Fréttablaðið - 31.05.2008, Side 2

Fréttablaðið - 31.05.2008, Side 2
2 31. maí 2008 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Maður um tvítugt hefur verið sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi. Hann var í Héraðs- dómi Reykjaness dæmdur í sex mánaða fangelsi. Þar af voru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Maðurinn ók bifreið sinni eftir Garðvegi langt yfir leyfilegum hámarkshraða í ágúst 2006. Hann ók yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti í árekstri við aðra bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður og farþegi síðarnefndu bifreiðarinnar létust báðir af áverkunum sem þeir hlutu við áreksturinn. - jss Sex mánaða dómur: Valdur að tvö- földu banaslysi SÖFN Hollvinasamtök varðskipsins Óðins afhenda skipið í dag Sjóminjasafninu í Reykjavík sem er að opna eftir miklar endurbætur í vetur. „Þetta er einstakur atburður því hér eru tvö skip að koma til varðveislu,“ segir Sigrún, forstöðumaður Sjóminjasafnins, og vísar til þess að auk Óðins fær safnið í sína umsjá dráttarbátinn Magna frá hafnarstjórn Faxaflóahafna. Magni er fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi. Var það gert í Stálsmiðjunni, steinsnar frá þeim stað sem safnið stendur við Grandagarð. Sigrún segir að gríðarlegar framkvæmdir hafi verið við Sjóminjasafnið vetur. Innanhúss hafi stórlega bæst við aðstöðuna þannig að nú sé hægt að vera með fimm sýningar í einu í stað einnar áður. Úti hafi safnbryggjan verið lagfærð veru- lega. Þar muni liggja við festar Magni og Óðinn sem verði sérstakt safn út af fyrir sig. Fyrir hádegi í dag mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, enduropna Sjóminjasafnið við hátíðlega athöfn. „Forsetinn opnaði einmitt safnið upphaflega á Degi hafsins fyrir þremur árum,“ bendir Sigrún á. Sjómminjasafnið verður síðan opnað fyrir almenning klukkan eitt. - gar Stórviðburðir í sögu Sjóminjasafnsins í Reykjavík á degi hafsins: Opna aftur tvíefld með Óðni VARÐSKIPIÐ ÓÐINN Hollvinasamtök Óðins fengu varðskipið afhent frá ríkinu í gær og munu í dag færa Sjómannasafninu í Reykjavík skipið til eignar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HEILSURÆKT „Þetta var bara algjör óheppni,“ segir Vaka Rögnvalds- dóttir sem nú er að jafna sig eftir að hafa hálsbrotnað í fimleikum fyrir tveimur og hálfum mán- uði. Vaka, sem er 32 ára, er með- limur Halastjarnanna sem er fimleikahópur fullorðinna kvenna á vegum Stjörnunnar í Garðabæ. Slysið sem hún varð fyrir var áfall fyrir alla í Hala- stjörnunni. Meðlimirnir urðu enn frekar miður sín þegar hryggjarliðir á annarri konu úr hópnum gengu svo illa til á æfingu á sunnudagskvöldið að spengja þurfti hana á sjúkra- húsi. Sú kona er 43 ára og á að útskrifast af sjúkrahúsinu á næstu dögum. Hún hefur fulla hreyfigetu. „Þótt þetta sé virkilegt sjokk þá gera sér allir grein fyrir því að þetta voru bara óhöpp sem eru alls engum að kenna,“ segir Vaka sem er nú laus við háls- kraga og er í sjúkraþjálfun. „Læknirinn segir það mjög eðli- legt að ég verði með höfuðverk og illt í öxlum í svona hálft ár.