Fréttablaðið - 30.05.2008, Page 86

Fréttablaðið - 30.05.2008, Page 86
50 30. maí 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Sigurður Ragnar Eyjólfsson. 2. Hljómar. 3. Bobbys Kiosk. LÁRÉTT 2. hvetja, 6. hæð, 8. segi upp, 9. hlemmur, 11. guð, 12. frárennsli, 14. ról, 16. í röð, 17. slagbrandur, 18. ennþá, 20. 950, 21. betl. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. tveir eins, 4. ten- ingur, 5. keyra, 7. niðurnuminn, 10. sönghópur, 13. lærir, 15. óhreinka, 16. húðpoki, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. örva, 6. ás, 8. rek, 9. lok, 11. ra, 12. skólp, 14. kreik, 16. hi, 17. slá, 18. enn, 20. lm, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. rr, 4. verpill, 5. aka, 7. sokkinn, 10. kór, 13. les, 15. káma, 16. hes, 19. na. BESTI BITINN Í BÆNUM „Ég fer á Á næstu grösum á Laugaveginum eða á Grænan kost. Síðan fer ég öðru hvoru á Mann lifandi. Ég borða meira af grænmeti en kjöti því líffræði- lega hentar það mér betur. Ég borða kjöt á hátíðarstundum en bara lambakjöt og kjúkling.“ Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður. „Ég hefði ekki slegið hendinni á móti því ef þetta grill hefði verið til sölu í fyrra. Núna, eins og efna- hagsástandið er, þá standa menn hins vegar bara og dást að því og láta sig dreyma. Við höfum sem sagt ekki selt eitt einasta en bíðum eftir þeim fyrsta. Hann yrði þá væntanlega grillkóngur Íslands,“ segir Kristján Ágúst Baldursson, verslunarstjóri Ellingsen, sem hefur tekið til sölu dýrasta gas- grill landsins. Ferlíkið var ekki til sölu í fyrra þegar góðærið stóð sem hæst en nú, þegar krepputal umlykur allt, hafa menn lítinn áhuga á slíkum lúxus. Herlegheitin eru frá Coleman og kostar grillið tæpar þrjú hundruð þúsund krónur. Reyndar er grillið með smá afslætti um þessar mundir en sá afsláttur dugar skammt til að svipta grillið titlinum „dýrasta grill Íslands“. „Menn þurfa að hafa ansi góða verönd til að koma því fyrir svo vel sé,“ útskýrir Kristján Ágúst. Hann hefur orðið mikið var við að menn komi inn í verslunina og staldri við í dágóða stund fyrir framan grillið, virði það fyrir sér með stjörnur í augum en láti það vera að rífa upp veskið fyrir fer- líkið. Menn sem vilji vera flottir á því kaupi sér grill fyrir „aðeins” hundrað þúsund krónur en vinsæl- ast sé að festa kaup á þessu þarfa- þingi sem gasgrill er fyrir sléttar fimmtíu þúsund. En að Rolls Royce hins íslenska grillara. Það er hlaðið margvíslegum aukabún- aði og þar má kannski helst nefna pitsuofninn sem er í skúffu undir ofninum. Hann er tengdur í raf- magn og getur svalað matarfíkn ungra og matvandra Íslendinga sem vilja ekki sjá grillaðan lax eða lamb heldur bara margarítu að hætti hússins. Grillið er með fjóra innrauða brennara og snúnings- tein ef menn vilja grilla lambalæri eða svín í heilu lagi. „Þetta er kannski ekki alveg rétti tíminn fyrir svona grill en hver veit, kannski langar einhvern í svona og þá er hann velkominn.“ freyrgigja@frettabladid.is KRISTJÁN ÁGÚST: GASGRILL Á 300 ÞÚSUND HEFÐI SELST Í FYRRASUMAR Dýrasta og flottasta grill landsins selst ekki í kreppu „Nei, við Hemmi Gunn erum bestu vinir og horfum saman á United- leiki þegar tækifæri gefst til. Þeir á Séð & heyrt eru bara að búa til eitthvert leiðindamál,“ segir sjón- varpsmaðurinn Auðunn Blöndal. Á forsíðu nýjasta hefti tímarits- ins þykir Auðuni vera gefið í skyn að slest hafi upp á vinskap þessara sívin- sælu kappa og að hann hafi sært hjarta Hemma. Auðunn vísar þessu alfarið á bug en viðurkennir að hafa kannski sagt misheppn- aðan brandara í útvarps- þætti nýverið. For- sagan er sú að spá- konan Ellý Ármanns hafði verið að spá fyrir Auðuni hjá Jóa og Simma á Bylgj- unni. Þar hafi Ellý séð það fyrir að Auðunn yrði næsti Hemmi Gunn og Auðunn svaraði því til að þá yrði hann bara alltaf fullur. „Þetta var illa ígrundaður djókur. Ég bað Hemma afsökunar á honum enda var ég meira að gera grín að sjálf- um mér en honum,“ útskýrir Auð- unn og tekur skýrt fram að Her- mann Gunnarsson sé og verði fyrirmynd hans. „Ef það er ein- hver sem ég vildi líkjast þá er það Hemmi Gunn.