Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 52

Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 52
6 Starf ABC barnahjálpar snýst fyrst og fremst um menntun barna og að sjá til þess að grunnþörfum barna sé mætt. Skólaganga barna Grunnurinn í starfi ABC er menntun barna eins og nafnið ABC barnahjálp ber vott um. Yfi rleitt stunda styrktarbörnin nám í skólum sem ABC hefur haft forgöngu um að setja á fót en í stöku tilfellum í öðrum tiltækum skólum. Innifalið í stuðningi við skólagöngu barna er greiðsla skólagjalda eða beinn kostnaður við kennsluna, skólabækur og ritföng, skólamáltíðir, læknishjálp og skólabúningar. Í sumum tilfellum þarf einnig að sjá börnunum fyrir aðstoð við að komast í skólann. Leitast er við að veita góða menntun með því að hafa hæfi legan fj ölda nemenda í bekk og þjálfa kennara eins og kostur er. Heimavistir og barnaheimili fyrir heimilislaus börn Áhersla er lögð á að mæta þörfum munaðarlausra og heimilislausra barna með barnaheimilum og heima- vist. Götubörnum er boðið heimili og þeim hjálpað til að hefj a eðlilegt líf. Einnig er leitast við að sjá börnum sem koma langt að til að sækja skóla og börnum sem búa við óviðunandi heimilis- aðstæður aðstöðu til að búa á heimavistum ABC á meðan þau stunda nám í ABC skól- unum. Hjálpin sem veitt er á heima- vistum og barnaheimilum ABC er húsnæði, umönnun, fæði, klæði, læknishjálp og ýmis konar uppbyggileg iðja. Má nefna sem dæmi skátastarf, fótbolti og aðrar íþróttir og ýmis konar fræðsla, söngur og leikir. Einnig er leitast við að aðstoða aðstandendur þessara barna ef þörf krefur og mögulegt er. ABC starfar í Pakistan, Indlandi, Filippseyjum, Úganda, Kenýa, Líberíu og Senegal, en verið er að undirbúa starf ABC í Burkina Faso og nokkrum öðrum Afríkuríkjum. Alls styrkti ABC í kringum 10.000 börn í ársbyrjun 2008, en markið er sett á að tvöfalda þann fj ölda á 20 ára afmælisárinu og vera með 20.000 börn í árslok 2008. Af þeim 11.000 börnum sem ganga í skóla fyrir tilstilli ABC í dag eru yfi r 4000 börn í heimavistum eða barna- heimilum ABC. n Pakistan ABC var stofnað í Pakistan árið 2005. Búið er að setja á fót 12 ABC skóla í Pakistan, þar af 4 skóla í húsnæði sem ABC hefur byggt. ABC skólinn í Farooqabad – verið er að byggja tvær kennslustofur ofan á hægri vænginn. Við vígslu ABC skólans í Chack 96 R/B í desember 2006 ABC skólinn í Peshawar vígður í desember 2006 ABC skólinn í Jaranwala – vígður um páskana 2007 Skólabíll ABC í Pakistan Við vígslu skólans í Farooqabad í desember 2006 Verið er að byggja nýjan ABC skóla í Gujranwala, en hinir ABC skólarnir eru reknir í leiguhúsnæði. Samtals eru um 2813 nemendur í ABC skólunum í Pakistan, þar af eru 510 börn í heimavistum ABC. Nú er að hefj ast uppbygging á landskika sem utanríkis- ráðuneyti Íslands lagði fé til að kaupa á árinu 2007. Þar stendur til að byggja grunnskóla og framhalds- skóla auk heimavista. n Indland ABC hóf að styrkja börn á Indlandi árið 1991 í sam- starfi við Mission of Mercy. Voru byggð barnaheimili á Indlandi og í Kambódíu í því samstarfi . Heimili litlu ljósanna í Andhra Pradesh hefur verið megin viðfangsefni ABC barnahjálpar á Indlandi frá árinu 1994. Á heimilinu búa nú um 2500 börn og unglingar og hafa verið byggð fj ölmörg íbúðarhús og skólabyggingar fyrir börnin á heimilinu auk annarrar nauðsynlegrar aðstöðu. Skóli er frá 1. til 10. bekk, ýmis konar verknám, iðnskóli, menntaskóli og háskóli. Nýjasta heimavistin fyrir stúlkur í byggingu á Heimili litlu ljósanna – mars 2008 Svefnvist á Heimili litlu ljósanna Kornabarnahúsið við El Shaddai barnaheimilið í Tamil Nadu El Shaddai barnaheimilið í Tamil Nadu hefur verið byggt upp og rekið af ABC barnahjálp frá árinu 1995. Þar búa um 180 börn. Athvarf fyrir 50 götubörn í Chennai var sett á fót í ágúst 2007. Kvöldskólar eða skóla- miðstöðvar hafa verið settar á fót í 70 Dalítaþorpum í Andhra Pradesh þar sem börn fá ýmis konar aðhlynn- ingu, síðdegishressingu og aðstoð kennara við heima- nám. Miklar byggingafram- kvæmdir standa fyrir dyrum á Heimili litlu ljósanna og El Shaddai barnaheimilinu þegar fj ármagn leyfi r. Brýnustu verkefnin er ný heimavist fyrir yngri stúlkur, nýr barnaskóli og unglinga- skóli fyrir Heimili litlu ljós- anna og verkmenntaskóli fyrir El Shaddai barna- heimilið. n Filippseyjar ABC hefur styrkt börn til náms á Filippseyjum í sam- starfi við Norrænu barna- hjálpina frá árinu 1990. Í dag styrkir ABC á sjöunda hundrað börn gegnum það starf, en hefur nú einnig stofnað ABC á Filippseyjum og munu nokkrir ABC skólar taka til starfa á Luzon og Mindanao eyjum á Filippseyjum þegar nýtt skólaár hefst í júní, þar af er einn með sérdeild fyrir fötluð börn. Hjartans þakkir fyrir að gefa þúsundum barna nýtt tækifæri n ABC barnahjálp fagnar nú tímamótum og vill þakka landsmönnum ómetanlegan stuðning við þúsundir bágstaddra síðast liðin 20 ár. Fjöldi ABC heimila og skóla hefur verið byggður og mikill fj öldi barna hefur útskrifast frá þeim með ýmsar gráður og von um betra líf á þessum 20 árum. Í dag eru um 11 þúsund börn í skólum á vegum ABC barnahjálpar, þar af dvelja um fj ögur þúsund börn á heimilum og heimavistum ABC. Hjartans þakkir kæru stuðningsaðilar fyrir að gefa öllum þessum börnum bjartari framtíð. Stefnan er að gefa sem fl estum fátækum börnum kost á að ganga í skóla og götubörnunum heimili . ABC barnahjálp - 20 ára Upphaf ABC barnahjálpar Fyrir rúmum 20 árum sátu átta einstaklingar og lögðu á ráðin um stofnun ABC hjálparstarfs. Enginn þeirra var þekktur í þjóðfélaginu en það var hugsjón, vilji og trú sem einkenndi þennan fámenna hóp. Frá því að þessir fundir voru haldnir í heimahúsi hefur margt gerst. ABC barnahjálp starfar nú í mörgum löndum og sér fyrir æ fl eiri börnum. Hugsjónin er stór og starfi ð vex hröðum skrefum. Heimavist yngri drengjanna á Heimili litlu ljósanna á Indlandi Takk Ísland! Þessi opna er afmælisgjöf Fréttablaðsins til ABC
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.