“ Jimmy Erik Ekstedt, aðalþjálf- ari fimleikadeildar Stjörnunnar og umsjónarþjálfari Halastjarn- anna, leggur áherslu á að óhöpp- in tvö hafi verið alls ótengd enda hafi konurnar ekki verið að gera sömu æfinguna. „Við erum búin að fara yfir alla ferla og öll möguleg atriði til að reyna að finna eitthvað sem tengir þessi tvö slys saman. Nið- urstaðan er sú að það er einfald- lega tilviljun að þetta skuli hafa gerst hjá okkur. Þetta eru æfing- ar sem þær höfðu margoft gert áður,“ segir Jimmy. Aðspurður játar Jimmy að konurnar tvær hafi vissulega sloppið ótrúlega vel. „Öll svona slys á baki og hálsi eru ógnvekj- andi og þess vegna vorum við öll í losti. En sem betur fer sluppu þær ótrúlega vel og líður ágæt- lega í dag,“ segir Jimmy sem kveðst ekki vita til þess að þess- ir atburðir muni draga kjarkinn úr einhverjum Halastjarnanna. „Það eru rúmlega fjörtíu konur í hópnum sem margar er mæður og þær mæta eins og þeim hent- ar. Ég veit ekki til þess að nokk- ur þeirra ætli að hætta.“ Vaka ítrekar að slys geti orðið í öllum íþróttum. „Þetta er að sjálfsögðu viðvörun og sláandi að einhver skuli hálsbrotna en verst þætti mér fyrir fimleikana ef fólk fengi neikvæða mynd af íþróttinni vegna þessara óhappa.“ gar@frettabladid.is Tvær fimleikakonur hálsbrotna á æfingu Meðlimir og þjálfarar Halastjörnunnar eru slegnir vegna tveggja kvenna úr fimleikahópnum sem hálsbrotnuðu á stuttum tíma. Þjálfarinn og önnur konan segja ekki mega kenna aðstæðum um óhöppin. Konurnar eru báðar á batavegi. VAKA RÖGNVALDSDÓTTIR OG JIMMY ERIK EKSTEDT Fimleikakonan og þjálfarinn, en þeim skaut skelk í bringu við alvarlegt slys í byrjun mars. Önnur fimleikakona úr hópnum hálsbrotnaði á sunnudaginn var. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK Ásbjörn, fannst þú skjálftann? Já, alveg greinilega enda er ég ekki Parkinson-veikur. Suðurlandsskjálfti upp á 6,3 á Richt- er reið yfir Suðurland í á fimmtudag. Ásbjörn Einarsson er formaður Parkin- sonssamtaka Íslands. ÍSRAEL, AP Benjamin Netanyahu og Likud-flokkur hans myndu sigra í þingkosningum ef Ehud Olmert forsætisráðherra hrökklast frá völdum vegna rannsókna á spillingarmálum hans. Likud-flokkurinn fengi 29 þingsæti af 120, samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gær. Kadimaflokkur Olmerts fengi næstflest atkvæði og 23 þingsæti ef Tzipi Livni utanríkis- ráðherra tæki við flokksfor- mennskunni. Þriðji stærsti flokkurinn yrði svo Verkamannaflokkur Ehuds Barak varnarmálaráðherra, sem fengi 15 þingsæti. Bæði Livni og Barak hafa skorað á Olmert að segja af sér, eða taka sér í það minnsta frí, meðan rannsókn spillingarmálanna stendur yfir. - gb Benjamin Netanyahu: Græðir á vanda Ehuds Olmert BORGARMÁL „Maður er aldrei sáttur við svona en ég er eiginlega feginn að kveðja á þessum tímapunkti,“ segir Guðmundur Þóroddsson sem lét af störfum sem forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest í gær. Guðmundur vill ekki tjá sig um hvort hann hafi verið gerður að blóraböggli í REI- málinu en hann starfaði sem for- stjóri OR í upphafi málsins. Stjórn Orkuveitunnar hafði frumkvæði að því að Guðmundur lætur af störf- um. Guðmundur var forstjóri OR en fékk leyfi frá störfum á síðasta ári til að veita REI forstöðu. Kjartan Magnússon, stjórnarfor- maður OR, vill ekki svara því