“ - fgg Auddi brjálaður út í Séð & heyrt VINUR AUDDA Hemmi Gunn og Auðunn Blöndal horfa saman á leiki Manchester United. „Mér finnst þeir bara hafa mjög skemmtilega afstöðu til fótboltans,“ segir Þorsteinn J. Vilhjálmsson, sem stjórnar upphitunar- og eftirmálsþáttum um Evrópumótið í knatt- spyrnu í sumar. Hann hefur fengið varnar- tröllin Pétur Hafliða Marteinsson úr KR og Auðun Helgason frá Fram til liðs við sig í þáttinn. Sjálfur var Þorsteinn bakvörður á sínum yngri árum og komst aldrei framar á völlinn en sem „framliggjandi“ miðvörður. Spurður hvort þetta væri þá ekki aðeins of varnarsinnaður þáttur sagði Þorsteinn að leik- menn á aftasta hluta vallarins hefðu góðan leikskilning, þeir sæju allan völlinn á meðan sóknarmenn sæju bara markið. „Annars fæ ég líka til mín góða gesti og þar hljóta að slæðast inn í einhverjir senterar.“ EM í Sviss og Austurríki er fjórða stórmótið sem Þorsteinn er viðloðandi en hann byrjaði með „óhefðbundna“ umfjöllun um mótið í kringum HM í Frakklandi árið 2002 ásamt Snorra Má Skúlasyni. Þá voru þeir félagar á Sýn en færðu sig síðan yfir á RÚV þegar EM var í Portúgal 2004. „Síðan var þátturinn mjög stór í sniðum á Sýn fyrir tveimur árum þegar HM í Þýska- landi var og þá var maður öfundaður töluvert fyrir að „þurfa“ að horfa á alla leikina og sjá sex þeirra í Þýskalandi.“ Þorsteinn er nú kominn aftur yfir á RÚV og því kannski eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hann liggi á hurðarhúnum sjónvarpsstjóranna þegar stórmót í knattspyrnu standa fyrir þrif- um? „Nei, reyndar ekki, ég hef verið svo hepp- inn að menn hafa beðið mig um þetta en ekki öfugt.“ - fgg Þorsteinn J. umkringdur varnartröllum VARNARSINNAÐUR ÞÁTTUR Þorsteinn Joð hefur fengið þá Auðun Helgason, til vinstri, og Pétur Hafliða Marteinsson til að aðstoða sig við EM-þáttinn sinn. SVEKKTUR Auðunn segist ekki hafa ætlað að særa Hemma Gunn. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Sverrir Stormsker er einn þeirra sem eru skráðir til leiks í pílagríms- förina miklu til Liverpool á vegum FTT í dag. Sverrir fer eigin leiðir og flýgur ekki til Liverpool eins og hinir í hópnum heldur kemur akandi til leiks frá London. Ástæðan er sú að hann var að skemmta þar á Euro- visionhátíð mikilli sem fram fór á vegum Íslendingafélagsins ásamt Öldu Ólafsdóttur söngkonu. Hefur aldrei verið eins mikil mæting á skemmtan félagsins og nú var en alls mættu um 250 manns í organdi og vein- andi stemmningu. Dísa, söngkonan unga, hélt utan í gær til tónleikahalds í Danmörku. Hún fer ásamt hljómsveit sinni Moses High Tower og heldur tónleika í Svenborg, Árhúsum og víðar auk þess sem hún kemur meðal annars fram á hinu þekkta Sportfestivali um næstu helgi. Plata Dísu hefur hlotið mjög góðar viðtökur hér og nú er að sjá hvernig baunanum líkar. Frétt Fréttablaðsins í gær af upp- boði antíksalans Jónasar Ragnars Halldórssonar í Hafnarfirði á laugardaginn vakti mikla athygli. Rigndi fyrirspurnum til blaðamanns í kjölfarið en hann þótti spyrja út í aukaatriði svo sem uppboðið en ekki nánar út í það hvernig Jónas fór að því að losa sig við 73 kíló. Nú, Jónas skipti algerlega um lífsstíl, hætti að borða sykur og brauð og fór að stunda Sundlaugina í Hafnarfirði. Losaði sig þannig við 30 kíló og hafði þar með unnið sér inn rétt til að fara í magahjáveituaðgerð á Reykholti sem hann og gerði nánar tiltekið þann 9/11 árið 2006. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKIGLÆSILEGT EN ÓHREYFT Dýrasta grill landsins kostar tæpar þrjú hundruð þúsund krónur og margir hafa látið sig dreyma um þessi herlegheit. Enginn hefur hins vegar keypt það. Kristján Ágúst, verslunarstjóri í Ellingsen, bíður eftir fyrsta viðskiptavininum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. opið mán-fös 10-18:15 og lau 11-14:00 ÞÚ FÆRÐ AÐEINS ÞAÐ BESTA HJÁ OKKUR úrval fiskrétta, lúðu, skötusel, lax signa grásleppu, kinnar og margt fleira. A u g lý si n g as ím i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.