Fréttablaðið - 30.05.2008, Page 65

Fréttablaðið - 30.05.2008, Page 65
FÖSTUDAGUR 30. maí 2008 29 Eru Íslendingar „verstir“? Eftir Helga Áss Gretarsson Margsigldur Íslendingur sagði mér eitt sinn sögu af samn- ingaviðræðum sínum við sölumann á götumarkaði í Íran um kaup á persnesku teppi. Teppið var fagur- litað og vel ofið en eyjarskegginn vildi fyrir enga muni greiða upp- sett verð. Samningar um verð drógust á langinn en hægt og síg- andi gaf sölumaðurinn eftir og Íslendingurinn gerði hagfelld kaup. Þegar kaupin voru um garð gengin sagði Persinn glettnislega en í skap- vonskulegum tón: „Gyðingar eru slæmir, Armenar eru verri en Íslendingar eru verstir!“ Hin tilvitnuðu ummæli skil ég svo að Íslendingar séu almennt snjallir samninga- menn og harðir í horn að taka í viðskiptum. Það er ekki ólík- legt að sannleikskorn sé að finna í þessari alhæfingu – í öllu falli hef ég það ósjaldan á tilfinn- ingunni að margir íbúar þessa lands vilji bæði borða og halda kökunni sem á boðstólum er. Almenn þjóðmála- umræða ber stund- um keim af þessu þegar rætt er um stöðu Íslands gagn- vart Evrópusam- bandinu (ESB). Stjórnarskráin og ESB Að flestra mati hefur EES-samn- ingurinn allar götur síðan 1993 þjónað íslenskum hagsmunum vel. Frelsi til að flytja fólk, fjármagn, þjónustu og vörur hefur ásamt auk- inni samkeppni breytt íslensku samfélagi verulega. Þegar litið er til þróunar EES vaknar stundum sú spurning í huga lagamannsins hvort fullveldi íslenska ríkisins hafi í reynd verið afsalað án viðhlítandi heimildar samkvæmt stjórnarskrá. Sú spurning er e.t.v. lítt áhugaverð að sinni en hún afhjúpar a.m.k. þá óskhyggju að ekki sé þörf á að breyta stjórnarskrá áður en gengið er inn í ESB. Skýra má þetta nánar. Í íslensku stjórnarskránni er m.a. kveðið á um að Alþingi fari með löggjafarvaldið ásamt forseta. Verði Ísland aðili að ESB hefðu ótal reglur sambandsins lagagildi hér á landi án formlegs atbeina íslenska löggjafarvaldsins. Að mínu mati yrði þá afsal löggjafarvalds til ESB svo mikið að slíkt bryti í bága við gildandi ákvæði stjórnarskrárinnar. Eðli ESB og auratalning Undirstaða áhrifa eins ríkis innan ESB er vægi þess í sambandinu og möguleik- ar þess að vinna saman með öðrum ríkjum. Þróunin er sú að ESB líkist æ meir ríkjasam- bandi með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Að sjálfsögðu hefur hvert ríki forræði sinna mála á mörgum sviðum en mögu- leikar þess til að stýra þróun mála upp á sitt einsdæmi í mikilvægum málaflokkum eru takmarkaðir. Taka verður fullt tillit til skipana sem koma frá Brussel. Þegar reiknað er út í krónum og aurum hvort hagstæðara sé fyrir íslenskt samfélag að vera innan eða utan ESB er flókið að ímynda sér að öllu leyti þann veruleika sem yrði eftir að gengið væri inn. Ákvörðun um aðild getur því vart oltið á reiknikúnstum heldur verður hún að grundvallast á pólitísku mati þar sem til sögunnar koma álitaefni er lúta að sjálfsmynd samfélagsins og framtíðarsýn þess. Lykilspurningar Áður en hafinn verður undirbún- ingur að töku þeirrar ákvörðunar að ná samningum við ESB um aðild verður að svara a.m.k. tveim lykil- spurningum: 1) Vilja menn áfram- hald EES-samningsins og jafnvel þróa hann eða vilja menn ganga lengra og lúta þeim leikreglum sem fylgja ESB-aðild? 2) Hver á að vera framtíðarskipan gjaldeyris- og myntmála og hvaða aðili á að hafa forræði yfir því að setja reglur um auðlindanýtingu? Það verður ekki bæði sleppt og haldið Verði gripið til þess ráðs að hefja aðildarviðræður við ESB er ólíklegt að hægt sé beygja samn- ingamenn ESB í duftið eins og Íslendingurinn gerði við teppa sölu- manninn í Íran. Það er ekki hægt til lengri tíma að semja við ESB á þá lund að grundvallarreglur sam- bandsins víki fyrir meintri sér- stöðu Íslendinga. Af því leiðir að svara verður lykil spurningum og taka um það pólitíska ákvörðun hvert íslensk sam félag skuli stefna í framtíðinni. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Höfundur er lögfræðingur. UMRÆÐAN Umhverfismál Snælandsskóli í Kópavogi fær afhentan Græn- fánann í dag og bæt- ist þar með í fríðan hóp skóla sem dregið hefur fánann að húni hér á landi. Græn- fáninn er umhverfis- merki sem nýtur virðingar víða um heim sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Í lok liðins árs voru yfir 21.000 skólar þátttakendur í verkefninu, flest- ir í Evrópu. 30.000 þátttakendur Landvernd stýrir Grænfána- verkefninu hér á landi en það er styrkt af umhverfisráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu. Það var árið 2001 sem Landvernd hóf að kynna verkefnið fyrir skólum hér á landi og vorið 2002 voru þrír fyrstu Grænfánarnir dregnir að húni hér á landi. Nú eru 117 skólar þátttakendur í verkefninu og í þeim starfa sam- anlagt 30.000 manns. Þátttöku- skólarnir eru 66 grunnskólar, 45 leikskólar, fjórir framhalds- skólar, einn vinnuskóli og einn háskóli. Skrefin sjö Til þess að fá að flagga Græn- fánanum verða skólar að stíga sjö skref. Fyrsta skrefið er að skipa umhverfisnefnd skólans sem í sitja fulltrúar nemenda, kennara og annars starfsfólks og foreldra. Næsta skref er að meta stöðu umhverfismála í skólanum. Þar er horft til fjölmargra þátta svo sem orku- notkunar, innkaupa og sorpflokkunar. Þriðja skrefið er að umhverfisnefndin setur skólanum mark- mið og gerir áætlun um aðgerðir til að ná settum markmiðum. Fjórða skrefið felst í að sinna eftirliti til þess að tryggja að aðgerðirnar miði að settum markmiðum. Fimmta skrefið er að nemendur fái markvissa umhverfismennt og að viðeigandi námsefni er bætt inn í skólanámskrá. Í sjötta skrefi eru skólar hvattir til að vekja áhuga annarra á umhverf- ismálum. Sjöunda skrefið að Grænfána er að skólinn setji sér umhverfissáttmála, móti fram- tíðarsýn og heildarstefnu fyrir skólann í umhverfismálum og umhverfismennt. Eflir umhverfisvitund Það er ljóst í mínum huga að skóli sem er með virka umhverfis- stefnu hefur áhrif út á við, á heimili, sveitarstjórnir, fyrir- tæki og samfélagið allt. Þess vegna tel ég Grænfánaverkefnið mjög mikilvægt framlag við að efla vitund þjóðarinnar um umhverfismál. Ég óska Land- vernd og nemendum og starfs- fólki Snælandsskóla til hamingju með daginn og hvet um leið aðra skóla til að setja markið hátt og gerast þátttakendur í Grænfána- verkefninu. Höfundur er umhverfisráðherra. Flöggum Græn- fánanum sem víðast ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.