Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 60
● heimili&hönnun
„Þegar ég lít á allar þessar myndir hlaðast upp hlýlegar minning-
ar sem hafa góð áhrif á sálina,“ segir Sólveig Pétursdóttir, fyrr-
verandi dómsmálaráðherra, og sýnir eftirlætishilluna sína í eld-
húsinu þar sem hún hefur stillt upp myndum af þeim sem henni
eru kærastir. Hillan er rétt við eldhúsborðið þar sem fjölskyld-
an situr gjarnan, borðar saman og ræðir málin. „Þegar við flutt-
um á Fjólugötuna fyrir nokkrum árum fékk ég þetta eldhús með
útskoti og gluggum og góða hillu við. Ég byrjaði að safna mynd-
um á þessa hillu af þeim sem mér þykir vænt um og vil hafa ná-
lægt mér, eins og eiginmanni, börnum og barnabörnum og fjöl-
skyldunni almennt,“ segir Sólveig. „Meðal annars eru hér myndir
af þeim sem farnir eru frá okkur en ég hugsa oft til með ástúð og
söknuði eins og föður mínum og tengdaforeldrum.“ - gun
HILLAN MÍN
Með ástvinina hjá sér
Sólveigu finnst notalegt að hafa myndir af fólkinu sínu nálægt sér.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Lífgað upp á
forstofuna
Þ essi skemmtilegi límmiði frá danska hönnunarfyrirtækinu
Ferm Living er tilvalinn til þess að
lífga upp á forstofuna eða ganginn.
Hefðbundnir fatastandar þvælast
bara fyrir en þessi er alltaf á sínum
stað. Um er að ræða svart límmiðatré
sem þú skellir á vegginn og síðan
þarf bara að finna fallega snaga til að
festa á greinarnar.
Verslunin Sirka á Akureyri selur
vörur frá Ferm Living og límmiðann
góða má nálgast í vefverslun þeirra á
slóðinni www.sirka.is.
Límmiðinn
er 70 cm á
breidd og
185 á hæð.
Sjómanna dagurinn
Sendum sjómönnum og fjölskyldum
fleirra okkar bestu kve›jur
Vinningur í hverri viku
31. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR20