag milli Rúss- lands og Kína um náið samstarf í kjarnorkumálum var undirritað í Peking í gær, á fyrsta degi opin- berrar heimsóknar Dmítrís Med- vedev Rússlandsforseta þangað. Hann og gestgjafi hans, Hu Jintao Kínaforseti, sendu einnig frá sér sameiginlega ályktun þar sem hnattræn eldflaugavarnaáætlun Bandaríkjamanna er fordæmd. Með hinni sameiginlegu yfirlýs- ingu undirstrikuðu forsetarnir gagnkvæman vilja sinn til að Rússland og Kína taki saman höndum til að skapa Bandaríkjun- um mótvægi í alþjóðakerfinu. Kínaforseti þakkaði enn fremur Rússum fyrir að bjóða fram tafar- lausa aðstoð í kjölfar jarðskjálft- ans mikla í Setsúan-héraði í Kína í síðustu viku. Þetta er fyrsta ferð Medvedevs út fyrir Rússland eftir að hann tók við forsetaembættinu af Vladimír Pútín fyrr í mánuðinum. Samkomulagið um kjarnorku- samvinnu ríkjanna styrkir Rússa í sessi sem þá þjóð sem sér Kín- verjum fyrir megninu af þeirri tækni sem þeir þurfa á að halda til að fjölga kjarnorkuverum til raf- orkuframleiðslu eins hratt og þeir stefna að. Samkomulagið kveður bæði á um að Rússar byggi stöð til auðgunar úrans í Kína og selji þangað umtalsvert magn hálf- auðgaðs úrans. - aa Medvedev Rússlandsforseti til Kína í sína fyrstu embættisheimsókn erlendis: Fordæma eldflaugavarnir MÓTVÆGI Forsetarnir Medvedev og Hu vilja taka höndum saman um að veita Bandaríkjunum mótvægi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL „Ljóst er að þrátt fyrir ýmsar tilraunir hefur okkur ekki tekist að koma böndum á svifryk og því nauðsynlegt að hyggja að róttækari breytingum,“ segir umhverfisnefnd Akureyrar. Bæjarráðið vill endurskoða aðferðir við hálkuvarnir í bænum. Framkvæmdaráð bæjarins hefur sagt mikilvægt að draga úr sandburði sem hálkuvörn því líklega hafi hann afgerandi áhrif á myndun svifryks. Rétt sé að halda áfram prófunum með saltnotkun. - gar Ráða ekki við svifrykið: Draga verður úr sandburði VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.