Fréttablaðið - 31.05.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 31.05.2008, Síða 42
 HEIMILISHALD RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR ● Forsíðumynd: Anton Brink tók mynd á heimili Telmu Halldórsdóttur. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvinds- son roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@ frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. ● HÖNNUN Paul Loebach rekur hönnunarstúdíó í New York og sérhæfir sig í viðarhúsgögnum. Hann blandar saman aldagömlum hefðum í handverki og hátækniframleiðslu. Við hönnun grænu innskotsborðanna sótti hann innblástur til bandaríska sértrúarsafnaðarins „Shakers“ og hefðar þeirra: að nýta hvern hlut til hins ýtrasta og að hver hlutur og húsgagn hafi fleiri en einn notkunarmöguleika. Borðin nýtast sem borð, tröppur og skemlar. ● heimili&hönnun G aldurinn við snyrtilegt heimili er skipulag og yfirsýn. Að hver hlutur eigi sinn stað þannig að aldrei liggi neitt eins og hráviði um allt. Frágangurinn kemur af sjálfu sér ef skipu- lagið er gott. Ég hef alltaf séð fyrir mér að heimili mitt geti verið eins og þau sem maður sér í blöðum. Öllu snyrtilega raðað og fersk blóm í vasa á borði. Ég hef staðið í þeirri trú að ég hafi þessa náðargáfu sem þarf til að komast á síður lífstílsblaðanna fyrir snyrtilegt heimili. Segi í hverju einasta atvinnuviðtali að ég sé mjög skipulögð, hafi góða yfirsýn. Enda hef ég mjög gaman af því að raða. Ég raða í lita- röð, stærðarröð eða hvaða röð sem er. Eins geri ég lista. Skrifa niður það sem þarf að kaupa í búðinni og það sem þarf að pakka niður í töskur fyrir ferðalög. Skrifa niður þau verkefni sem liggja fyrir og strika svo vandlega yfir þegar verki er lokið. Planlegg bókstaflega allt sem þarf að gera. Þannig hef ég haldið að ég hafi fullkomin tök á aðstæðum á heimili mínu. „Úff, hér er allt í drasli!“ sagði svo litla skottan einn morguninn þegar við komum fram. Og það var rétt. Þótt hún státi aðeins af tveimur árum þá blöskraði henni ástand- ið. Eldhúsborðið hlaðið blöðum og dóti, dót og drasl í gluggakistum, leikföng úti um allt gólf og ófrágenginn þvottur í sófanum. Yfirhafn- ir sem ekki rötuðu á snagana lágu yfir stólbak í stofunni og kassar sem átti eftir að taka upp úr eftir flutningana í haust, stóðu enn uppi við vegg. Ég varð alveg hissa. Vissi ekki betur en ég hefði skrifað þessi atriði á lista fyrir löngu. Ég gróf mig niður gegnum hrúguna á skrifborðinu mínu og fann hvern listann á fætur öðrum. Þeir voru allir þétt skrifaðir en ekki búið að strika yfir nema örfá atriði. Hvernig gat þetta gerst? Ég fann kippi fara yfir andlitið og skjálfhent reyndi ég að raða listunum upp til að fá yfirsýn yfir stöðuna. Á hverju væri best að byrja, þvott- inum, pappírsfjallinu, leikföngunum, yfirhöfnunum? Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Eftir nokkur andartök og niðurtalningu frá tíu í huganum náði ég tökum á sjálfri mér. Ég settist einbeitt við skrif- borðið og ruddi draslinu til hliðar. Safnaði listunum eldsnöggt saman og hóf að skrifa einn allsherjarlista. Ég fann öryggið koma yfir mig við hvert atriði sem ég kom niður á blað og brosti að vitleysunni í sjálfri mér. Auðvitað hef ég fulla stjórn á ástandinu heima hjá mér, þetta snýst bara um skipulag. Inni í eldhúsi heyrði ég svo í litlu skottunni fá sér kornflex og sturta úr öllum pakkanum yfir borðið. Ég bætti því á listann án þess að blikna. Skipulag og yfirsýn „Ég fann kippi fara yfir andlitið og skjálfhent reyndi ég að raða listunum upp til að fá yfirsýn yfir stöðuna. Á hverju væri best að byrja, þvottinum, pappírsfjallinu, leikföngunum, yfirhöfnunum? “ „Ef einhver myndi taka til í her- berginu þá held ég að mér myndu bara fallast hendur. Ég trúi á reið- una í óreiðunni,“ segir Pálmi Gunn- arsson tónlistarmaður um her- bergi niðri í kjallara sem hann held- ur talsvert upp á. „Ég kalla það skúmaskotið. Hér er ég með tölv- una mína og vinn alla mína vinnu, bæði í tónlist og skrifum. Ég leyfi mér þó ekki að kalla þetta skrif- stofu, þetta er bara svona hola þar sem ég skrifa og dunda mér,“ segir Pálmi sem kveðst ekki gera mikið fyrir herbergið þrátt fyrir að eyða löngum stundum þar inni. „Ég passa mig bara á því að hafa opinn glugga af og til, þannig að maður líði ekki út af. Síðan er nánast eina skraut- ið mitt uppi á töflu en einhvern tím- ann þegar ég kom heim eftir langa útiveru hafði litla dóttir mín skrif- að voða fallega til pabba síns, ég þurrka það ekki út.“ Annar eftirlætisstaður Pálma er tónlistarhornið inni í stofu. „Þar er ég með bassana mína við hliðina á píanói sem er mikið notað af dætr- um mínum. Inn í það horn skríð ég oft til að pikka upp bassann og spila pínulítið,“ segir Pálmi sem kveðst vera afskaplega nægjusamur þegar kemur að innanstokksmunum. „Mér finnst gott að hafa eitthvað gott að sitja í og síðan er ég sjónvarps- og kvikmyndafíkill þannig að ég vil hafa góðar græjur. Svo þarf ég að hafa góða eldavél því ég er mikill matkokkur. Ef þessir hlutir eru í lagi þá er mér eiginlega alveg sama um annað,“ segir Pálmi sem hefur í nógu að snúast þessa dagana. „Ég ásamt nokkrum vel völdum tónlist- armönnum erum að fara að halda tónleika á íslenskri helgi á Græn- landi núna um helgina. Einnig spil- um við á Alþjóðlegu tónlistarhátíð- inni á Akureyri sem hefst 12. júní en þar verða hljómsveitir alls stað- ar að úr heiminum. Síðan er ég að vinna að upptökum með Hrund Ósk Árnadóttur en við stefnum að út- gáfu disks á næstunni,“ segir Pálmi að lokum. mþþ Reiða í óreiðunni ● Pálmi Gunnarsson er með tónlistarhorn inni í stofu og fer þangað oft til að spila á bassann. Einnig eyðir hann löngum stundum í skúmaskotinu sínu niðri í kjallara. „Þetta er smáskot sem ég skelli hljóðfærunum mínum í og er voða gott að sækja í af og til,“ segir Pálmi Gunnarsson um tónlistar- hornið sitt. HEIÐA/FRÉTTABLAÐIÐ Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Vörn gegn brunaslysum frá Danfoss Termix One tengigrind til hitunar á neysluvatni Stillanlegt hitastig neysluvatns Stórminnkar slysahættu af völdum heita neysluvatnsins Jafn þrýstingur á heitu og köldu neysluvatni, lengir líftíma blöndunartækja Léttari þrif, enginn kísill á flísum og hreinlætistækjum Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld í uppsetningu Snyrtileg hlíf fylgir • • • • • • • • www.stillumhitann.is 31. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.