Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2008, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 30.05.2008, Qupperneq 44
 30. MAÍ 2008 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● útivera Kajaksiglingar eru friðsæl af- þreying og nýstárleg leið til að skoða náttúruna. Stokkseyri er einungis í um 55 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík en þar bjóða Kajak- ferðir ehf. upp á kajaksigling- ar. Svæðið er rómað fyrir nátt- úrufegurð og eru fjaran og skerjagarðurinn friðlýst nátt- úruvætti. Róið er á kajökum um sér- kennileg lón við Stokkseyr- arfjöru og vatnasvæðið vest- an byggðarinnar á Stokks- eyri. Þar þrífst aragrúi fugla og jurta en gengið hefur verið úr skugga um í samvinnu við Fuglaverndunarfélag Íslands og Náttúruverndarráð að sigl- ingarnar raski á engan hátt til- veru dýra og jurta á svæðinu. Stundum má sjá forvitna seli fylgja eftir kajökunum þegar siglt er á lónunum. Kajaksigl- ingar eru því skemmtileg leið til að skoða náttúruna frá öðru sjónarhorni auk þess sem þetta er afar friðsæl afþreying og góð hreyfing. Það má því sam- eina margt með því að skella sér í siglingu. Boðið er upp á ýmsa mögu- leika í ferðum fyrir hópa, fjöl- skyldur og einstaklinga. Kajak- ferðir hafa yfir 50 manna báta- flota að ráða og er þetta eina kajakleiga landsins sem býður upp á „sit-on-top“ kajaka sem eru öruggustu kajakar sem völ er á. Þeir hafa á undanförnum árum náð miklum vinsældum í Bandaríkjunum og víðar og eru auk þess notaðir við björg- unarstörf erlendis. Kajakleig- an á Stokkseyri er enn fremur umhverfisvæn ferðaþjónusta sem leitast við að hafa sem já- kvæðust umhverfisáhrif sem felst í því að umgangast nátt- úruna af virðingu. Hægt er að kynna sér Kajak- ferðir ehf. betur á heimasíðu þeirra, www.kajak.is, og panta má ferðir í síma 896 5716 eða með því að senda póst á kajak@ kajak.is. - hs Róið við Stokkseyri Kajakferðir ehf. er eina kajakleiga landsins sem býður upp á svo kallaða „sit-on-top“ kajaka sem eru öruggustu kajakar sem völ er á. Kajaksiglingar eru skemmtileg leið til að skoða náttúruna frá öðru sjónar- horni. Siglt er um lón við Stokkseyrarfjöru og vatnasvæðið vestan byggðar á Stokkseyri. MYND/KAJAKFERÐIR EHF. Öll léttari flugtæki eru innan ramma Fisfélags Reykjavíkur en svifvængir eru meðal vin- sælustu tækjanna. Ýmiss konar flugtæki er að finna í Fisfélagi Reykjavíkur en flestir félagsmenn fljúga fleiru en einu tæki. „Í fyrsta lagi eru það svif- drekar sem menn voru að fljúga þegar félagið var stofnað árið 1978,“ segir Ágúst Guðmundsson, formaður félagsins. „Vinsældir þeirra hafa dalað töluvert en nú hafa svokallaðir svifvængir, eða paraglider, tekið við,“ segir Ágúst. Svifvængir eru svipaðir fallhlíf í útliti nema aðeins stærri, en ólíkt fallhlífum gefur lögun þeirra þeim flugeiginleika svipaða venjuleg- um flugvélarvængjum. „Paramót- orar eru einnig mikið að aukast en það eru svifvængir með mótor,“ segir Ágúst og bætir við að hægt sé að fljúga ótrúlegar vegalengdir með paramótornum. „Í fyrra var sett heimsmet í slíku þegar maður flaug rúma 1.200 km sjóleiðis án þess að stoppa.“ Fjórða farartæki klúbbsins er vélbúin fis en það eru létt, tveggja sæta flugför. Ágúst segir félagsmenn vera á öllum aldri. Oft er um heilu fjöl- skyldurnar að ræða og er hans fjölskylda gott dæmi um það. Svifvængir eru einna vinsælastir og hafa Íslendingar keppt á þeim á ýmsum alþjóðlegum mótum. „Síðan höldum við Íslandsmót ár hvert. Þá hittumst við í félags- heimilinu upp við Úlfarsfell á mótsdaginn og veljum staðsetn- inguna með tilliti til veðurs. Síðan keyrum við hvert á land sem er sem er ekkert mál þar sem flug- drekinn passar svo auðveldlega inn í bílinn. Þetta eru minnstu flugvélar sem þú finnur, maður setur þær bara ofan í bakpokann,“ segir Ágúst hlæjandi. Þó að veðráttan á Íslandi sé stopul þá vill Ágúst meina að ekki sé síðra að fljúga hérlendis en annars staðar. „Við höldum alltaf að allt sé svo vont hér en svo er ekki. Veðurfarið er ekki vanda- mál.“ Til að vera góður í íþróttinni skiptir mestu að geta metið veð- uraðstæðurnar. „Maður þarf að nýta sér hitauppstreymið og hlíð- arhang, en það myndast þar sem vindurinn kemur að fjalli og fer upp,“ segir Ágúst. „Ef við finn- um rétta svæðið getum við flogið upp í 2.000 til 3.000 metra hæð á Íslandi.“ Ekki þarf sérstök réttindi til að fljúga svifvæng en Ágúst segir þó nauðsynlegt að læra undirstöðuat- riðin áður en fólk fer af stað. Nám- skeið eru haldin reglulega en nán- ari upplýsingar er að finna á síð- unni www.fisflug.is. mariathora@ Með flugvélina í bakpoka Paramótorar við Hrauneyjar. Svifvængir á kvöldflugi við Hafrafell. Ágúst Guðmundsson, formaður Fisfélags Reykjavíkur, starfar sem tölvunarfræðing- ur á daginn en flýgur ýmiss konar flugtækj- um í frítíma sínum. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I Sími 421 1500 P IP A R • S ÍA • 8 1 1 5 5 Það er frítt í sund fyrir börn í Reykjanesbæ! OPIÐ 6:45 - 21:00 virka daga 8:00 - 18:00 um helgar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.