Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 74
26 25. maí 2008 SUNNUDAGUR Spánn Kefl avík Þýskaland Pólland Makedónía Madrid Magdeburg Berlin Wroclaw Skopje HANDBOLTI Það er mikið álag á strákunum okkar þessa dagana en þeir hófu langt og strangt ferðalag síðasta fimmtudag er þeir héldu til Spánar. Þaðan fara þeir síðan til Magdeburgar í Þýskalandi þar sem verður æft fram að undankeppni Ólympíuleikanna sem fram fer um næstu helgi. Liðið keyrir frá Magdeburg til Wroclaw í Póllandi þar sem undankeppnin fer fram. Mánudeginum eftir það er keyrt aftur til Magdeburg þar sem liðið æfir fyrir fyrri umspilsleikinn um laust sæti á HM gegn Makedónum. Liðið fer svo frá Berlín til Skopje í Makedóníu og sömu leið til baka heim til Íslands. Alls eru þetta rúmlega 11 þúsund kílómetrar í beinni loftlínu. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir Handboltalandsliðið: Á ferð og flugi um Evrópu MIKIÐ FERÐALAG Hér má sjá þær leiðir sem landsliðið ferðast næstu daga. Liðið er á Spáni núna en lokaleggur er í Makedóníu. Alls ferðast liðið 11 þús- und kílómetra í beinni loftlínu í þessu 19 daga ferðalagi. að ákveðið hafi verið að vera í Magdeburg á milli verkefna til að halda ferðalögum í lágmarki en talsvert álag hefði fylgt því að fljúga heim til Íslands á milli þessara verkefna og svo út aftur. Með þessu fyrirkomulagi vonast HSÍ til þess að halda leikmönnum eins ferskum og hægt er í slíkri törn - hbg FÓTBOLTI Enska blaðið Times hefur borið saman Evrópumeistaralið Manchester United á dögunum við liðið sem vann Meistaradeildina fyrir níu árum en margir telja það lið algjörlega einstakt í sögu United. Niðurstaða blaðsins er að liðið í ár sé betra, en þeir meta einungis þá leikmenn sem spiluðu úrslita- leikina. Tveir leikmenn, einn í hvoru liði, fá fullt hús að mati blaðsins en það eru Peter Schmeichel, markvörður 1999- liðsins, og portúgalski væng- maðurinn Cristiano Ronaldo. Það vekur líka athygli að á meðan enginn leikmaður 2008- liðsins fær lægra en 7 í einkunn gefur blaðið tveimur leikmönnum 6 í einkunn í 1999-liðinu en það eru norski miðvörðurinn Ronny John- sen og sænski vængmaðurinn Jesper Blomqvist. - óój Times-blaðið fjallar um frammistöðu Evrópumeistaraliða Manchester United: Liðið árið 2008 betra en 1999-liðið SAMA ÞJÁLFARI EN BREYTT LIÐ Sir Alex Ferguson með bikarinn. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Íslenska landsliðið tap- aði fyrir því spænska, 34-31, í Cor- doba á Spáni í gær. Staðan í hálf- leik var 17-17. Þetta var fyrri æfingaleikur liðanna en liðin mæt- ast aftur í dag. „Ég er frekar svekktur að hafa ekki unnið leikinn. Við vorum yfir, 29-26, þegar frekar lítið var eftir en gerðum mikið af mistökum undir lokin og köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari en hann var samt í heildina mjög sátt- ur við leik liðsins. „Í heildina er ég bara mjög sáttur enda margt jákvætt í okkar leik og í raun leikurinn betri en ég bjóst við. Sóknin var virkilega góð allan tímann og við náðum að skora úr 14 hraðaupphlaupum. Ég gerði ákveðnar breytingar á sókn- arleiknum til þess að fá meiri hraða í hann og fannst það ganga vel sem og hraðaupphlaupin.