Fréttablaðið - 31.05.2008, Side 55

Fréttablaðið - 31.05.2008, Side 55
9 n Biblían talar um góðan Guð og sannarlega er hann bara góður. Í Rómverjabréfi nu 12:2 stendur “Lærið að skilja hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.” Margir hafa ranga mynd af Guði og halda að hann sé reiður Guð eða grimmur, sem lemur okkur og leiðir okkur inn í allskonar erfi ðleika til að við lærum af þeim, en þannig er Guð ekki. Guð þráir að við skiljum að hann vill gefa okkur líf fullt af hinu góða, hinu fagra og hinu fullkomna. Guð gaf okkur það besta sem hann átti, son sinn Jesú, tökum við þessari gjöf og lærum að lifa í vilja Guðs. Högni Valsson & Lilja Ástvaldsd. Af hverju Alfa? n Það var fyrir rúmum þremur árum sem ég fór á Alfa nám- skeið í Veginum. Ég hafði verið að fara með strákinn minn í barnastarfi ð veturinn á undan og þegar ég sá Alfa auglýst ákvað ég að skella mér. Ég komst ekki á kynningarkvöldið en eftir fyrstu kennsluna ákvað ég að halda áfram og klára námskeiðið. Þegar farið var yfi r sögulegan bakgrunn Biblíunnar og ég sá allar heimildirnar um hana og þá sem hún fj allar um gerði ég mér ljóst að þekkingu minni var meira ábótavant en mig grunaði. Margt af því sem við teljum vera staðreyndir er í raun byggt á miklu veikari grunni en frásagnir Biblíunnar. Samt drögum við hana í efa en gleypum við öðru sem er varla meira en hugleiðingar einhverra manna. Vísindi dagsins í dag eru í óða önn að afsanna upp- götvanir vísinda gærdagsins. Þegar námskeiðið var rúmlega hálfnað kom að Alfa helginni. Hún var haldin í Hlíðardals- skóla og þar var stjanað við mannskapinn. Leiðbeinendurnir gerðu sitt ítrasta til að fólkinu liði vel og hefði gaman af. Þeir útbjuggu morgunmatinn fyrir okkur og síðan kom fólk úr kirkjunni og eldaði matinn og lagði á borð fyrir okkur. Þvílík þjónusta! Á laugardagskvöldinu var haldin samkoma og þá mætti fólk með hljóðfæri og spilaði yndislega lofgjörðartónlist fyrir okkur. Síðan var okkur boðið fram til fyrirbænar og þá ákvað ég að fara fram og bað frelsisbænina ásamt hópleiðtogum mínum. Síðan þá hef ég tilheyrt Jesú og sótt samkomur í Veginum. Ég hvet alla til að fara á Alfa sem hafa áhuga á að dýpka skilning sinn á Biblíunni og Guði. Því við erum ekki tilviljun, við höfum hlutverk. Námskeiðið er bæði mjög fræðandi og skemmtilegt og byggir upp góðan anda í hópnum. Kveðja, Jóhannes Sigmarsson Ókeypis fræðsla á miðvikudögum fyrir alla sem komast að degi til n Undanfarna mánuði hafa verið fræðslustundir í Veginum á hverjum miðvikudegi kl. tvö e.h. Oftast hefur Eiður Einarsson fyrrverandi forstöðumaður Vegarins verið með ýmis biblíu- leg efni og frásögur af miklum vakningum og trúarhetjum fyrri tíma. Eftir fræðsluna gæðir fólk sér á kaffi og vöffl um og nýtur þess að ræða saman. Það er hlé á þessu í sumar frá 1. júní og lestrarnir byrja svo aftur í haust. DÚNDUR DAGSKRÁ n Allir dagar eru DÚNDUR DAGAR í Veginum því það er alltaf eitthvað að gerast og nefnum við hér það helsta: Á föstudagskvöldum er eldheitt unglingastarf sem byrjar kl. 20. Foreldrar gefa þessum stundum góð meðmæli því hér er um