Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 12

Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 12
12 31. maí 2008 LAUGARDAGUR Edinborg Beint flug Innifalið: Flug og gisting á rómuðu 3* hóteli í miðborginni ásamt morgunverði. Íslensk fararstjórn. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 59.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 2.–5. október Fararstjóri: Arnar Símonarson F í t o n / S Í A Í viðtali við bandaríska lögfræðinginn og mannréttindafrömuðinn William (Bill) J. Butler, sem birtist í blaðinu í gær, var rangt farið með eftirnafn hans. Hann var sagður heita Burton, og leiðréttist það hér með. LEIÐRÉTT SAMFÉLAGSMÁL Á fimmta hundrað kvenna komu saman á Bifröst á fimmtudag og í gær á ráðstefn- unni Tengslanet IV - völd til kvenna. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Konur og réttlæti“ og flutt voru erindi meðal annars um kvenorkuna í atvinnulífinu, rétthugsun, nýjar leikreglur í þágu réttlætis og lífsbaráttu fjölskyldnanna. Judith Resnik, prófessor við Yale Law School í Bandaríkjunum, var aðalfyrirlesari Tengslanetsins. Hún hefur sem fræðimaður stefnt að því að hafa áhrif á hugmyndir um réttarríkið og réttarfram- kvæmdina. Resnik sagði að margt hefði breyst og miklu hefði verið áorkað varðandi jafnrétti kynj- anna, konur ættu nú miklu stærri hlut í réttarkerf- inu en áður. Konur hefðu náð frábærum árangri og væru nú á öllum sviðum dómskerfisins, þær væru dómarar, saksóknarar, verjendur og vitni. Ræða þyrfti hvaða lausnir gæfu mestan árangur fyrir konur. Resnik telur að opnir dómstólar skipti miklu máli fyrir þróunina. Miklu skipti hvernig kerfið virki fyrir konur og karla á hverju svæði fyrir sig með réttlæti í huga. „Konan getur ekki breytt kerfinu ein því að það er bæði ósanngjarnt og óhagsýnt og of mikil byrði fyrir nokkra konu að bera ábyrgð á ein. Konur verða að vinna í hópum að því að bæta ástandið.“ - ghs Tengslanet kvenna haldið í fjórða sinn á Bifröst: Yfir 400 konur ræddu réttlæti ÖRYGGISMÁL Hafnarstjórnir skil- greindra neyðarhafna telja eðli- legt að stóru hafnirnar á landinu takist á hendur þá ábyrgð að þjóna sem neyðarhöfn. Sá fyrirvari er þó settur að enginn vafi leiki á því að ríkið beri allan kostnað vegna aðgerða vegna skipa í neyð. Í til- lögum starfshóps Siglingastofn- unar um neyðarhafnir er mælt með að Umhverfisstofnun ábyrgist greiðslu slíks kostnaðar. Hafnar- yfirvöld telja mikilvægt að hafa aðkomu að ákvörðunartöku um hvort skip í neyð verði fært til þeirra hafna sem skilgreindar hafa verið. Steinþór Pétursson, fram- kvæmdastjóri Fjarðabyggða- hafna, segir að ef tillögur Sigl- ingastofnunar um neyðarhafnir verði að veruleika þá verði það að vera tryggt að ríkið beri allan kostnað sem fylgir kaupum á bún- aði og vegna móttöku skipa í neyð. „Það hefur viljað brenna við að menn lendi í þrasi um fjárhags- lega ábyrgð og þetta er það sem við viljum að sé alveg á hreinu. Að ljóst sé að hafnirnar séu ekki að taka á sig kostnað sem er annarra að bera og er ríkisins í þessu tilfelli.“ Már Sveinbjörnsson, hafnar- stjóri Hafnarfjarðarhafnar, tekur undir þetta sjónarmið. „Við viljum að það sé tryggt að höfnunum sé tryggt skaðleysi af því að taka við og afgreiða skip í neyð.