Fréttablaðið - 31.05.2008, Síða 57

Fréttablaðið - 31.05.2008, Síða 57
n Fríkirkjan Kefas var stofnuð árið 1992 og hefur vaxið og dafnað síðan. Orðið Kefas þýðir klettur og varð því fyrir valinu sem nafn kirkjunn- ar. Kirkjan boðar fagnaðarerindið um Jesú Krist og að hann sé sá eilífi klettur sem hægt er að byggja líf sitt á. Í honum er að fi nna fyrirgefningu synda, von og líf. „Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til min kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.“ Jóh. 6:35 Árið 2000 hófst mikið átak hjá kirkjunni og hafi st var handa við að byggja eigið húsnæði undir alla starfsemi kirkjunnar að Vatnsenda eða þar sem nú er Fagraþing. Húsnæðið er nú fullklárað og þar er góð aðstaða fyrir samkomur, barnastaf, unglingastarf og margt fl eira. Einnig er þar fallegur veislusalur sem vinsælt er að leigja fyrir ýmiskonar veislur. Kirkjan stendur á einum fegursta stað Kópavogs- bæjar þar sem náttúran birtist í allri sinni dýrð. Það er einkar hrífandi að horfa frá kirkjunni út yfi r Elliðavatnið og að Heiðmörk ásamt því að sjá fj allahringinn frá Bláfj öllum til Esjunnar nema við himin. Tónlistin n Tónlistin skipar stóran sess í starfi kirkjunnar. Árið 2001 voru gefnir út tveir geisladiskar sem heita “Til Konungsins” og “Í þinni nærveru”. Hægt er að hlusta á lög af diskunum á heimasíðu kirkjunn- ar: www.kefas.is. Tónlistarhópur Kefas tekur þátt í Gospelhátíðinni í sumar. Starfsemi Fríkirkjunnar Kefas v Almennar samkomur o kl. 20:00 á sunnudögum yfi r sumartímann. o Á samkomum er tónlist, bæn, prédikun, fyrirbænir og fl eira. v Barnastarf á samkomum yfi r vetrartímann o Góð aðstaða er fyrir barnastarfi ð á efri hæð kirkjunnar. o Börnin biðja fyrir sínum bænarefnum, fá fræðslu og uppbyggingu, syngja, fara í leiki, föndra o.fl . v Sunnudagaskóli o er alla sunnudaga yfi r skólaárið frá 11-12. o Lífl eg kennsla, mikill söngur og brúðuleikur. v Unglingastarf o Samkomur eru einu sinni í viku. Tónlist, prédikun og spjall. v Alfa námskeið o Alfa námskeið hefur verið í Kefas undanfarin ár og hefst nýtt námskeið nú í haust. v Fræðslur o eru reglulega í kirkjunni um Biblíuna og margvísleg málefni. v Karlastarf o Karlarnir hittast reglulega og eiga saman hressilegar stundir. v Mót o Af og til heldur kirkjan fj ölskyldumót rétt fyrir utan bæinn sem fela í sér fræðslustundir, samkomur og skemmtun v Minningarsjóður o Kirkjan starfrækir minningjarsjóð sem ætlaður er til að aðstoða þá sem þess þurfa, t.d. með úthlutun á matargjöfum fyrir hver jól. Árið 2006 var sjóðurinn nefndur eftir Árna Kr. Hanssyni sem lést það ár, 99 ára að aldri. Sjóðurinn starfar nú í minningu hans. Kefas · Fagraþingi 2a við Vatnsendaveg Jakob Dagur, 4ra ára Lúkas Páll, 3ja ára Geir Jón, 4ra ára Hugleiðingar sunnudagaskólastráka Sunnudagaskóli n Sunnudagaskólinn tók til starfa í janúar 2007 og er alla sunnudaga yfi r skólaárið frá 11-12. Þar er mikið sungið, hlustað á Biblíusögur, litað, brúður koma í heimsókn og svo er boðið upp á snarl. Kennslan er lífl eg og oft með leikrænum tilburðum, einu sinni kom t.d. Móse sjálfur í heimsókn. Skólinn er sérstaklega hugsaður fyrir börn af Vatnsenda-svæðinu en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. www.kefas.is n Heimasíða kirkjunnar, www.kefas.is, býður upp á ýmsar fréttir og fróðleik. Á síðunni er einnig spjall- borð þar sem hægt er að ræða um heima og geima. Líttu við! FRÍKIRKJAN Er gaman í sunnudaga- skólanum? Já Hvað er skemmtilegast að gera í sunnudagaskólanum? Leika mér í körfubolta, leika með Jakob Dag, líka leika með Geir Jón. Gaman að því. Hvað er uppáhaldslagið þitt í sunnudagaskólanum? Jesús er besti vinur. Það er fl ott. Hvar á Jesús heima? Í loftinu. Og Guð. Hann er pabbi Jesú. Hvað gerir Jesús allan daginn? Skoða tunglið og sólina og skýin. Hvað borðar Jesús? Grjónagraut. Kanntu Faðirvorið? Já, Faðir vor þú sem ert svo cool. Hvar er Jesús? Í hjartanu. Viltu fi nna, hann er að banka. Hver er Jesús? Guð & hann er besti vinur barnanna. Hvað gerið þið í sunnudaga- skólanum? Leika, dansa, lita, veiða fi ska & skemmti- legast er að fara í tölvuna. Hvað gerirðu þegar þú ert hræddur? Spyrja bara Jesú. Hvað spyrðu hann um? Ég er hræddur Jesú, viltu hjálpa mér & svo fer ég upp í pabba rúm. Er gaman í sunnudaga- skólanum? Já! Hvað gerir þú í sunnudagas- kólanum? Leika og syngja Hvaða lag er skemmtilegast? Sól, sól skín á mig & Kalli litli kónguló Hvar á Jesús heima? Í kirkjunni Hvað borðar Jesús? Fisk, eitthvað kjöt & krumma & uglu Fyrsta skófl ustungan Grunnurinn kominn Burðarbitar reistir Glæsilegt útsýni Mynd að komast á húsið Húsið fullbúið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.