Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 26

Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 26
26 31. maí 2008 LAUGARDAGUR UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is „Ég skorast ekki undan því að taka þátt í umræðum um þessi mál, síður en svo. Ég hef gert það í marga áratugi, kynnt mér gögnin betur, held ég, en flestir þingmenn hér inni og veit nákvæmlega um hvað ég er að tala þegar ég er að fjalla um þessi mál.“ Björn Bjarnason um hleranir og kalda stríðið. „Þetta lið er með nærsýni eða ilsig og verður að fá frí.“ Ögmundur Jónasson um ríkisstjórnina. Nákvæmninni var fyrir að fara í máli Guðbjarts Hannessonar, formanns félagsmálanefndar, þegar hann kynnti þinginu álit nefndarinnar á frumvarpi um atvinnuréttindi útlendinga og frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins. „Samkvæmt öðrum málslið, annarrar málsgreinar, c-liðar, tíundu greinar frumvarpsins,“ sagði Guðbjartur þegar hann sagði frá því að misræmis gætti í frumvarpinu. Af þessari liða- og greinaupptalningu má glögglega sjá að lög eru stundum leiðinleg lesning. Nákvæmur Ögmundur Jónasson, VG, er svo handviss um að formenn stjórnmála- flokkanna reyni í sumar að halda sérréttindum sínum í lífeyrismálum að hann er ákveðinn í að leggja fram breytingartillögu við væntanlegt frumvarp formann- anna. Ögmundur sagðist á fimmtudagskvöld vita að verið væri að blekkja þjóðina með því samstarfi flokksformannanna sem forsætisráð- herra hafði boðað nokkrum andartök- um áður og því gæti hann boðað breytingartillögur við frumvarpið sem enn hefur ekki verið samið. Sannfærður VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Stjórnmálamenn og við Það er vinsæll samkvæmisleikur að tala illa um stjórnmálamenn. Reglurnar eru einfaldar og þátttökuskilyrðin líka. Það þarf bara að kunna slatta af fúkyrðum og sá sem notar ljótustu orðin vinnur. Að baki býr það viðkvæði að stjórnmála- mennirnir geri ekkert „fyrir okkur“. Þeir hugsi bara um bankana og útgerðarmennina – og svo auðvitað sjálfa sig. Öfugt við aðrar stéttir eru stjórnmálamenn kosnir af þjóðinni og starfa í umboði hennar. Það vill gleymast og sú gleymska getur náð til beggja; kjósendanna sem gera sér illmælgina að leik og stjórnmálamannanna sem láta stundum eins og okkur komi störf þeirra ekki við. Stjórnmálamenn eru eins og annað fólk. Hvorki verri né betri. Og þeir breytast ekki við að vera kallaðir bjánar. Uppnefning er lélegt meðal. Kjósendur geta ekki krafist annars af stjórnmálamönnum en að þeir séu sæmilega trúir sannfæringu sinni, berjist fyrir málunum sem þeir töluðu um í kosningabaráttunni og vandi sig í vinnunni. Höfum líka hugfast að hver sem er getur reynt að komast í félagsskap- inn. Það þarf bara að fara í framboð. Marghamur Í Gunnari Svavarssyni, Samfylkingunni, búa margir menn. Við atkvæðagreiðslu í þinginu á miðvikudag sagðist hann styðja mál, ekki bara sem þingmaður, heldur líka sem sveitarstjórnarmaður, stjórnarmaður í orkufyrirtæki, verkfræðingur, íbúi og orkunotandi. Verið var að vísa frumvarpi um breytingar á lögum á orku- og auðlindasviði til þriðju umræðu. Þrátt fyrir að Gunnar hafi greitt atkvæði sem sex menn réði hann aðeins yfir einu atkvæði. Málið var samþykkt og varð að lögum á fimmtudag. FERÐAST ÞÚ MEÐ GÖMUL DEKK Í EFTIRDRAGI? Nú eru ferðadagar hjá N1. Þú færð ný dekk fyrir hjólhýsið, fellihýsið eða tjaldvagninn hjá Hjólbarðaþjónustu N1. Viðskiptakortshafar fá 25% afslátt af dekkja- skiptingunni á hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum þegar þeir kaupa umgang af nýjum dekkjum. 25% afsláttur af dekkjaskiptingu! WWW.N1.IS Fellsmúla 24, Réttarhálsi 2, Ægisíðu 102, Langatanga 1a, Reykjavíkurvegi 56, Dalbraut 14 Akranesi, Vesturbraut 552 Kefl avík. N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA, SÍMI 440 1000. Þingið fór heim í fyrrinótt eftir að hafa samþykkt 111 frumvörp. Ráðherrar lögðu fram 107 en þingmenn fjögur. Uppskera ríkisstjórnarinnar á nýloknu þingi verður að teljast ágæt. Af 135 frumvörpum hennar voru 107 samþykkt. Af þeim 28 sem út af standa eru flest í nefnd- um en nokkur komust aldrei til umræðu. Þingmenn lögðu fram 76 frum- vörp og hlutu fjögur samþykki. Þau lúta að veitingu ríkisborgara- réttar, breytingum á þingsköpum og innleiðingu aðstoðarmanna fyrir landsbyggðarþingmenn. 58 þingmannafrumvörp voru enn í nefndum við þingfrestun en fjórtán biðu fyrstu umræðu. Af 78 þingsályktunartillögum voru átta samþykktar. 45 eru í nefndum en 24 komust aldrei til umræðu. Á þessu þingi tóku 27 varaþing- menn sæti, flestir fyrir Samfylk- inguna en fæstir fyrir Frjálslynda flokkinn. 111 laga þingi lokið NUDD Það getur verið gott og nauðsynlegt að nudda á sér augun annað slagið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.