Fréttablaðið - 31.05.2008, Side 16

Fréttablaðið - 31.05.2008, Side 16
 31. maí 2008 LAUGARDAGUR KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 300 4.747 -0,16% Velta: 3.439 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,92 -0,86% ... Bakkavör 32,65 -2,83% ... Eimskipafé- lagið 20,80 +1,46% ... Exista 10,11 -0,10% ... Glitnir 17,30 -1,43% ... Icelandair Group 20,60 +0,24% ... Kaupþing 772,00 -1,15% ... Landsbankinn 25,20 -1,18% ... Marel 95,20 +0,11% ... SPRON 4,65 +0,87% ... Straumur-Burðarás 11,26 -1,23% ... Teymi 3,29 -0,60% ... Össur 98,70 +0,61% MESTA HÆKKUN FØROYA BANKI 2,86% 365 1,59% EIMSKIPAFÉLAGIÐ 1,46% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -2,83% GLITNIR -1,43% STRAUMUR-BURÐARÁS -1,23% Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum. „Um þetta eru engar fyrirætlanir,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráð- herra um hvort bankarnir taki þátt í kostnaði við lán ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann. Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra segir málið verða skoðað þegar lántakan liggur fyrir. Alþingi samþykkti í fyrrakvöld frumvarp fjármálaráðherra um heimild til allt að 500 milljarða lán- töku á þessu ári. Fram kemur í athugasemdum fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að miðað við markaðsaðstæður verði vaxtagjöld hærri en tekjurnar. Ríkið muni með öðrum orðum bera kostnað af lán- inu. Fjárlagaskrifstofan metur það svo að yrði lánsheimildin fullnýtt, myndi afkoma ríkisskjóðs versna um hálfan milljarð króna á ári, fyrir hverja tíu punkta í vaxtamun. Friðrik Már Baldursson, prófess- or við Háskólann í Reykjavík, segir eðlilegt að bankarnir taki einhvern þátt í kostnaðinum. „Þetta tengist hagsmunum bankanna að verulegu leyti og þeir hafa kallað eftir þessu.“ „Við förum yfir sjónarmið Frið- riks Más og förum yfir málið þegar rétti tíminn kemur,“ segir við- skiptaráðherra. Bolli Þór Bollason, ráðuneytis- stjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hvorki formlega né óformlega hafi komið til tals í samskiptum ríkisins og bankanna að þeir taki þátt í kostnaði við lántökuna. Heimildir Markaðarins innan fjár- málaráðuneytisins eru á sömu lund. Þar segjast menn ekki sjá augljós rök fyrir því að einhver tiltekinn aðili greiði fyrir lán- tökuna. Tveir viðmælendur Markaðar- ins orða það svo að bankarnir taki ekki þátt í kostnaði við lántökuna nema þeir bjóðist til þess sjálfir. Þá segja menn að erfitt yrði að grafa upp hversu mikið bankarnir ættu að borga. Bankamenn vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið. Hins vegar herma heimildir Markaðar- ins að þeir telji ekki ástæðu til þess að taka þátt í lántökukostnað- inum. Meðal annars er vísað til þess að enn sé alls óvíst hvort ríkið beri nokkurn kostnað af lántök- unni, það kynni jafnvel að hagnast á henni. ingimar@markadurinn.is Bankarnir borga ekki í láni ríkisins FJÁRMÁLARÁÐHERRA Árni M. Mathie- sen mælti fyrir frumvarpi um heimild til lántöku ríkissjóðs. Hann segir engar áætlanir um aðkomu bankanna að kostnaði við lán ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við erum að endurskipu- leggja fyrirtækið og ætlum að einblína á kjarnastarfsemi sem snýr að rekstri og umsjón fast- eigna. Veitingahúsarekst- ur var ekki hluti af kjarnastarfsemi,“ segir Hösk uldur Ásgeirsson, forstjóri fasteigna- og fjárfestingarfélagsins Nýsis. Félagið seldi í byrjun mánaðar rekstrarfélagið Artes en það rekur kaffihús Café Kond- itori. Kaupverð er ekki gefið upp. Höskuldur segir líklegt að félag- ið selji frá sér fleiri félög sem ekki samræmast breyttum áherslum á næstunni. Óskar Óskarsson, annar tveggja kaupenda Artes, ásamt Arnari Snæ Rafns- syni, einum af bakara- meisturum kaffihússins, segir þá hafa lengi skoðað kaup á kaffihúsi áður en þeim bauðst að kaupa Café Konditori. Artes rekur tvö kaffi- hús í Reykjavík undir merkjum Café Konditori. Annað er á Suðurlandsbraut en hitt í Kringlunni. Því verður lokað nú um mánaðamótin og verður áhersl- an lögð á kaffihúsið á Suðurlands- braut, að sögn Óskars. - jab HÖSKULDUR ÁSGEIRSSON Nýsir selur Konditori Breyttar áherslur á starfseminni, segir forstjórinn. Í könnun Landssambands íslenskra útvegsmanna kemur fram að 87,5 prósent aflaheimilda hafa skipt um hendur frá því að kvótakerfinu var komið á árið 1984. Einungis 12,5 prósent eru því enn í upp- runalegri eigu. Sameining fyrirtækja eða erfðir hafa ekki áhrif í þessu tilliti. Könnunin nær til fisktegunda sem kvótasettar voru árið 1984, og hafa verið það óslitið síðan, en þær eru: þorskur, ýsa, ufsi, karfi, grálúða, síld og loðna. -bþa Kvótinn hefur skipt um hendur Umsjón: nánar á visir.is Skráðu þig núna Kynntu þér námið á www.simennthr.is NÝTT - SÍMENNT HR Símennt Háskólans í Reykjavík býður í fyrsta sinn diplómanám í alþjóðaviðskiptum samhliða vinnu á haustönn 2008. Diplómanámið í alþjóðaviðskiptum kynnir fræðilegar og hagnýtar aðferðir sem notaðar eru í alþjóðaviðskiptum. Námið hentar þeim sem vilja dýpka sína þekkingu á alþjóðaviðskiptum og vilja stunda nám samhliða vinnu. Markmið námsins er að nemendur öðlist hagnýta þekkingu í alþjóðaviðskiptum og geti nýtt sér námið í starfi og lífi á markvissan og árangursríkan hátt. Skráning er hafin fyrir haustið 2008 á www.simennthr.is. Námið hefst 15. september nk. og því lýkur um miðjan júní 2009. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Nánari upplýsingar veitir: Tinna Ösp Ragnarsdóttir Sími: 599 6386 tinnao@ru.is www.simennthr.is DIPLÓMANÁM Í ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÍS LE N SK A S IA .I S A LC 4 23 18 0 5/ 08 Víkingur Heiðar vann frækinn sigur í einleikarakeppni Juilliard-tónlistarskólans í New York fyrr á þessu ári og hefur vakið mikla aðdáun í tónlistarheiminum á síðustu misserum. Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Brahms, Chopin og Ólaf Axelsson. Tónleikarnir eru til minningar um Birgi Einarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Miðaverð: 2.000 kr. / 1.500 kr. Forsala í Landsbankanum Fjarðabyggð og Egilsstöðum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson heldur tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð, þriðjudagskvöldið 3. júní. e r s t y r k t a r a ð i l i K i r k j u - o g m e n n i n g a r m i ð s t ö ð v a r i n n a r
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.