Fréttablaðið - 25.05.2008, Síða 78

Fréttablaðið - 25.05.2008, Síða 78
30 25. maí 2008 SUNNUDAGUR Hvað er að frétta? Ég er að halda fyrir- lestra um veislur og borðsiði út um hvipp- inn og hvappinn. Einnig er ég að undirbúa tónleika með Ragga Bjarna á Norðurlandi í lok mánaðarins, aðra tónleikadagskrá með Braga syni mínum á Austurlandi og Carmina Burana í Reykjavík, Mývatni og New York. Augnlitur: Gráblár. Starf: Söngvari. Fjölskylduhagir: Í sambúð með honum Alberti mínum. Strákurinn minn, Bragi, er nýfluttur að heiman með Júlíu sinni og æðislegu afastelpunni minni, Marsibil, sem bræðir afa sinn með óviðjafnanlega brosinu sínu. Hvaðan ertu? Ættaður úr Hvítársíðu og Hörgárdal, en fæddur og uppalinn í Hlíðunum. Ertu hjátrúarfullur? Ekki viss, en að minnsta kosti á ég erfitt með að ganga tröppur og hitta ekki á slétta tölu. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Nætur- vaktin og næsta vetur örugglega Dagvaktin. Uppáhaldsmatur: Í augnablikinu er ég vitlaus í grænmeti í ofni (verða að vera sætar kartöflur með), með hvítlauksolíu og Complete Seasoning frá Badia. Fallegasti staðurinn: Hrútárfoss í Daladal og Hvítársíða. iPod eða geislaspilari: Ég á rykfallinn geislaspilara inni í skáp, en iPodinn er algjör lífsnauðsyn. Hvað er skemmtilegast? Að hlusta á góða músík sem fær hjartað til að stoppa eða hoppa af gleði. Hvað er leiðinlegast? Að lenda á geð- vondu fólki í umferðinni! Helsti veikleiki: Dökkt súkkulaði. Helsti kostur: Heiðarleiki. Helsta afrek: Að ganga um í eyjunni Skrúð, eins lofthræddur og ég er. Mestu vonbrigðin: Er rosalega fljótur að gleyma þeim öllum. Hver er draumurinn? Að verða hraust og skemmtilegt gamalmenni. Hver er fyndnastur/ fyndnust? Catherine Tate. Hvað fer mest í taug- arnar á þér? Óstundvísi og óhreinlyndi. Hvað er mikilvægast? Að vera sáttur við sjálfan sig og aðra og njóta dagsins í dag. HIN HLIÐIN BERGÞÓR PÁLSSON SÖNGVARI Gekk um Skrúð þrátt fyrir lofthræðslu 22.10. 1957 „Þetta er ekki formlegt Íslands- mót með undankeppnum í öllum landsfjórðungum heldur meira svona óformleg keppni í sagna- mennsku,“ segir Gísli Einarsson, sjónvarpsmaður með meiru. Í dag verður fyrsta undankeppnin í sagnamennsku-móti Landnáms- setursins í Borgarnesi. „Ég hef farið í svo margar heimsóknir til þeirra þarna og uppveðraðist ein- hvern veginn af þessari miklu endurreisn á sagnamennsku. Ég gaukaði því að þeim þessari hug- mynd sem þeim leist strax vel á,“ útskýrir sjónvarpsmaðurinn en bætir jafnframt við að geðþótta- ákvörðun hans ráði því hverjir fá að taka þátt. Fjórar undankeppnir verða háðar og er hvert kvöld tileinkað einhverri ákveðinni gerð sagna. Fyrsta kvöldið verður undirlagt af ýkjusögum en síðan koma í kjöl- farið draugasögur, lífsreynslusög- ur og gamansögur næstu þrjú kvöld. Sunnudaginn 22. júní verður óformlegur meistari í sagna- mennsku loks krýndur en áhorf- endur í sal hafa hundrað prósent vægi og geta með atkvæðaseðlum sínum kosið sinn mann áfram. Aðspurður hvort þarna vantaði ekki inn í fimmta flokkinn, svo- kallaðar gróusögur, sagði Gísli að slík sagnamannska væri síður en svo gleymd og grafin á Íslandi. „Þær eru kannski sú sagna- mennska sem hafa lifað besta líf- inu.“ Og talandi um gróusögur. Sterk- ur orðrómur hefur verið á kreiki á Vesturlandi um að Gísli sitji við skriftir. Sjónvarpsmaðurinn vildi lítið tjá sig um hugsanlegt hug- verk sitt en staðfesti að það væri eitthvað í bígerð. „Ég gerði verk fyrir fertugsafmælið mitt sem er byggt á norskri fyrirmynd og hét Mýramaðurinn en þar var farið yfir sögu og þróun Mýramanns- ins. Mig langar að færa þetta verk aðeins nær mér en meira get ég ekki sagt,“ útskýrir Gísli sem gat ekki þverneitað fyrir það að þró- unarsaga Gísla Einarssonar væri jafnvel í bígerð. - fgg Þróunarsaga Gísla Einarssonar í bígerð „Ég er búin að vera að hanna og búa til úr ullinni í hálfa öld,“ segir Margrét Árnadóttir, eigandi og hönnuður M-Design prjónalín- unnar, sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Hún byrjaði ferilinn í versluninni Sportveri þar sem hún var með 35 manns í vinnu og hannaði íþrótta- og leikfimisföt á land- ann, en eftir að Björn Guðmunds- son keypti sig inn í fyrirtækið og fór að selja herraföt fékk Mar- grét saumavélarnar og fór að framleiða undir merkinu