Fréttablaðið - 25.05.2008, Side 60
TVEIR FORRÉTTIRLystaukandi
ÍOstabúðinni má finna gott úrval af ostum, pylsum og forréttum. Einnig eru þar ýmsar olíur og sælkera-vörur frá franska fyrirtækinu
O&co. og boðið er upp á hádegismat
milli 11.30 og 13.30 sem hægt er að
borða á staðnum eða taka með.
Ostabúðin er auk þess með vand-
aða veisluþjónustu þar sem áhersla er lögð á ferskt
hráefni og sælkerafæði. Jóhann Jónsson, eigandi Osta-
búðarinnar, leyfði okkur að fylgjast með undir búningi
veislubakka en þeir eru pantaðir fyrir alls konar til-
efni. Má þar nefna brúðkaup, útskriftarveislur,
fermingar, afmæli, móttökur og fleira. Hann
deildi auk þess með okkur tveimur gómsætum
forréttauppskriftum sem sniðugar eru fyrir
veislur af ýmsu tagi. - hs
Sælkerafæði
Veisluþjónusta Ostabúðarinnar við Skólavörðustíg býður upp á veitingar fyrir alls
kyns tilefni. Má þar nefna brúðkaup, fermingar, afmæli, útskriftarveislur og fleira.
Hér sést Jóhann Jónsson önnum kaf-
inn við að útbúa veislubakka.
GÆSALIFRARTERRINE
200 g gæsalifur
100 g kjúklingalifur
100 g smjör
pipar
salvía
timían
rúsínur
1/2 dl púrtvín
Kryddjurtirnar eru soðnar ásamt
rúsínum í púrtvíninu í 5 mínútur
og blandan síðan kæld.
Kjúklingalifrin og gæsalifrin eru
settar í matvinnsluvél ásamt
soðinu og blandað saman.
Bætt er út í smjöri við stofuhita í
litlum skömmtum. Öllu er hellt í
gegnum sigti og sett þar á eftir
í form og inn í kæli í um það bil
fjórar klukkustundir. Gott er að
bera fram með þessu salat,
ristað brauð og balsamedik.
HRÁSKINKURÚLLA MEÐ
OSTAFYLLINGU
14 sneiðar hráskinka
200 g mjúkur geitaostur
150 g rjómaostur
4 matarlímsplötur
Leggið matarlím í bleyti.
Geitaostur, rjómaostur og
matarlím er allt sett í mat-
vinnsluvél. Hráskinkusneiðar eru
lagðar þétt hver við aðra á
smjörpappír, ostablöndunni
smurt á skinkuna og henni
rúllað upp og rúllunni komið
fyrir í kæli. Gott er að bera
rúllurnar fram með einhverju
sætu eins og gráfíkjumauki eða
ólífu og sítrónu chutney. Rúllan
er um fjörutíu
senti-
metrar
að
lengd.
UPPSKRIFTIR FRÁ OSTABÚÐINNI
Gæsalifrarterrine með
púrtvínssoðnum kryddjurtum
kitlar óneitanlega bragðlaukana.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Hér gefur að líta osta- og salami-
veislu þar sem settar eru á bakka
þrjár tegundir af ostum, þrjár teg-
undir af salami, hráskinka, laxa tartar,
sulta, pestó, ávextir og brauð.
S