Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 57
TVÆR LEIÐIR AÐ GÓÐRI VEISLU Barnaafmæli
matur 9
Skreytingarnar eru mikilvægar í barnaafmælum og Gyða reynir að leyfa krökkun-
um að taka þátt í stússinu, þeim til mikillar gleði.
NAMMIKAKA
BOTN
2½ dl sesam fræ
2½ dl kókosmjöl
örlítið salt
Blandið hráefni saman í
matvinnsluvél uns allt loðir
saman. Þrýstið í bökunar- eða
muffinsform og setjið í frysti.
FYLLING
4 dl kasjúhnetur, lagðar í
bleyti í 2-3 klukkustundir
1½ dl agave-síróp
1½ dl kaldpressuð kókosolía
3 msk. sítrónusafi
safi úr 1 appelsínu
2 tsk. vanilluduft eða 1 tsk.
vanilludropar
smá salt
400 g frosin jarðarber
HEIMATILBÚIÐ SÚKKULAÐI
1 hluti kókosolía, brædd undir
vatnsgufu
1 hluti kakóduft
½ hluti agavesíróp
Öllu blandað saman.
Bræðið kókosolíu undir heitu
vatni og blandið saman hnetum,
kókosolíu, sýrópi, safa, vanillu-
dufti og salti í matvinnsluvél þar
til fyllingin er orðin silkimjúk.
Bætið þá jarðarberjunum við í
litlum skömmtum.
Setjið fyllinguna á botninn og
frystið allt aftur í nokkrar
klukkustundir eða yfir nótt.
Takið út 30 mínútum áður en
borið er fram og hellið heimatil-
búnu súkkulaði yfir fyllinguna.
ÍS
3 dl kasjúhnetur, settar í bleyti
í 2-3 klukkustundir
1 dl agave-síróp
½ msk. kaldpressuð kókosolía
1 kg frosnir ávextir
2 dósir lífræn jógúrt
2 flöskur „Feel good drinks“
Setjið allt hráefnið í blandara í
tveimur til þremur hlutum. Setjið
svo hráefnið í ísvél eða beint í
frostpinnaform. Frystið. Hægt er
að dýfa frostpinnanum í
heimatilbúið súkkulaði rétt áður
en ísinn er borinn fram. Ef fólk
er með mjólkuróþol má sleppa
jógúrtinu og nota sojajógúrt í
staðinn.
HEITT KAKÓ
1 dl kakóduft
1 dl agave-sýróp
5 dl vatn
1 msk. kaldpressuð kókosolía
¼-½ tsk salt
5 dl lífræn mjólk (hvaða
tegund sem er eða vatn)
Nokkrir vanilludropar eða
vanilluduft.
Setjið allt hráefnið saman í pott
nema mjólkina. Hrærið í þar til
fer að sjóða, bætið þá mjólkinni
við og hitið að suðu.
SYKURLAUST SÆLGÆTI
Ljónakakan er að sögn Gyðu einstaklega auðveld og alltaf jafn vinsæl.
Snákurinn getur verið snúinn. Til að kremið heppnist er gott að hita spaðann. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur leggur áherslu á hollustu þegar hún heldur sín barnaafmæli. „Hugsunin á bak við það tengist ekki megrunarfæði en mér finnst mikilvægt að maturinn sé aukaefna- og
litarefnalaust og án alls sykurs og hveitis,“ útskýrir hún.
Að sögn Elínar saknar enginn sykraðra kræsinga í afmælunum hjá henni.
„Ég sker mikið niður af ávöxtum og grænmeti; melónur, banana, ananas,
kíví, vínber og appelsínur og þetta rýkur alltaf út hjá mér.“
Elín býður einnig upp á kökur og ís þar sem hráefnið er bæði lífrænt og
hollt. Þá er heitt kakó vinsælt í barnaafmælunum en Elín býr það einnig til
með hollustuna í huga. „Ég fékk uppskriftir upprunalega hjá Himneskri
hollustu en ég hef svo breytt þeim aðeins eftir mínu höfði,“ segir hún. - kka
Elín Björk Jónasdóttir leggur mikla
áherslu á hollt mataræði.
Hægt er að búa til litlar kökur úr sömu nammikökuuppskrift.
Nokkur kerti gera
safaríka vatnsmel-
ónu að veislumat.
Sælgætislaus
nammikaka,
með ljúffengri
fyllingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hollt og gott
í litla munna
Sykursætar súkkulaðikökur, gos og pitsur eru ekki það eina sem dugir í barna-
afmælin. Ávextir, grænmeti og sykur- og hveitilausar kökur vekja oft mikla lukku.