Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 51

Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 51
5 n Á sama ári og Hafn- arfj arðarbær heldur upp á 100 ára afmæli sitt, fagna sóknarbörn Víðistaðasóknar á 20 ára vígsluafmæli kirkjunnar sinnar. Víðistaðakirkja var vígð þann 28. febrúar 1988 og var vegleg afmælishátíð haldin af því tilefni helgina 1. og 2. mars sl. Þegar slíkra tímamóta er minnst er gjarnan horft til baka, en snýst þó fyrst og fremst um að fagna á líð- andi stundu og byggja upp til framtíðar. Afmælishaldið í Víðistaðakirkju miðar að því að efl a, bæta og byggja upp á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið á undanförnum árum. Nú framundan er Stóra Gospelhátíðin sem haldin er í tilefni hundrað ára afmælis bæjarins. Víðistaðakirkja tekur þátt í framkvæmd hátíðarinnar og má segja að það sé jafnframt liður í afmælis- haldi kirkjunnar, sem miðar einmitt að því að efl a kristi- legt starf í söfnuðinum. Hátíðin verður haldin í hjarta sóknarinnar, á hinu fallega svæði framan við kirkjuna, á Víðistaðatúni. Einnig mun hluti dag- skrárinnar fara fram í kirkj- unni, fyrirlestrar, námskeið og tónleikar og má þar sérstaklega nefna styrktar- tónleika ABC starfsins, sem fagnar einmitt líka um þessar mundir 20 ára starf- safmæli sínu. Þar mun fj öldi þekktra tónlistarmanna leggja hjálparstarfi ABC lið. Víðistaðakirkja mun einnig eiga fulltrúa á meðal fl ytjenda á hátíðinni því Stúlknakór Víðistaðakirkju mun syngja undir stjórn Áslaugar Bergsteins- dóttur. Kórinn kemur tvisvar fram, sunnudagana 22. og 29. júní í tengslum við risa sunudagaskóla sem verður haldinn á túninu þessa daga. Vonir standa til að Gospel- hátíðin muni verða vel sótt af fólki sem kemur saman í kristilegum anda til að njóta fj ölbreytilegrar tón- listar sem á það sameigin- legt að boða fagnaðar- erindið á trúarlegum nótum. Er ekki vafi á því að slík hátíð muni jafnframt efl a starf kirkjunnar þegar til lengri tíma er litið. Starfsfólk Víðistaðakirkju hefur lagt sig fram um það á undanförnum árum að byggja upp öfl ugt safnaðarstarf og ekki síst á meðal barna og unglinga – og ætti Gospelhátíðin einmitt að höfða vel til þeirra aldurshópa og raunar allra aldurshópa. Þetta ætti að verða sannkölluð fj ölsklduhátíð. Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Stúlknakór Víðistaðakirkju n Stúlknakórinn varð til árið 2004 þegar ákveðið var að skipta Barna- og unglingakórnum upp í tvo kóra. Áslaug Bergsteinsdóttir stjórnar kórnum, sem syngur við fj öl- skylduhátíðir í kirkjunni og fl eiri tækifæri. Stúlknakórinn mun taka virkan þátt í hátíðinni í sumar og vonum við að sem fl estir komi og hlusti á þessar skemmtilegu ungu stúlkur sem eru að byrja tónlistarferil sinn. Afmæli ABC í Víðistaðakirkju á Stóru Gospelhátíðinni n Í tilefni af afmæli ABC mun starfsmönnum hjál- parstarfsins í 10 löndum verða boðið til landsins og til að taka þátt í hátíðinni. Hvert land verður með styrktartónleika í Víðistaðakirkju og starfsemi hvers lands kynnt, eitt land á dag í 10 daga. Sendiherrar ABC munu aðstoða við kynningar á styrktartónleik- unum, myndasýning og kynning frá hverju landi og skráning styrktaraðila verður á hverju kvöldi. Sendiherrar ABC eru: Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, Guðfi nna Bjarnadóttir alþingismaður og fyrrverandi rektor HR, Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður, Nína Dögg Filippusardóttir leikkona, Ólafur Stefánsson handboltakappi, Ragnar Bjarna- son tónlistarmaður, Selma Björns-dóttir leik- og söngkona, Unnur Birna Vilhjálms-dóttir lögfræði- nemi og alheimsfegurðardrottning, Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður og fyrrverandi utan- ríkisráðherra og Þorsteinn Sigfússon vísindamaður og prófessor við HÍ. Þeir tónlistarmenn sem koma munu fram á þessum 10 dögum verða kynntir í næsta blaði Gospelhátíð- arinnar. Frá vígsluhátíðinni í Víðistaðakirkju Ð U REGGAE NÁMSKEIÐ Þann 29. júní verður Reggae námskeið í Víðistaðakirkju. Hljómsveitin Christa-fari verður með vinnuhóp sem byggist þannig upp að fyrst mun Mark Mohr söngvari Christafari og framkvæmda- stjóri Lion of Zion segja sögu sína og fara létt yfi r það sem er að gerast í Reggae tónlist. Allir sem koma á námskeiðið geta skrifað niður spurningar sínar og mun þeim verða svarað á fyrirlestrinum. Síðan verður gert stutt hlé og kaffi og svo munu þátttakendur geta valið sér hljóðfæraleikara í Christafari til að læra hjá. Liðsmenn Christafari munu fara yfi r Reggae taktinn og kenna þeim sem koma á námskeiðið Reggae greinina. Námskeiðið hentar öllum þeim sem starfa í tónlist og vilja auka þekkingu sína á Gospelreggaetónlist. Mark Mohr 20 ÁRA AFMÆLI ABC
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.