Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 20

Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 20
 31. maí 2008 LAUGARDAGUR K jartan Ólafsson, fyrrum alþingis- maður og ritstjóri Þjóðviljans, birti grein um símhleranir á íslenskum heimilum í Morgunblaðinu í vikunni. Þar mæltist hann til þess að dómsmálaráðherra biðjist afsökunar á hlerununum sem stjórnvöld stóðu að á árunum 1949 til 1968. Með greininni fylgdi listi yfir þau 32 heimili sem voru hleruð einhvern tímann á þessu tímabili. „Mér dettur fyrst í hug að nefna að hann er nítjándu aldar maður í hugsun og anda. Hann hefur til að mynda aldrei lært á bíl eða tölvu,“ segir einn viðmælenda Fréttablaðsins um Kjartan Ólafsson. „Hann kunni á ritvél á sínum tíma en notaði alltaf bara tvo putta. Jarðabókin stóra sem hann skrifaði um Vestfirði er til dæmis öll skrifuð á einfaldar gormastílabækur, og allt sem frá honum kemur er hand- skrifað.“ Það fyrsta sem flestir viðmælendur Fréttablaðsins nefndu um Kjartan var hversu fróður hann sé. „Hann er ákaflega skemmtileg- ur og fróður. Það er alveg sama um hvað maður spyr hann. Það stendur aldrei á svörum. Ef það kemur fyrir að hann mætir spurningu sem hann á ekki svar við þá segir hann það þó. En þá líða í hæsta lagi tveir dagar þangað til hann er kominn með svar. Það sýnir líka elju hans, hann leitar hluta og smáatriða.“ „Það er gott að leita til hans um mörg málefni. Hann er mjög fróður, bæði um sögu og landafræði, þá sérstaklega landafræði Íslands.“ Þá þykir Kjartan með afburðum minnugur maður á fólk, stað hætti og ættir. „Hann er ástríðufull- ur í áhuga sínum á náttúrunni, landinu og sögunni. Hann þekkir hverja þúfu á landinu og er hafsjór fróðleiks.“ Að sögn vina kemur fróðleik- ur hans ekki síst að notum við ferðalög. „Hann er eftirsóknarverður ferðafélagi, bæði um landið og líka erlendis. Hann getur útskýrt allt fyrir manni.“ Viðmælendur Fréttablaðsins eru allir sammála um að Kjartan sé rökfastur og fylginn sér með eindæmum. „Hann er með bjargfasta sannfæringu, það sem hann trúir á því verður ekki haggað. Hann er íhaldssamur þjóðernissinni og á auðvelt með að setja hugsjónir sínar ofar eigin hagsmunum. Hann hefur líka ríka réttlætiskennd og tekur ávallt málstað þeirra sem minna mega sín.“ „Hann er vissulega fastur í skoðunum sínum en lætur menn ekki gjalda ólíkra skoð- ana, hann er alltaf hlutlægur og sann- gjarn. Ég hef heyrt harða pólitíska andstæðinga hans tala mjög vel um hann, og með einhverjum þeirra hefur tekist mikil vinátta.“ „Kjartan hefur auðvitað löngum verið pólitískur, enda starfandi í því árum saman. Hann er þó þannig að hann þarf ekki endilega að tala um pólitíkina við fólk heldur getur hann talað um hvað sem er annað. Þegar hann var frambjóðandi á Vestfjörðum til dæmis, þá þurfti hann ekki endilega að vera að koma sinni pólitík að heldur gat hann bara talað um daginn og veginn við fólk. Svo hann hefur aldrei verið fastur í pólitíkinni.“ Kjartan hefur unnið mikið að söguskráningu ýmiss konar og eru viðmæl- endur sammála um að það sem hann taki sér fyrir hendur kynni hann sér og geri vel. Enda er honum lýst sem ofurnákvæmum manni, svo nákvæm- um að hann sé nánast alger fullkomnunar- sinni. Einnig nefna vinir hans að hann sé mjög hlýr maður og tryggur vinur vina sinna. Einn viðmælenda Fréttablaðsins lýsir Kjartani sem miklum meinlætamanni í eðli sínu. „Hann gæti vel lifað á harðfiski, rúgbrauði og eplum. Svo er hann ákaflega mikill reglu- og rútínumaður. Hlutirnir verða að vera í föstum skorðum, hann fer til dæmis alltaf í sund á sama tíma og fer í göngutúr á hverjum degi. Hann verður að halda rútínunni og sú þörf hefur bara aukist með árunum.