Fréttablaðið - 25.05.2008, Side 32
ATVINNA
25. maí 2008 SUNNUDAGUR168
Þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum
VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR
Önnur verkefni þjóðgarðsvarðar eru:
• Að aðstoða svæðisráð við gerð tillögu að
verndaráætlun fyrir viðkomandi rekstrarsvæði
• Að koma verndaráætlun þjóðgarðsins til
framkvæmda innan þess fjárhagsramma sem
viðkomandi rekstrarsvæði er ætlaður hverju sinni.
• Að hafa eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum
laga og reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð og að
ákvæði verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn séu virt.
• Fræðsla um náttúruvernd á sínu rekstrarsvæði og
um Vatnajökulsþjóðgarð.
Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu
og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við
val á umsækjendum:
• Háskólamenntun eða sambærileg menntun sem
nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur.
• Þekking á umhverfismálum og náttúruvernd.
• Reynsla af almennum rekstri og mannaforráðum.
• Reynsla eða þekking á fræðslu til mismunandi hópa.
• Góð íslensku- og enskukunnátta. Frekari
tungumálakunnátta er kostur.
Eftirfarandi kröfur um hæfni eru hafðar til
viðmiðunar við val á umsækjendum:
• Tekur ákvarðanir og fylgir þeim eftir.
• Sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
• Er skipulagður og með ríka þjónustulund.
• Sýnir lipurð í mannlegum samskiptum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og
hlutaðeigandi stéttarfélags. Bæði konur og karlar eru hvött
til að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst.
Umsóknir um ofangreint starf skulu hafa borist
Vatnajökulsþjóðgarði, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík,
eigi síðar en 10. júní nk.
Upplýsingar um starfið veita Rúnar Þórarinsson,
formaður svæðisstjórnar Norðursvæðis, runarth@
kopasker.is, og Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri
Vatnajökulsþjóðgarðs, thordur@vatnajokulsthjodgardur.is,
eða í síma 575 8400.
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf þjóðgarðsvarðar í Jökulsárgljúfrum laust til umsóknar.
Vatnajökulsþjóðgarður er ríkisstofnun, sem bráðlega mun taka við rekstri landsvæða sem
tilheyra munu Vatnajökulsþjóðgarði og ná yfir u.þ.b. 12.000 km2.
Vatnajökulsþjóðgarður skiptist í fjögur rekstrarsvæði: Norðursvæði, Austursvæði,
Suðursvæði og Vestursvæði. Starf þjóðgarðsvarðar í Jökulsárgljúfrum tilheyrir Norðursvæði.
Á öllum rekstrarsvæðum starfa svæðisráð sem eru þjóðgarðsverði og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til
ráðgjafar um málefni þjóðgarðsins á viðkomandi rekstrarsvæði. Svæðisráðin gera tillögu um ráðningu
þjóðgarðsvarðar á hverju svæði, vinna tillögu að rekstraráætlun fyrir viðkomandi rekstrarsvæði, sem og tillögu
að verndaráætlun á sínu svæði.
Næsti yfirmaður þjóðgarðsvarðar er framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarðsvörður í
Jökulsárgljúfrum annast daglegan rekstur og stjórn á sínu svæði í samráði við framkvæmdastjóra og ræður
starfsfólk á því svæði.
Spennandi starf í
markaðsdeild VÍS
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Þar sem tryggingar
snúast um fólk
VÍS leitar að framúrskarandi einstaklingi til starfa í markaðsdeild
fyrirtækisins. Í deildinni starfar hópur fólks sem leggur metnað sinn í
árangursríkt markaðsstarf hjá öflugu fyrirtæki. Leitað er að starfsmanni
til að sinna fjölbreyttum verkefnum m.a. umsjón með auglýsingaefni,
birtingum auglýsinga, textagerð, stjórnun viðburða, greiningu tölfræði-
upplýsinga og samskiptum við auglýsingastofur.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla úr atvinnulífi skilyrði
Reynsla af markaðsstörfum æskileg
Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði
Þekking og reynsla af tölfræði er kostur
Skipulagshæfni og nákvæmni í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk.
Umsóknum skal skilað á heimasíðu okkar vis.is. Nánari upplýsingar veitir María
Hrund Marinósdóttir markaðsstjóri VÍS, mariam@vis.is eða í síma 560 5000.
VÍS er nútímalegt þjónustufyrirtæki
með 43 þjónustuskrifstofur víðsvegar
um landið. Markmið VÍS er að vera
alltaf í fremstu röð tryggingafélaga á
Íslandi og er ánægja starfsfólks og
viðskiptavina lykilatriði í velgengni
félagsins. Hjá VÍS starfar framúrskar-
andi hópur einstaklinga sem saman
myndar sterka liðsheild. Mikil áhersla
er lögð á að skapa starfsfólki gott
starfsumhverfi og aðstöðu til að veita
viðskiptavinum góða þjónustu. VÍS
vill fela starfsfólki störf við hæfi, þannig
að hæfileikar þess og frumkvæði fái
notið sín við áhugaverð og krefjandi
verkefni.
Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is
Starfsmaður óskast
Leitum að starfsmanni á lager,
útkeyrslu, merkingar o.fl
Vinnutími 8-17 virka daga
um framtíðarstarf er að ræða
Viðkomandi þarf að vera hraustur og
samviskusamur. Gerum kröfur um stund-
vísi, áreiðanleika, bílpróf og tölvukunnáttu.
Umsóknarfrestur er til 1. júní
Umsóknum skal skilað á netfangið:
thjarkur@thjarkur.is
Skólastjóri
Staða skólastjóra Drangsnessskóla
er laus til umsóknar
Grunnskólinn á Drangsnesi er
fámennur, vel búinn skóli með
nemendur í 1 til 10 bekk
Starfi ð hentar vel fjölskyldufólki
sem hefur áhuga á náttúru og útivist.
Gott ódýrt húsnæði í boði
ásamt fl utningsstyrk.
Allar upplýsingar veitir Óskar Torfason,
formaður skðólanefndar í síma
8983239 eða drangur@snerpa.is
Og Jenný Jensdóttir, oddviti
Kaldrananeshrepps í síma 4513277
eða drangsnes@snerpa.is
Píanókennari
í uppsveitum Árnessýslu
Gítarkennari
á Selfossi
Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa
píanókennara í fullt starf í uppsveitum Árnessýslu
(Flúðir, Reykholt, Þjórsárskóli) og gítarkennara í hlutastarf
á Selfossi. Upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 482-1717
eða 861-3884. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2008. Senda
má fyrirspurnir og umsóknir í tölvupósti á tonar@tonar.is.
Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu tónlistarskólum landsins
með starfsemi á 11 kennslustöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um
600 og starfa 30 kennarar við skólann.