Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 6

Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 6
6 31. maí 2008 LAUGARDAGUR SUÐURLANDSSKJÁLFTI TAKTU ÞÁTT! 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ Viðlagatrygging Íslands bætir tjón sem varð á húseignum og innbúi í jarðskjálftanum á fimmtudag, að því gefnu að eigendur hafi verið með brunatrygg- ingu. „Við erum í startholunum,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar. Þeir sem lent hafa í tjóni eiga að tilkynna það til síns trygginga- félags. Eigináhættan í hverju tjóni er fimm prósent, að lágmarki um 85 þúsund krónur. Tryggingafélögin munu meta tjón á innbúi, en sérfræðingar Viðlagatryggingar munu meta tjón á fasteignum. Fólki er bent á að taka myndir af tjóni, og henda ekki ónýtum munum. „Þegar myndir eru teknar er gott að hafa yfirlitsmynd og nærmyndir, eftir atvikum,“ segir Sigurður Ingi Geirsson, verkfræðing- ur hjá tjónadeild Sjóvá. Viðlagatrygging bætir ekki tjón vegna vinnustöðvunar, aðeins eignatjón. Ásgeir segir að Viðlagatrygging hafi bolmagn til að takast á við tjón allt að 38 milljörðum króna. Þó sé ljóst að tjónið vegna skjálftans á fimmtudag komist ekki nærri þeirri upphæð. Viðlagatrygging greiddi alls 2,6 milljarða króna vegna tjóns sem varð í Suðurlandsskjálftunum 17. og 21. júní 2000. Ásgeir segir að um tíundi hluti af þeirri upphæð hafi verið greidd vegna tjóns á innbúi, en obbinn hafi verið vegna tjóns á húseignum. Brunatrygging fasteigna er lögboðin, og því ættu allir sem eiga fasteignir sem skemmdust að fá þær bættar. Brunatrygging innbús er ekki lögboðin, en sé hún ekki til staðar fást engar bætur fyrir tjón á innbúi. Öll tryggingafélögin hafa endurskipulagt starfsemi sína til að takast á við verkefnin á Suðurlandi. Flest þeirra hafa lengt opnunartíma sína, ætla að hafa opið um helgina og hafa jafnvel opnað tímabundnar þjónustutöðvar á svæðinu. Skoðunarmenn hófu margir hverjir störf strax í gær eða byrja að meta tjónið í dag. Þorsteinn Þorsteinsson, deildarstjóri eignatjóna hjá VÍS, segir yfir 800 tjón þegar skráð hjá VÍS. „Það er ljóst mál að þetta mun taka nokkrar vikur en við erum með flokk matsmanna.“ Hjá TM fengust þær upplýsingar að tjónatilkynn- ingar væru á milli þrjú og fjögur hundruð og færi fjölgandi og hjá Verði voru tjónatilkynningar á annað hundrað. - bj / ovd Í startholunum eftir Suðurlandsskjálftann Lögbundin brunatrygging fasteigna tryggir að eigendur fái bætur vegna skemmda á húsum. Brunatrygging innbús er ekki lögbundin en hún er forsenda þess að tjón á innbúi fáist bætt. Flokkar matsmanna tryggingafélaganna fara um Suðurland. Fjöldi fólks hefur tekið þátt í aðgerðum vegna jarðskjálftanna síðastliðinn fimmtudag og segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, að um 400 manns hafi tekið þátt í aðgerðunum. Þar séu taldir lögreglumenn, slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamenn og hjálparsveitarfólk en að auki hafi mikill fjöldi sjálfboðaliða tekið þátt í aðgerðum með einum eða öðrum hætti. Á fundi með fréttamönnum í gær hrósaði Björn Bjarnason dóms- málaráðherra þeim sem komu að aðgerðum. Hann sagði mikilvægt að taka á mannlegum þáttum, koma til móts við einstaklinga og sýna þeim þá umhyggju sem þarf. Það hefði verið aðalátakið á fimmtudaginn þegar í ljós kom að ekki þurfti að fara í rústabjörgun eða annað sem kraf- ist hefði fyrstu aðgerða. „Þá komu björgunarsveitir, lögreglumenn og slökkviliðsmenn úr Reykjavík, mörg hundruð manns og slógust í hópinn með heimamönnum.