Sheepa. Hún tók sér svo nokkurra ára hlé en áður en hún vissi af var hún komin aftur á kaf í ullina og skírði þá línuna M-Design. „Mér dugar aldrei dagurinn, það er svo mikið að gera,“ segir Margrét en síðustu misseri hafa svokallaðar ermaslár hennar selst eins og heitar lummur. „Ég hef alltaf verið að framleiða fyrir ferðamannabransann en núna er ég með flík sem stelpur og konur landsins á öllum aldri vilja klæð- ast. Það er búin að vera stanslaus vertíð hjá mér síðan um áramót og nú þegar túristarnir eru að koma er ég nánast vörulaus, þetta selst svo hratt. Sumar stelpur eiga slána jafnvel í fjórum til fimm litum,“ segir Margrét sem slær hvergi slöku við þrátt fyrir að hún muni fagna áttræðis- afmæli sínu í haust. En hvaðan koma hugmyndirnar? „Ég hef alltaf verið teiknandi og hanna vörurnar sjálf. Svo horfi ég á Fashion TV upp á litina sem eru í gangi hverju sinni en ég er yfirleitt með einlitar flíkur og ekki með útprjón. Það eru ekki nema vissar flíkur sem koma vel út í ullinni, en núna er að fæðast alveg geggjuð lína sem inniheld- ur, vesti, peysu og pils,“ segir Margrét sem tekur þó fram að hún sé ekki ein síns liðs í fram- leiðslunni. „Ég er með algjöran listamann mér til aðstoðar sem heitir Birgir Einarsson og hann er án efa einn mesti vélprjónasnillingur landsins. Vörurnar eru svo prjón- aðar á Hvolsvelli og á saumastof- unni Þing, en framleiddar hjá Glófa,“ segir Margrét og ástríða hennar fyrir starfinu fer ekkert á milli mála. „Mér finnst ullin yndis leg og þetta er rosalega gef- andi. Vinnan kemur á eftir fjöl- skyldunni í ánægju og það er mikið lífslán að hafa ánægju af vinnunni sinni. Það hefur verið sóst eftir að kaupa fyrirtækið en ég er alltaf jafn fegin þegar það er hætt við,“ segir Margrét að lokum. alma@frettabladid.is MARGRÉT ÁRNADÓTTIR: HEFUR HANNAÐ TÍSKUFÖT ÚR ULL Í HÁLFA ÖLD Áttræð tískudrottning MARGRÉT Í ERMASLÁNNI VINSÆLU Margrét er móðir Stuðmannsins Valgeirs Guð- jónssonar og hannar allar vörur M-Design sjálf þrátt fyrir að vera 79 ára gömul. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÖNNUM KAFINN Gísli Einarsson er önnum kafinn maður en hann verður gestgjafi á sagnameistaramótsröð Landnámssetursins næstu fimm sunnu- dagskvöld. SIGURJÓN ÞÓR FRIÐÞJÓFSSON Aðdáandi Bob Dylan númer eitt á Íslandi bíður spenntur eftir komu goðsins til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég er ekkert að hlusta á Dylan þessa dagana. Það er verið að bjóða mér upptökur af tónleik- um sem eru nýbúnir og ég gæti farið á netið og hlustað á þá en ég ætla ekki að gera það,“ segir Sigurjón Þór Friðþjófsson, sem sér Bob Dylan í 39. sinn í nýju Laugardalshöllinni á mánudag. „Ég ætla að vera ferskur þegar kóngurinn kemur.“ Dylan hóf tónleikaferðalag sitt fyrir skömmu og hefur Sigurjón fylgst náið með framvindu mála. „Ég hef verið að fylgjast með lögunum sem hann hefur verið að spila. Rúmur helmingurinn er af síðustu þremur plötum, hitt er eldra efni,“ segir hann. „Ég er ánægður að sjá hvað hann breytir til. Maður er aldrei 100% viss hvaða lög hann tekur en ég hef góða tilfinningu fyrir þessu og hlakka mikið til.“ Síðustu tónleikar Dylans áður en hann kemur hingað til lands voru í Nýfundna- landi í gærkvöldi. Eftir tónleikana á mánu- dag er förinni svo heitið til Danmerkur og síðan til Noregs og Finnlands. Sigurjón átti von á erlendum vinum sínum til Íslands til að sjá tónleikana en þeir hættu við og ákváðu að ná fleiri tónleikum í röð með goðinu á hinum Norðurlöndunum. Sumir vina hans hafa séð Dylan í á þriðja hundrað skipti og er Sigurjón því ekki einu sinni hálfdrættingur á við þá með sín „aumu“ 38 skipti. - fb Algjört Dylan-bind- indi fyrir tónleika HVAÐ SEGIR MAMMA? „Ég er bara mjög stolt af honum. Þarna hefur metnaður hans legið, að ná langt í fót- bolta, og ég er viss um að hann á eftir að verða enn þá betri. Hann var alltaf í frjálsum líka hjá Fjölni en svo þurfti hann að velja á milli. Ég er sátt við að hann hafi valið fótboltann og mæti á alla leiki.“ Ingveldur B. Jóhannesdóttir er móðir Þórðar Ingasonar, markmanns Fjölnis og leikmanns 3. umferðarinnar í Lands- bankadeildinni. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Þrjú kjörtímabil. 2 Rúnar Rúnarsson. 3 Wales.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.