Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 33

Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 33
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Bogi Jónsson, blikksmiður og vert á Álftanesi, er ekkert hissa þegar hann er beðinn um að koma í bíladelluviðtal. Hann á tvo fornbíla af bestu gerð. Annar þeirra er Cadillac. Bogi er þekktur fyrir að gera flest sjálfur, hvort sem það er að byggja hús eða gera upp bílana sína. Cadillacinn sem hann er með á hlaðinu á Hliði á Álftanesi kveðst hann hafa flutt inn sjálfur fyrir um fimm árum. „Ég var mikið í gömlubíladellunni þegar ég var um 17-18 ára aldurinn og hélt ég væri alveg læknaður af henni. En þegar ég lenti inn á netversl- unina eBay þá gaus hún upp aftur af tvöföldum krafti. Þegar ég pantaði þennan kádilják sá ég fyrir mér að ég gæti skutlað fólki heim á honum á kvöldin þegar það væri búið að njóta veitinga hjá okkur hér á Álftanesinu því þetta er hálfgerð limúsína sem tekur átta manns. Ég hef reyndar ekki gert það enn þá en ég samþykkti þetta sem ástæðu til að kaupa bílinn eftir miklar samningaviðræður við sjálfan mig sem lengi voru á viðkvæmu stigi.“ Kádiljákinn er 58-módel. Hurðirnar opnast upp á þakið til að fólk þurfi ekki að beygja sig þegar það sest inn. Afturhurðirnar opnast líka í vinkil út þannig að auðvelt er að stíga virðulega inn og út úr bílnum. Stór og mikil rúða gengur upp úr bakinu á bílstjórasætinu svo fólk geti talað saman aftur í án þess að bílstjórinn heyri til og svo er hnúður í mæla- borðinu sem skynjar ef bíll kemur á móti, þá lækka ljósin sjálfkrafa. „Það voru ekki framleiddir nema tæplega 700 svona bílar,“ segir Bogi og bætir við að þessi muni hafa verið svartur í byrjun. „Sá sem ég keypti hann af var búinn að eiga bílinn í tuttugu ár og hann mál- aði hann gráan. Þegar hann keypti hann fylgdi honum sú saga að Kennedy-fjölskyldan hefði átt hann í upphafi. Það má líka alveg fljóta með að Elvis átti líka einn svona svartan og það veit enginn hvar hann er. En það voru engar samlokur eða pilluaf- gangar undir aftursætinu á mínum og það stór- minnkar líkurnar á að um sé bíl kóngsins sé að ræða.“ gun.@frettabladid.is Auðvelt að fara virðulega inn í viðhafnarbílinn Þegar Bogi keypti kádiljákinn fylgdi honum sú saga að Kennedy-fjölskyldan hefði átt hann í upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÆ HÓ OG FLASKA AF ROMMI Sjóræningjahúsið á Patreksfirði verður opnað nú um helgina en það er byggt á frásögnum af komu strandræningja á seinni hluta sextándu aldar. FERÐIR 3 ALLIR Í STRIGASKÓNA Sumarið er komið og tími til að draga fram gömlu strigaskóna eða kaupa sér nýja. Gylltir og silfraðir strigaskór eru með því heitasta þetta árið. TÍSKA 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.