“ MAÐUR VIKUNNAR Rökfastur og fróður Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... www.r emax. is Einn ö flugas ti faste ignave fur lan dsins Allar fastei gnasö lur eru sjálfst ætt re knar o g í ein kaeign Fasteig nablað 165. T ölublað - 6. ár gangur - 18. m aí 2008 FRAMÚ RSKAR ANDI S ÖLUFU LLTRÚ AR FRAMÚ RSKAR ANDI Á RANG UR bls. 12 ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS S. 512 5426 - vip@365.is S. 512 5441 - hrannar@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalögJÚNÍ 2008 HIPPAHVERFI Í VILNÍUS, RÓMANTÍSKAR SVÍTUR Í RÓM, TÖFRAR BÆKURNAR Í FRÍIÐ OG ÓMAN, GIMSTEINN MIÐAUST EKKIHRÓARSKELDAAFTUR!SKEMMTILEGAR OG MINNA ÞEKKTAR TÓNLISTARHÁTÍÐIR Í EVRÓPU FRELSIÐBAK VIÐ LÁS OG SLÁ VILHJÁLMUR GUÐJÓNSSON OG GUÐMUNDUR ÞORVARÐARSON REKA HÓTEL Í LÖGREGLUSTÖÐ Í SUÐUR-AFRÍKU Ég er ekki hress en hef gert hressandi hluti - Barði Jóhannsson ræðir nýja plötu, óvinsæla sjónvarpsþætti og leiðinlega blaðamenn í viðtali við Fréttablaðið. Háseta vantar á bát Lífi ð um borð og lífi ð í landi hjá sjómönnum og aðstandendum þeirra. Ferðalög fylgja Fréttablaðinu á sunnudag Bestu strendurnar - hvert á að fara í sumar. Ekki Hróarskelda aftur - skemmtilegar og minna þekktar tónlistarhátíðir í Evrópu. Frelsið bak við lás og slá - Vilhjálmur Guðjónsson og Guðmundur Þorvarðarson reka hótel í lögreglustöð í Suður-Afríku. ferðalög KJARTAN ÓLAFSSON ÆVIÁGRIP Kjartan Ólafsson fæddist á Laugum í Súgandafirði 2. júní árið 1933. Hann er sonur Ólafs Jóns Ólafssonar og Sigríðar Pétursdóttur. Hann giftist Gíslrúnu Sigurbjörnsdóttur árið 1957. Þau eiga fimm dætur, Eddu, Höllu, Signýju, Ingu og Kötlu. Kjartan tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1953 og nam íslensk fræði í Háskóla Íslands á árunum 1954 til 1956. Þaðan fór hann til Vínar þar sem hann lærði germönsk fræði í tvö ár. Frá Vín kom hann aftur til Íslands og lærði í heimspekideild Háskóla Íslands í tvö ár og útskrifaðist svo með BA-próf í þýsku og mannkynssögu frá HÍ árið 1961. Kjartan var framkvæmdastjóri Samtaka hernámsandstæð- inga frá 1960 til 1962 og síðan framkvæmdastjóri Sósíalista- flokksins 1962 til 1968. Hann starfaði fyrir Alþýðubandalagið og Þjóðviljann fram til ársins 1972, þegar hann varð ritstjóri Þjóðviljans. Hann starfaði sem ritstjóri Þjóðviljans fram til ársins 1978, þegar hann var kjörinn á þing fyrir Alþýðu- bandalagið. Hann tók svo aftur við ritstjórastól Þjóðviljans árið 1980 og stýrði blaðinu til ársins 1983. Hann var þó varaþingmaður með hléum frá árinu 1974 til ársins 1985. Kjartan hefur einnig starfað í ýmsum stjórnum, meðal ann- ars á vegum Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalags- ins, einnig hjá Framkvæmdastofnun ríkisins og Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Hann var formaður stjórnar Stofn- unar Sigurðar Nordals frá 1990 til 1993. Þá hefur Kjartan unnið mikið að sögurannsóknum og ritstörfum ýmiss konar. Meðal annars ritaði hann verslunarsögu Vestur-Skaftfellinga í þremur bindum og sögu Iðnaðarbankans. Þá ritaði hann bókina Vestfjarðarit I - Firðir og fólk 900-1900. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Kjartan heldur nákvæmar skýrslur um hæð allra afkomenda sinna og þykir það gott dæmi um það hvað hann vilji hafa alla hluti á hreinu. Um hver áramót eru allir mældir og þannig hægt að fylgjast með sentimetrum og millimetrum sem skilja að. HVAÐ SEGIR HANN? „Með hinum víðtæku pólitísku símahlerunum var ráðist að heiðvirðu og vammlausu fólki með aðferðum sem almennt þykir aðeins við hæfi að beita gegn stórhættulegum glæpamönnum svo sem eiturlyfjasölum, meintum morð- ingjum eða landráðamönnum. Þessar pólitísku símahleranir á árunum 1949-1968 eru svartur blettur í sögu íslenska lýðveldisins.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.