hvað liggur að baki uppsögn Guðmundar á annan hátt en að um samkomulag hafi verið að ræða. Hann staðfestir jafnframt að Guðmundur hafi ekki óskað eftir að láta af störfum held- ur hafi frumkvæðið komið frá stjórn fyrirtækisins. Kjartan segir að starfslokasamningur hafi ekki verið gerður við Guðmund heldur starfi hann næstu tólf mánuði sam- kvæmt launakjörum þess ráðning- arsamnings sem í gildi var. Uppsögn Guðmundar var sam- þykkt á stjórnarfundi í gær með þremur atkvæðum. Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingar í stjórn, og Svandís Svavardóttir, fulltrúi Vinstri grænna, sátu hjá. Þær bókuðu eftir fundinn að upp- sögnin ætti rætur að rekja til REI- málsins þar sem Guðmundur hafi starfað í fullu umboði Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrrverandi borgar- stjóra. - shá Guðmundur Þóroddsson lætur af störfum sem forstjóri OR og REI: Frumkvæðið frá Orkuveitunni KJARTAN MAGNÚSSON GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON Þótt þetta sé virkilegt sjokk þá gera sér allir grein fyrir því að þetta voru bara óhöpp sem eru engum að kenna. VAKA RÖGNVALDSDÓTTIR FIMLEIKAKONA SKÓLAMÁL Hagaskóli og Árbæjar- skóli halda upp á 50 ára og 40 ára afmæli í dag. Í báðum skólum verð- ur því opið hús og skemmtidagskrá í tilefni dagsins. Nemendur í Hagaskóla hafa undirbúið sérstaka afmælissýn- ingu. Hver bekkur skólans fékk það hlutverk að kynna tvö ár af þeim fimmtíu sem skólinn hefur starfað. Í Árbæjarskóla verður skemmti- dagskrá í hátíðarsal skólans milli 10 og 14 og verður grillað fyrir gesti og gangandi. - þeb Haldið upp á stórafmæli: Opið hús í tveimur skólum DÓMSMÁL Bótanefnd ríkisins hefur úrskurðað að tveir ungir karlmenn fái hámarksbætur, um 600 þúsund krónur hvor, fyrir ítrekuð kynferðisbrot sem þeir urðu fyrir á unglingsaldri. Vísir greindi frá þessu í gærkvöld. Mennirnir kærðu karlmann, kennara við Grunnskólann á Ísafirði árið 2005, fyrir að hafa ítrekað beitt þá kynferðisof- beldi. Málið hlaut mikla umfjöll- un í fjölmiðlum eftir að DV birti frétt um það á forsíðu sinni. Hinn grunaði svipti sig lífi í kjölfarið og hætti lögreglan þá rannsókn málsins. Skutu kærendur málinu til bótanefnd- ar ríkisins sem úrskurðaði að unnt væri að slá því föstu að þeir hafi orðið fyrir hegningar- lagabroti. Því verði fallist á greiðslu miskabóta. - ovd Úrskurður bótanefndar: Fá bætur fyrir kynferðisbrot ORKUMÁL Stærsti samningur sem Orkuveita Reykjavíkur hefur gert frá upphafi var gerður við fyrirtækin Mitsubishi og Balcke- Dürr um kaup á fimm vélasam- stæðum fyrir gufuaflsvirkjanir á Hengilssvæðinu. Fjárhæð samn- ingsins er 13,7 milljarðar króna. Undirritunin fór fram að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, í Hellisheiðar- virkjun í gær. Vélakaupin eru gerð að undangengnu útboði þar sem fyrirtækin tvö áttu hagstæðasta boð. Hver vélanna fimm hefur 45 megavatta afl og er samanlagt afl þeirra þá 225 megavött. Þær verða afhentar á árunum 2010 og 2011 og settar upp í virkjunum á Hengils- svæðinu. - shá Orkuveita Reykjavíkur: Risasamningur um vélakaup HELLISHEIÐARVIRKJUN Um er að ræða stærsta samning sem Orkuveitan hefur gert. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.