Fréttablaðið - 25.05.2008, Síða 71

Fréttablaðið - 25.05.2008, Síða 71
SUNNUDAGUR 25. maí 2008 23 Kathleen Firrantello, dóttir djassarans Joe Farrell, hefur höfðað mál gegn rapparanum Kanye West og útgáfu- fyrirtæki hans fyrir að hafa notað bút úr lagi föður hennar án leyfis. Að sögn Kathleen notaði West lag föður hennar Upon This Rock frá árinu 1974 í lagi sínu Gone. Fer hún fram á rúmlega sjötíu milljónir króna í skaðabætur. Hún hefur einnig höfðað mál gegn röppurunum Method Man, Redman og Common fyrr að hafa notað búta úr sama lagi. Telur hún að Method Man og Redman hafi notað lagið í dúett sínum Run 4 Cover en Common í lagi sínu Chi City. Höfðar mál gegn Kanye KANYE WEST Dóttir djassarans Joe Farrell hefur höfðað mál gegn rapparanum Kanye West. Steven Tyler, söngvari rokksveitar- innar Aerosmith, hefur skráð sig í meðferð í Kaliforníu. Hinn sextugi rokkari hefur undanfarin tuttugu ár verið talinn laus við fíkniefna- djöfulinn en eitthvert babb virðist hafa komið í bátinn. Tyler neytti fíkniefna í miklu magni á áttunda og níunda áratugnum og voru hann og gítarleikarinn Joe Perry á sínum tíma kallaðir The Toxic Twins, eða Eitruðu tvíburarnir. Fimm ár eru liðin síðan Tyler smitaðist af lifrarbólgu C eftir lyfjagjöf en hann er nú laus við sjúkdóminn. Tyler farinn í meðferð STEVEN TYLER Söngvari Aerosmith hefur skráð sig í meðferð í Kaliforníu. Gylfi Ægisson stendur í ströngu þessa dagana. Fyrir skemmstu tók hann upp á því að fara að skemmta einn með gítar í fyrsta sinn á sínum ferli. Síminn stoppar ekki og færri fá en vilja. „Við erum að fara að skemmta á Siglufirði,“ segir Gylfi Ægisson, tónlistarmaður, myndlistarmaður og lífskúnstner. Gylfi hefur nú rifið fram gítarinn og nikkuna og er farinn að stjórna fjöldasöng vítt og breitt um landið. Gylfi hefur skemmt einn að undanförnu en nú stendur til að sonur hans, Sigurður, skemmti með honum á Siglufirði, heimabæ Gylfa, hinn 31. maí næstkomandi. „Hann er alveg frábær eftir- herma og mjög góður söngvari. Ég er bara raulari, hann er söngv- ari. Ég var einmitt að búa til plak- at í fyrrinótt þar sem hann er í gervum,“ segir Gylfi en Sigurður sonur hans hyggst koma fram sem Gigo Bellone. Landsmenn ættu að kannast við Gigo úr þætti Jóns Ársæls, Sjálfstæðu fólki, frá því að Gylfi var gestur Jóns. Þá þóttist Sigurður, í gervi Gigos, vera týndur sonur Gylfa frá Ítalíu og viti menn, Jón kolféll í gildr- una. Gigo er þó aðeins eitt af fjöl- mörgum gervum Sigurðar og er Gylfi þögull sem gröfin varðandi restina. Gylfi mun einnig halda listaverkasýningu á Siglufirði þessa sömu helgi. Þá mun hann koma fram í sjó- mannamessu á sjómannadaginn sjálfan á Siglufirði og taka þrjú lög. Sjálfur var Gylfi til sjós í fimmtán ár og var einmitt heiðr- aður af því tilefni árið 2005 af Sjómannafélagi Siglufjarðar. „Ég held ég sé yngsti sjómaður sem hefur verið heiðraður,“ segir Gylfi, sem drakk töluvert á sínum sjóaraárum. „Ég var mjög blaut- ur í landi. Þeir sögðu að það hefði verið hægt að rekja slóðina mína því ég var svo blautur, sporaði allt. Síðan reyndu menn að vinda á mér handlegginn daginn eftir drykkju til að ná sér í afréttara,“ segir Gylfi, sem hefur ekki bragð- að áfengi í 28 ár. Gylfi hefur aldrei skemmt einn með gítar fyrr en núna. „Ég vildi ekkert vera að trufla Bubba skinnið. Það voru þrír sem vildu fá mig næstu helgi en því miður er ekki enn farið að klóna,“ segir Gylfi. Milli þess sem hann er að stjórna fjöldasöng málar hann myndir eða skrifar og tekur upp ævintýri um Valla. Hið nýjasta er Valli og sjóræningjarnir. Gylfi sér oftast um allar talsetningar á ævintýrunum sjálfur, með mikl- um tilþrifum. Aðförum hans við að túlka Jökulnornina ógurlegu hefur til að mynda verið líkt við svæsnar frygðarstunur að sögn Gylfa. Þá gaf Gylfi einnig út disk- inn Gylfi og gítarinn fyrir skemmstu en þar tekur hann helstu rútubílaslagara landsins. Gylfi er sáttur við lífið og alltaf jafn ástfanginn. „Ég hef verið ástfanginn allt mitt líf.“ soli@frettabladid.is Gylfi Ægis túrar með syni sínum GYLFI OG GIGO Þeir feðgar hafa komið upp dagskrá sem þeir flytja þar sem menn borga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Britney Spears er sögð vera að taka upp nýja plötu um þessar mundir sem áætlað er að komi út fyrir jólin. Söngkonan hefur fengið til liðs við sig upptökustjórann J.R. Rotem og lagahöfundinn Sean Garrett, en hann hefur meðal annars samið slagara fyrir söngkonurnar Beyoncé, Kelly Rowland, Nicole Scherz inger og Rihönnu. Rotem segir söngkonuna hafa meiri reynslu en flest fólk og vera meistara í því sem hún gerir, en upptökustjórinn vill meina að Britney sé búin að snúa við blaðinu eftir undangengna örðugleika og sé nú upp á sitt besta. Britney vinnur að nýrri plötu NÝ PLATA Í SMÍÐUM Söngkonan er sögð vera búin að snúa við blaðinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.