Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2008, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 31.05.2008, Qupperneq 35
][ Sjóræningjahúsið á Patreks- firði opnað um helgina. Sjóræningjahúsið er byggt á frá- sögnum af komu strandræningja á svæðið á seinni hluta sextándu aldar. Í sumar verður sýningin í texta og myndaformi en Ólafur Engilbertsson, sagnfræðingur og sýningarhönnuður, hannaði sýn- inguna og Halldór Baldursson myndskreytti. Í framhaldinu á að setja upp upplifunarsýningu með fígúrum í búningum sem hægt verður að ganga í gegnum. Einnig er hægt að kaupa sér kaffi og með því. Alda Davíðsdóttir, forstöðukona Sjóræningjahússins, hefur haft umsjón með undirbúningsvinn- unni frá upphafi en Sjóræningja- húsið er hennar hugmynd. „Undirbúningurinn hefur geng- ið mjög vel og vinir og kunningjar óeigingjarnir á að eyða helgunum í að aðstoða okkur,“ segir Alda en lokið er við að gera upp hluta hús- næðisins sem hýsir sýninguna í sumar. Hún segir möguleikana óþrjótandi í sjóræningjaþemanu og er þegar komin í viðræður við leikfélagið á staðnum um skemmti- legar uppákomur í sumar. Einnig er hún í viðræðum við handverks- fólk í sveitarfélaginu um gripi fyrir sýninguna. „Mig langar til þess að íbúar á svæðinu hérna geti haft atvinnu í kringum Sjóræningjahúsið. Aðal- atriðið er svo líka að þetta sé gaman og gestir geti tekið þátt.“ Enginn aðgangseyrir verður á sýninguna í sumar en nánar má lesa um Sjóræningjahúsið á vef- síðunni, www.sjoraeningjahusid. is heida@frettabladid.is Sjóræningjarnir koma Forsprakkar Skjaldborgarhátíðarinnar fengu óuppgerða rýmið lánað um hvíta- sunnuhelgina og verða jafnvel haldnir tónleikar þar í sumar. Alda Davíðsdóttir framkvæmdastýra fyrir utan sýningarhúsnæðið. MYND/HAFDÍS ÓSK GÍSLADÓTTIR Stefnt er á að selja minjagripi og muni eftir handverksfólk úr sveitarfélaginu auk fjöldaframleiddra hluta. MYND/HAFDÍS ÓSK GÍSLADÓTTIR París er kölluð borg ástarinnar. Hví ekki að drífa sig til Frakklands í sumar, annaðhvort með ástinni eða bara til að hressa upp á frönskukunnáttuna? Handhægur ferðafélagi og hollur matur ICELAND EXPRESS ER FYRSTA LÁGGJALDAFLUGFÉLAGIÐ Í EVRÓPU SEM BÝÐUR UPP Á AFÞREYINGARKERFI UM BORÐ Í VÉLUM SÍNUM. Iceland Express kynnti, á blaðamannafundi í Berlín í vikunni, nýtt afþreying- arkerfi og aukið framboð á mat í vélum sínum. Afþreyingarkerfið kallar fé- lagið ferðafélagann og í honum má finna úrval kvikmynda, sjónvarpsþátta, barnaefnis og tölvuleikja. Iceland Express er fyrsta lággjaldaflugfélagið í Evr- ópu sem býður slíka þjónustu um borð. Matthías Imsland, forstjóri félagsins, sagði á blaðamannafundinum, sem íslenskum fréttamönnum var boðið á, að búnaðurinn væri hluti af þeirri ímyndarherferð sem félagið fór af stað með í fyrra. „Rekstur félagsins hefur gengið mjög vel og með þessu viljum við skerpa á áherslum okkar.“ Innan nokkurra vikna verður hægt að panta ferðafélagann um leið og flug- miða en hann er nú fáanlegur um borð. Rík áhersla er lögð á að bjóða upp á íslenskt efni eins og Stelpurnar, Svínasúpuna og Strákana. Þá verða dönsku sjónvarpsþættirnir Klovn í spilaranum, Hollywoodmyndir og ýmis- legt fleira. Auk ferðafélagans eru barna- box og matur frá Ávaxtabíln- um meðal nýjunga um borð. „Við gerðum ítarlega könn- un á óskum viðskiptavina og kom í ljós að flestir vildu holl- an og heilsusamlegan mat án viðbætts sykurs og aukaefna,“ sagði Matthías. - ve Á hjóli öll þriðjudagskvöld FÓLKI BÝÐST AÐ FARA Í HJÓLREIÐAFERÐIR MEÐ ÍSLENSKA FJALLAHJÓLA- KLÚBBNUM ÖLL ÞRIÐJUDAGSKVÖLD KLUKKAN 20 Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera næsta þriðjudagskvöld er upplagt að mæta á hjólakvöld hjá Íslenska fjallahjólaklúbbnum. Alla þriðjudaga klukk- an 20 býðst fólki að mæta á stoppistöðina í Mjódd og fara í hjólreiða- túr með félaginu. Allir eru velkomnir í ferðirnar en þyngd ferðanna er höfð þannig að allir geti verið með og eru þátttakendur allt frá 7 ára krökk- um upp í fullorðna einstaklinga. Yfirleitt er hjólað í einn og hálfan til tvo klukkutíma, 10 til 15 kílómetra að jafnaði. Búið er að setja niður allar ferðir sumarsins en meðal annars verður farið að Úlfarsfelli, Gróttu, Elliðaárvatni og 1. júlí verður breytt aðeins út af vananum og mætt að Viðeyjarferju og síðan verður hjólað úti í Viðey. Nán- ari upplýsingar er að finna á heimasíðu klúbbsins, www.fjallahjolaklubburinn. is. - mþþ KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr.–Og þú velur hvar og hvenær þú veiðir! Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Fleiri veiðisvæði!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.