“ Guðmundur hefur verið að æfa 3-2-1 vörn með liðinu og lék hana í fyrsta skipti í gær með góðum árangri. „Vörnin var glettilega góð. Leikurinn var hraður og því var mikið skorað en þessi vörn virkaði vel og færði okkur góð hraðaupphlaup,“ sagði Guðmundur en menn hafa nokkrar áhyggjur af vinstri vængnum, sem lék samt ágætlega í gær. „Arnór var mjög sterkur í fyrri hálfleiknum. Hannes kom síðan inn og var allt í lagi. Það þarf samt að slípa þetta betur til. Stefnan var að leyfa Ingimundi að reyna sig líka þarna en við vildum vinna leikinn og því spilaði hann ekki að þessu sinni,“ sagði Guðmundur sem var ekki nógu sáttur við mark- vörsluna enda aðeins 11 boltar varðir í leiknum. „Við munum halda áfram að þróa okkar leik á morgun [í dag]. Ég mun spila meira af 3-2-1 vörn en við förum líka í 6-0 vörn. Svo taka Spánverjarnir vonandi Óla aftur úr umferð en okkur gekk illa að leysa það núna og fáum því von- andi að æfa það betur í seinni leiknum. - hbg Íslendingar töpuðu með þrem mörkum, 34-31, fyrir Spánverjum ytra í gær: Margt jákvætt í leik liðsins GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Var svekktur að hafa ekki unnið leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPÁNN-ÍSLAND 34-31 Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 7, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Arnór Atlason 3, Vignir Svavarsson 2, Alexander Petersson 1, Hannes Jón Jónsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 6, Birkir Ívar Guðmundsson 5. NBA Hið unga og skemmtilega lið Los Angeles Lakers stefnir hraðbyri í úrslitarimmu NBA- deildarinnar en Lakers hefur náð 2-0 forystu í einvíginu gegn meisturum San Antonio Spurs í úrslitum Vesturdeildarinnar. Lakers vann annan leik liðanna með 30 stiga mun, 101-71, og leiknum lauk það snemma að varamenn liðanna spiluðu nánast allan síðasta leikhlutann. Lið Lakers var mjög jafnt og Kobe Bryant var þar stigahæstur með 22 stig. Lamar Odom kom næstur með 20 stig og 12 fráköst. Lið Spurs var í molum í þessum leik og það segir sína sögu að Tony Parker hafi verið stigahæst- ur með 13 stig og Tim Duncan næstur með 12. Enginn annar leikmanna liðsins náði að brjóta 10 stiga múrinn. - hbg Lakers á leið í úrslit? Lakers pakkaði Spurs saman KOBE BRYANT Fer á kostum sem og samherjar hans. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Um næstu helgi spilar íslenska landsliðið gegn Rúmen- um í umspili um laust sæti á EM. Liðið er í óða önn að undirbúa sig fyrir þá rimmu og mætti einu besta liði Dana, Kolding, í Höllinni í gær og tapaði með þrem mörkum, 34-31. Liðin mætast öðru sinni í dag og er þá spilað í Laugardalshöll- inni á hádegi og aðgangur er ókeypis. Mörk Íslands: Rakel Dögg Bragadóttir 9, Hildigunnur Einarsdóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 4, Rut Jónsdóttir 3, Dagný Skúladóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 3, Stella Sigurðar- dóttir 2, Hrafnhildur Skúladóttir 1, Hanna G. Stefánsdóttir 1. - hbg Íslenska kvennalandsliðið: Tapaði fyrir Kolding RUT JÓNSDÓTTIR Átti fínan leik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LIÐIÐ 1999 Peter Schmeichel, markmaður 10 Gary Neville, bakvörður 8 Ronny Johnsen, miðvörður 6 Jaap Stam, miðvörður 8 Denis Irwin, bakvörður 8 David Beckham, vængmaður 8 Nicky Butt, miðjumaður 7 Ryan Giggs, miðjumaður 8 Jesper Blomqvist, vængmaður 6 Dwight Yorke, framherji 7 Andy Cole, framherji 7 - Varamenn - Teddy Sheringham, framherji 7 Ole Gunnar Solskjær, framherji 8 LIÐIÐ 2008 Edwin van der Sar, markmaður 8 Wes Brown, bakvörður 7 Rio Ferdinand, miðvörður 8 Nemanja Vidic, miðvörður 8 Patrice Evra, bakvörður 8 Owen Hargreaves, miðjumaður 7 Paul Scholes, miðjumaður 8 Michael Carrick, miðjumaður 7 Cristiano Ronaldo, vængmaður 10 Wayne Rooney, framherji 8 Carlos Tevez, framherji 7 - Varamenn - Ryan Giggs, miðjumaður 7 Nani, vængmaður 7 Anderson, miðjumaður 7 EINKUNNAGJÖF TIMES:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.