“ Már segir að mjög erfitt sé í alþjóðlegu laga- umhverfi að sækja bætur til trygg- ingafélaga. „Þeir hafa her lög- fræðinga í kringum sig og eru snillingar í að koma sér undan því að greiða bætur og því verður ríkið að taka þessar skuldbinding- ar á sig gagnvart öðrum í alþjóða- samfélaginu.“ Þekkt er að skipum hafi verið vísað frá ströndum Evrópuríkja þegar hætta er á mengunarslysi. Eftir því sem næst verður komist virðist hvergi hafa komið til tals hérlendis að hafna því að viðkom- andi höfn tækist þá ábyrgð á hend- ur að þjóna sem neyðarhöfn. Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að ef slys verður eða vá ber að höndum þá geti enginn skorast undan því að veita sína hjálp. „Það hljóta allir að leggja sitt að mörkum þar sem staðarkostir eru bestir. Það er óhugsandi að fara í vörn fyrir sjálfan sig en það var rætt að ákveðin hætta fylgir því að takast á við þetta hlutverk.“ Stjórn Hafnarsambands Íslands mun fjalla um greinargerð og til- lögur starfshóps um neyðarhafnir og skipaafdrep í byrjun júní. svavar@frettabladid.is Fjárhagsleg ábyrgð ríkisins verði tryggð Hafnarstjórnir skilgreindra neyðarhafna vilja að tryggt sé í lögum að ríkið beri allan kostnað vegna móttöku skipa. Tillögur Siglingastofnunar gera ráð fyrir því að Umhverfisstofnun ábyrgist greiðslu og ríkissjóður kaupi og reki búnað. VESTMANNAEYJAHÖFN Ein af sex skilgreindum neyðarhöfnum. Engin önnur höfn getur veitt nauðstöddu skipi fyrir Suðurlandi viðtöku. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR DÓMSMÁL Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur játað fyrir dómi að hafa slegið öryggisvörð í höfuðið með glerflösku fyrir utan 10-11 í Austurstræti í apríl. Ákæra fyrir stórfellda líkams- árás var þingfest í héraðsdómi. Öryggisvörðurinn hlaut lífshættulega áverka af árásinni og lá á gjörgæsludeild dögum saman. Hann höfuðkúpubrotnaði við höggið auk þess sem stór slagæð í heilahimnu fór í sundur sem olli því að það blæddi lífshættulega inn á heila hans. Nokkuð hefur verið um ryskingar manna við öryggisverði í verslun- inni upp á síðkastið. - sh Sló öryggisvörð með flösku: Ákærður fyrir árás við 10-11 10-11 Í AUSTURSTRÆTI Öryggisverðinum var vart hugað líf dagana eftir árásina. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI TENGSLANET Á BIFRÖST Á fimmta hundrað konur komu saman á Birfröst í gær og á fimmtudag á ráðstefnunni Tengslanet IV. naráðstefna. MENNING Íslenska kammersveitin DNA nýtur þess heiðurs að spila á tónleikum í konungshöllinni í Varsjá í dag því hún vann til verðlauna í alþjóðlegri tónlistarkeppni í Póllandi nú í vikunni. Einungis bestu hljóðfæraleikarar keppninnar koma fram í höllinni og þar mun DNA leika nýja útsetningu Atla Heimis Sveinssonar á Sofðu unga ástin mín. Nafnið DNA hefur ekkert með erfðaefni að gera heldur er það sótt í upphafsstafi þeirra sem sveitina skipa, Daníels Hannesar Pálssonar, fjórtán ára, sem leikur á píanó, Nínu Leu Jónsdóttur, þrettán ára, sem leikur á fiðlu, og sellóleikarans Antons Björns Sigmarssonar sem er á þrettánda ári. Öll hafa þau lært við Suzukiskólann frá því í bernsku, Daníel og Nína frá þriggja ára aldri og Anton frá fimm ára. DNA-sveitina stofnuðu þau fyrir fjórum árum og hafa spilað í henni undir leiðsögn tónlistarkennarans Evu Tosik