algjörlega heilbrigða skemmtun að ræða án vímuefna í góðu og öruggu umhverfi . Oft teygist stundin langt fram á kvöld því fj örið er svo mikið hjá krökkun- um. Fjöldi foreldra óska þess að unglingarnir þeirra komist í heilbrigðan félagsskap um helgar í stað þess að sjá á eftir þeim í miðbæ Reykjavíkur. Allir unglingar eru meira en vel- komnir á þessar stundir. Á sunnudagsmorgnum kl: 11 mæta foreldrar og börn saman. Starfi ð er aldursskipt og er skiptingin þannig; ungbarna- starf 1-3 ára, barnastarf 3-9 ára og krakkastarf 9-12 ára. Það eru ekki bara foreldrar sem tilheyra Veginum sem mæta, heldur líka fólk sem velur og vill að börnin sín fái að taka þátt í fj örugu kristilegu starfi . Til uppfræðslu í sunnudagsstarfi nu er notast við tónlist, brúðuleikhús og að sjálfsögðu kærleika. Einnig er séð til þess að foreldrarnir þurfi ekki að láta sér leiðast á meðan því fl esta sunnudagsmorgna er boðið upp á fyrirlestra. Morgun- samkomurnar eru þó ekki yfi r sumartímann. Á sunnudagskvöldum kl: 19 eru samkomur fyrir allan aldur. Vegurinn hefur alltaf verið þekktur fyrir skemmtilegar samkomur fullar af lífi og kröftugri lofgjörð enda hefur kirkjan gefi ð út mikið af lof- gjörðar og Gospeltónlist. Á þessum sunnudagskvöldum kemur fólk hvaðanæva að enda eru allir velkomnir. Margir nýta sér í leiðinni að koma við í bóka- búðinni sem er landsþekkt fyrir frábært úrval en hún er opin eftir allar samkomur og einnig á virkum dögum. Námskeið Að sættast við fortíðina n Þetta námskeið byggist á biblíulegum grunni og veitir hagkvæma hjálp til að sigrast á tilfi nningalegum og andlegum hindrunum í samfélagi við Guð og menn og leiðbeinir fólki inn á braut fyrirgefningar, lækning- ar og vonar. Unnið er í stuðningshópum, 5-6 manns í hóp ásamt leiðbein- anda. Námskeiðið stendur yfi r í 12 vikur og er mjög vel af því látið. Sálgæsla & fyrirbæn n Kirkjan bíður upp á sálgæs- luviðtöl fyrir þá sem þurfa að fá aðstoð. Þá er gott að koma á hlutlausan stað og fá fyrirbæn og ráðgjöf út frá orði Guðs. Sálgæsluráðgjafar hafa hlotið menntun frá ýmsum biblíuskólum, m.a. frá Arken í Svíþjóð þar sem slíkt er kennt. Jes. 9:6 - Nafn hans skal kall- að Undraráðgjafi , Guðahetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. Alla virka daga er hægt að hringja í kirkjuna og fá fyrirbæn eða legga inn bænarefni í síma 564-2355. VEGARINS ALLIR GETA TEKIÐ ÞÁTT Í SKEMMTILEGUM LOFGJÖRÐARSÖNG n Vegurinn hefur alltaf verið þekktur fyrir skemmtilegar samkomur fullar af lífi og kröftugri lofgjörð og hefur kirkjan gefi ð út mikið af lofgjörðar- og Gospeltónlist í gegnum árin. Áheyrendur geta tekið þátt í söngnum og enginn í salnum þarf að vera mikill söngsnillingur til þess að syngja með. n Á samkomum er söngtextum varpað á skjá fremst í salnum til þess að fólk geti tekið þátt og sungið með og upplifað áhrif lofgjörðartónlistar. Að tjá sig í söng til Guðs er mikil, uppbyggjandi lífsreynsla segja allir þeir sem hafa komist á bragðið. Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogur, Sími 564 2355, www.vegurinn.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.