Fréttablaðið - 31.05.2008, Síða 46

Fréttablaðið - 31.05.2008, Síða 46
● heimili&hönnun Fyrir utan að hafa ferðast út um allan heim hefur Telma búið í Dan- mörku, Kosta Ríka og í Brussel. Heimili hennar ber keim af öllu þessu og Telma á marga fallega og spennandi muni frá mörgum löndum. „Ég væri eflaust með meira af stærri hlutum frá ferðalögum mínum, en oft er erfitt að flytja muni á milli landa,“ útskýrir Telma. Telma býr í pínulitlu einbýlishúsi frá árinu 1926 í miðbæ Reykjavík- ur. Á meðan hún bjó erlendis leigði hún húsið því hún gat ekki hugsað sér að selja litla húsið sitt. Á efri hæðinni er Telma með silkiteppi frá Tyrklandi sem henni fannst passa vel við gluggann á ganginum. „Þetta voru fyrstu stærstu kaupin mín og einnig þau skemmtilegustu sem ég hef gert um ævina. Ég var ekki að leita mér að teppi en kaupmennirnir voru afskaplega ágengir en þó alveg ótrúlega kurteisir. Eftir langa mæðu tókst mér að ná verðinu niður um helming og sló til,“ segir Telma. „Styttan mín er frá Suður-Afríku og gerð af myndhöggvara frá Simbabve. Styttuna keypti ég þegar ég ferðaðist um Suður-Afríku í fyrra. Ég féll alveg fyrir henni,“ segir Telma sem bjó í Brussel á þess- um tíma og var lengi að velta því fyrir sér hvernig hún ætti að koma styttunni heim því hún var of stór og of þung til að taka með sér í far- angur. Það var því ákveðið að senda hana með DHL-hraðflutningi, „eins og svo marga af þeim munum sem ég hef keypt mér erlendis“, segir Telma. Málverkið sem prýðir stofuvegginn hjá Telmu er frá Jórdaníu. Það keypti hún þegar hún var að flytja erindi þar í landi. „Ég féll fyrir myndinni en listagalleríið tók ekki kreditkort. Þetta þýddi að ég þurfti að ganga á milli hraðbanka og reyna að safna saman peningum fyrir myndinni. Það má segja að ég hafi sýnt mjög einbeittan eyðsluvilja því ég hafði mikið fyrir því að safna peningunum saman,“ segir Telma og hlær. „Önnur mynd sem er í uppáhaldi hjá mér er kisumyndin mín. Hana keypti ég í Mont Martre í París af alsírskum listamanni. Þegar við fórum að spjalla kom í ljós að hann hafði lengi búið í Danmörku líkt og ég. Þarna stóðum við, Íslendingurinn og Alsírbúinn, og ræddum mynd- list á dönsku í miðri Parísarborg. Það var mjög sérstök stund,“ segir Telma. - kka Heimshornaflakkarinn í litla húsinu ● Telma Halldórsdóttir, lögmaður á lögfræðistofunni Fulltingi, hefur ferðast mikið og búið víða um ævina. Litla húsið hennar við Bragagötu ber þess glöggt merki. Telmu þótti gaman að prútta niður verðið á teppinu sem hún keypti í Tyrklandi. Þessi stytta frá Suður-Afríku vegur tuttugu kíló og því var erfitt að koma henni heim. Telma lagði mikið á sig til að eignast þessa mynd. Kisumyndina keypti hún í París. Litla húsið hennar Telmu er áttatíu og tveggja ára gamalt. Telma Halldórsdóttir lögmaður hefur séð mikið af heiminum. 31. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.