Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 25. maí 2008 13 vegum hins opinbera. Stofnunin getur leitað hvort sem er til ríkis- stofnana eða einkaaðila um þau innkaup en tryggt verður að allir hafi jafnan aðgang að þjónustunni sem veitt er óháð efnahag. Í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórnarinn- ar hefur með góðum árangri verið lögð áhersla á að nota útboð og þjónustusamninga til þess að stytta biðlista. Stjórnarsáttmálinn kveður á um að fylgt verði eftir áætlunum um uppbyggingu fangelsa. Endur- bótum á fangelsi á Akureyri er lokið sem og á Kvíabryggju. Á Litla-Hrauni hefur rekstur sér- staks meðferðargangs fyrir fanga verið tryggður. Landið verði eitt búsetu- og atvinnusvæði Hafin er vinna við að tryggja að sem flestir hafi greiðan aðgang að menntun, atvinnu og þjónustu óháð búsetu. Efnt hefur verið til stórátaks í samgöngumálum og er lagningu bundins slitlags á hring- veginum nánast lokið. Á þessu ári eru framlög til vegamála aukin um 18 milljarða króna. Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á úrbætur í fjarskiptamál- um. Stefnt er að því að GSM kerfi nái til alls landsins fyrir lok þessa árs og verið er að bæta net háhraðatenginga um landið. Nýr sæstrengur Farice milli Íslands og Danmerkur verður tekinn í notkun fyrir lok ársins og gert hefur verið samkomulag um lagn- ingu Danice-strengsins á næsta ári. Strengirnir munu auka veru- lega flutningshraða og öryggi í gagnaflutningum milli landa. Unnið er að því að skilgreina þau störf á vegum ríkisins sem hægt er að vinna án tillits til stað- setningar til að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra á landsbyggð- inni. Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni í nánari samvinnu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Byggðastofnunar, Ferðamálastofu og atvinnuþróunarfélaga en áður hefur tíðkast. Nýsköpunarmiðstöð hefur á fyrstu níu starfsmánuðum sínum opnað nýjar starfsstöðvar á Ísafirði, Höfn í Hornafirði og í Vestmanneyjum auk þess að taka þátt í uppbyggingu frumkvöðla- setra á Höfn og á Keflavíkurflug- velli. Umhverfismál í brennidepli Ísland skipaði sér í forystusveit þeirra ríkja sem vilja ná hnatt- rænu og bindandi samkomulagi vegna loftslagsbreytinga á Balí- fundinum í lok síðasta árs. Ríkis- stjórnin styður markmið um að hlýnun lofthjúpsins verði ekki meiri en 2°C á þessari öld og telur nauðsynlegt að stórlosendur gróð- urhúsalofttegunda axli mesta ábyrgð á lausn vandans. Í umhverfis ráðuneytinu er unnið að áætlun um leiðir til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Unnið er að tillögum til breyt- inga á skatt- og gjaldlagningu eldsneytis og bifreiða sem miða að því að draga úr útblæstri frá ökutækjum. Eftir áralangar deilur um nýtan- lega orkukosti á Íslandi er stefnt að því að ljúka gerð rammaáætl- unar um nýtingu og verndun nátt- úrusvæða og leggja hana fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu veturinn 2009-10. Öllum umsókn- um um ný rannsóknarleyfi hefur verið vísað frá þar til áætlunin liggur fyrir. Engar framkvæmdir verða heimilaðar á óröskuðum svæðum án samþykkis Alþingis á meðan unnið er að rammaáætlun- inni, nema rannsóknar- og nýtingar- leyfi liggi fyrir. Vatnajökulsþjóðgarður verður stofnaður formlega 7. júní næst- komandi. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og einstakur á heimsvísu. Hér er án efa stærsta náttúruverndarverkefni sem Íslendingar hafa ráðist í. Umbætur í innflytjendamálum Ríkisstjórnin leggur áherslu á náið samstarf við atvinnulífið og samfélagið allt í baráttunni gegn fordómum. Því hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda með það að markmiði að taka betur á móti fólki sem flytur hingað. Í sama skyni voru framlög til fjölmenningarseturs tvöfölduð í fjárlögum 2008. Áætl- anir gera ráð fyrir eflingu íslenskukennslu fyrir útlendinga á næstu árum. Ný frumvörp fela í sér breyt- ingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og útlendingalögunum. Ætlunin er að útlendingar á vinnu- markaði njóti sambærilegra rétt- inda og íslenskt launafólk og ráðn- ingar erlends verkafólks séu í samræmi við kjarasamninga. Enn fremur er skerpt á reglum um ráðningar erlendra sérfræðinga og flokkum tímabundinna atvinnu- leyfa fjölgað. Þá er lögð áhersla á að komið verði í veg fyrir félags- leg undirboð á markaði. Frumkvæði í alþjóðamálum Mannréttindi, aukin þróunar aðstoð og friðsamleg lausn deilumála eru nýir hornsteinar íslenskrar utan- ríkismálastefnu. Gefin hefur verið út aðgerðaáætlun um að tryggja stöðu kvenna á átakasvæðum, aðgerðaáætlun um mannúðarmál er í vinnslu og ný heildarlöggjöf um þróunarsamvinnu er nú til meðferðar á Alþingi. Ný varnar- málalög hafa verið samþykkt og samstarf aukið við nágrannaríki á því sviði. Ríkisstjórnin styður ekki stríðsátökin í Írak og leggur áherslu á uppbyggingarstarf í landinu og að veita flóttamönnum þaðan liðsinni. Fé hefur verið varið til uppbyggingar á flóttamanna- svæðum í Jórdaníu og Sýrlandi. Hefur sérstök áhersla verið lögð á framlög til skólagöngu barna. Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að allar meiri háttar ákvarð- anir um utanríkismál séu teknar í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Opinská umræða um Evrópumál Í samræmi við ákvæði stjórnar- sáttmálans um opinskáa umræðu um Evrópumál var í ársbyrjun komið á fót föstum samráðsvett- vangi allra þingflokka, svokallaðri vaktstöð, sem ætlað er að fylgjast með þróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hagsmun- um Íslendinga. Endurskoðun stjórnarskrár Ríkisstjórnin hyggst halda áfram vinnu við endurskoðun stjórnar- skrárinnar með áherslu á að leiða til lykta ágreining um þjóðareign á náttúruauðlindum. Jafnvægi og umbætur Hér hefur verið stiklað á stóru um þá áfanga sem þegar hafa náðst við framfylgd stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samantektin varpar vonandi ljósi á það mikla starf sem unnið hefur verið, að mestu utan kastljóss fjölmiðlanna, á þessu fyrsta ári ríkisstjórnar- innar. Stjórnarflokkarnir hafa gert með sér sáttmála um að stuðla að mikilvægum umbótum í samfé- lagi okkar auk þess að taka af yfir- vegun, og festu á þeim óvæntu málum sem á fjörur okkar kann að reka á kjörtímabilinu. Þótt flokk- arnir tveir hafi mismunandi áherslur eru þeir samtaka um að leiða þjóðina inn í nýtt tímabil jafnvægis og spennandi tæki- færa. Andri Óttarsson er framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins og Skúli Helgason er framkvæmda- stjóri Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.