“ Á fimmtudagskvöldið og fram á nótt hefði verið bankað upp á hjá öllum á svæðinu. „Þetta er líka ein- stakt að það hafi verið á svo skömm- um tíma virkjaður svo stór hópur manna til að fara í þetta verkefni,“ sagði Björn. Slík viðbrögð væru eitt af því sem áætlanir hefðu tekið til og gengið eftir. „Þetta er ein- stakt og ég held að menn átti sig ekki á hvað þetta er mikilvægur þáttur í viðbrögðum.“ - ovd Dómsmálaráðherra ánægður með aðgerðir: Mikilvægt að taka á mannlegum þáttum DÓMSMÁLARÁÐHERRA Á FUNDINUM Sagði mikilvægt að huga að mannlega þættin- um í kjölfar jarðskjálfta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það var bara skemmtileg upplyfting eftir allt sem á undan hafði gengið að rekast á kálfinn á kvöldgöngu í bænum,“ segir Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri sem rakst á kálf á ráfi í Heiðmörk í Hveragerði um miðnætti í fyrradag. „Það hafði víst allt farið í steik hjá bóndanum og skepnur komust út. Þannig að sá litli brá sér úr stíunni og brá sér bara í bæjar- ferð,“ segir Kristján. Haft var samband við bóndann á Friðar- stöðum sem kom og náði í kálf sinn og var vissulega létt að sá ferfætti væri kominn í leitirnar. „En kálfurinn var alveg sérlega spakur.“ „Við sjáum ansi margt undar- legt í þessu starfi,“ segir Aðal- steinn Þór Guðmundsson lögreglu- maður sem kom ásamt Kristjáni Erni Kristjánssyni kollega sínum að þeim Kristjáni og kálfi. „Maður er hættur að kippa sér upp við furðulegustu hluti.“ - jse Óvenjuleg sjón í Hveragerði: Kálfur fannst á miðnæturrölti HITTU KÁLF Í BÆJARFERÐ Það er venjulega ekki góðs viti þegar bæjarferð endar með afskiptum laganna varða. Kálfur var þó kátur eftir allt saman. Hér er hann í fangi Aðalsteins. „Vart hefur orðið við fjölda eftir- skjálfta en þeir eru að verða minni og minni eftir því sem frá líður. Það koma hviður annað slagið en þetta er allt eðlilegt,“ segir Stein- unn S. Jakobsdóttir, sviðstjóri eðl- isfræðisviðs Veðurstofu Íslands. Hún telur að eftirskjálftarnir séu komnir yfir þúsund alls. Þeir stærstu um 4,0 en þeir fari ört minnkandi í styrk. Steinunn segir að kenningin um að tveir skjálftar hafi í raun runn- ið saman í einn standi enda bendi þau gögn sem greind hafa verið til að skjálfti við Ingólfsfjall hafi valdið skjálfta sem átti upptök sín við Hveragerði. „Það er mjög erf- itt í gögnunum að skilja þá í sund- ur en þau benda öll í þessa átt. Okkar fyrsta mat á sprungunni sem hreyfðist er að hún sé um tólf kílómetra löng og gangi frá Hvera- gerði og þaðan til suðurs. Þar er virknin mest.“ Steinunn segir að vart hafi orðið við skjálfta við Geitafell þar sem jarðskjálftar af stærðinni 5,0 á Richter séu þekktir. „En við erum ekki að búast við neinu sérstöku þar endilega.“ - shá Skjálftinn á 12 kílómetra sprungu frá Hveragerði: Eftirskjálftarnir yfir þúsund á sólarhring EFTIRSKJÁLFTAR Stórir og litlir skjálftar eru taldir vera komnir yfir þúsund alls. HEIMILD: VEÐURSTOFA ÍSLANDS FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I SKEMMDIR Í HVERAGERÐI Aðkoman var ekki glæsileg á heimili Halldóru Þórðar- dóttur eftir að skjálftanir riðu yfir en Halldóra er ein þeirra sem á næstu dögum þurfa að hafa samband við sitt trygginga- félag svo hægt sé að meta tjónið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.