sem er pólsk. Í gær voru ungmennin í heimsókn á fæðingarstað pólska tónskáldsins Chopin með tilheyrandi fræðslu. - gun DNA-kammersveitin vann til verðlauna í alþjóðlegri tónlistarkeppni í Póllandi: Íslensk ungmenni í konungshöll DNA-KAMMERSVEITIN Sveitina skipa þau Nína Lea Jónsdóttir, Anton Björn Sigmarsson og Daníel Hannes Pálsson. Kennari þeirra er hin pólska Eva Tosik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Neyðarhafnir verði: Helguvíkur- höfn, Hafnarfjarðarhöfn, Ísafjarðar- höfn, Akureyrarhöfn, Reyðarfjarðar- höfn og Vestmannaeyjahöfn. Skipaafdrep verði: Í Hvalfirði, í Dýrafirði, í Ísafjarðardjúpi, í Eyjafirði, Reyðarfirði og við Vestmannaeyjar. NEYÐARHAFNIR OG SKIPAAFDREP FÓLK Fjórtandi árgangur Sjó- mannadagsblaðs Austurlands er kominn út og er blaðið tæpar 90 síður að stærð, prýtt vel á annað hundrað ljósmynda. Meðal efnis í blaðinu er ítarleg frásögn frá því er Hafrún NK fórst í aftaka- veðri á miðjum Norðfirði. Um borð voru tveir menn; annar fórst en hinn náði með þrautseigju að bjarga sér með því að hanga á bauju. Guðni Ágústsson alþingismaður segir frá kynnum sínum af Austfirðingum og Kristinn V. Jóhannsson rifjar upp þegar norðfirskir sjómenn tóku þátt í átökum við Breta í fyrsta þorska- stríðinu fyrir hálfri öld. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur ritar ítarlega grein um áhrif hlýnunar sjávar á nytjastofna við Ísland. Ritstjóri sjómannablaðsins er Kristján J. Kristjánsson frá Norðfirði. - shá Sjómannadagsblað í 14. sinn: Fjölbreytt efni um líf sjómanna SKÓLINN BÚINN Úkraínskur unglingur fagnar því að sumarleyfið er hafið með því að kæla sig í gosbrunni í Kænugarði. NORDICPHOTOS/AFP Margra ára bið lokið Félagsmálaráðuneytið hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og óskað eftir heimild til að bjóða út byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing í Kópavogi. Bæjarráð Kópavogs segist fagna þessu bréfi sem beðið hafi verið eftir í mörg ár. KÓPAVOGUR REYÐARFJÖRÐUR Starfsmaður í álveri Alcoa-Fjarðaáls á Reyðar- firði brotnaði á þremur rifjum auk þess sem lunga mannsins féll saman í vinnuslysi í álverinu skömmu fyrir miðnætti á föstudagskvöldið. Starfsmaðurinn var að vinna við deglulok uppi á vagni sem tengdur var lyftara. Svo virðist sem vagninn hafi verið hreyfður til með þeim afleiðingum að lokið slóst í manninn sem féll við. Var hann fluttur til aðhlynningar á fjórðungssjúkrahúsið á Nes- kaupsstað. Málið er til rannsókn- ar hjá lögreglunni á Eskifirði. - ovd Slys í álveri Alcoa-Fjarðaáls: Rifbeinsbrot og samfallið lunga MENNTUN Samstarfssamningur um þróunarverkefnið Jafnréttis- fræðslu í leik- og grunnskólum var undirritaður á leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði fyrir skemmstu. Tilgangur verkefnis- ins er að foreldrar, kennarar og ráðgjafar, sem eiga að ráðleggja ungmennum varðandi menntun og störf, séu færir um að aðstoða ungt fólk við að öðlast framtíð undir merkjum jafnréttis. Aðilar að verkefninu eru Félags- og tryggingamálaráðu- neytið, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð, Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær og Akureyrarbær. - kg Jafnréttisfræðsla í skólum: Fræðast um jafnréttismál
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.