Fréttablaðið - 31.05.2008, Síða 82

Fréttablaðið - 31.05.2008, Síða 82
42 31. maí 2008 LAUGARDAGUR G eturðu hringt aftur eftir tíu mínútur, ég er nefnilega á smá símafundi,“ svarar Atli. Klukkan er þá varla orðin níu að morgni í Kaliforníu og umræddur símafundur hafði staðið yfir í dágóðan tíma. Þannig virkar víst Hollywood, aldrei frí og sá sem er utan þjónustusvæðis getur misst af stóra tækifærinu. Tíu mínútum síðar, nánast upp á mínútu, er Atli hins vegar laus allra mála. „Ég var að ræða við leikstjóra The Code, Mimi Leder. Við vorum að fara yfir nokkur atriði. Já, yfirleitt eru leikstjórar og tón- skáld í góðu sambandi þótt það sé auðvitað persónubundið. Þetta eru náttúrlega hugar- verk þeirra og mitt hlutverk er fyrst og fremst að efla þá smíði og útfæra þá hugmynd sem leikstjórinn gengur með í maganum,“ útskýrir Atli. Náði ekki upp fyrir hljómborðið En áður en leiðin liggur yfir Atlantshafið er rétt að hefja ferðina með því að þeysast yfir Hellisheiðina og halda til höfuðstaðar Norðurlands, Akureyrar. Tónlist hefur alltaf leikið stórt hlutverk í lífi tónskáldsins. Heimilið var ákaflega músíkalskt, faðir hans, Örvar Kristjánsson, er landsmönnum að góðu kunnur fyrir harmóníkuspil sitt en Atli gleymir þó ekki móður sinni, Hildi Svövu Karlsdóttur. „Mamma var mikið í kórastarfi og hélt tón- listinni ekki síður á lofti en pabbi.“ Það þóttu því kannski ekki nein stórtíðindi á heimilinu þegar sonurinn fór að læra á píanó og orgel hjá frænda sínum, Áskeli Jónssyni. Leiðin lá síðan í tónlistarskóla Akureyrar þar sem Atli hlaut eldskírn sína í að koma fram á opinberum vettvangi. „Maður spilaði á trompet í kirkjunni, lék á kvöldin undir hjá Leikfélagi Akureyrar og spilaði svo á hljóðgervil með hljómsveitum á vínveitingahúsum. Ég var ekki nema tólf til þrettán ára og náði varla upp fyrir hljóm- borðið af því ég var svo lítill,“ segir Atli og hlær að minningunni. Árið 1986 urðu síðan hálfgerð straum- hvörf í lífi Atla þegar hann, ásamt eldri bróður sínum, Karli og fleiri mætum mönn- um, stofnaði hljómsveit sem upphaflega var hugsuð til að hala inn smá vasapeningi með spilamennsku á dansiböllum. „En þetta vatt upp á sig, árið eftir unnum við Músíktil- raunir, gáfum út plötu og þessu fylgdi mikið tónleikahald. Ég man að skólastjórinn í tón- listarskólanum sagði við mig á þessum tíma að nú hefði ég orðið poppinu að bráð.“ Popp- ið hélt áfram að vera örlagavaldur í lífi Atla eftir að Stuðkompaníið var lagt á hilluna. Hann fór að spila með einni vinsælustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Eftir fylgdi spilamennska með SS Sól og Todmobile. En svo fannst Atla nóg komið og vildi breyta til eftir að hafa unnið fyrir sér sem atvinnumaður í tónlist öll unglings- árin. Ást við fyrstu sýn Ameríku-ævintýrið hófst því í Boston fyrir fimmtán árum. Hljómborðsleikarinn ákvað að halda utan til náms í tónlist eftir tón- leikabröltið og harkið á Íslandi en hafði ekki alveg gert upp við sig hvers konar nám yrði fyrir valinu. „Ég var mikið að spá í djass á þessum tíma en vildi ekki einskorða mig við eina stefnu. Hugurinn stefndi til Evrópu, Vínar, London eða París, en Boston varð ofaná vegna Berklee-tónlistarháskólans. Þar var hægt að læra allt frá því að vera metalgítarleikari yfir í að spila á óbó með sinfóníuhljómsveitinni. Fjölbreytnin réð því eiginlega úrslitum.“ Atli skráði sig fyrst í píanónám en ákvað fyrir forvitnis sakir að taka eitt námskeið í kvikmyndatónlist. „Ég hafði alltaf haft áhuga á kvikmyndatónlist og eftir fyrsta tíma voru örlög mín ráðin. Þetta var eiginlega ást við fyrstu sýn.“ Atli segist alltaf hafa kunnað vel við sig í Boston. Borgin sé evr- ópsk, írskur andi liggi yfir öllu og byggingarlistin ekkert ólík þeirri sem sjá má í London. „Boston er líka gömul borg, þarna er mikil saga og þetta hafði allt mikið að segja.“ Hann segir þetta líka hafa verið góð ár til að vera í Banda- ríkjunum, Bill Clinton var nýorð- inn forseti þegar hann kom út og ferskir vindar blésu um amerískt þjóðfélag. „Og svo skemmdi ekki fyrir að það var mikið af Íslend- ingum í Boston á þeim tíma sem ég var þarna og reyndar svo margir að ég hefði alveg eins getað verið í miðbæ Reykjavíkur að læra.“ En meðal þeirra sem stunduðu nám á þessum árum var Kári Stefánsson, forstjóri deCode, og fleiri málsmetandi menn úr athafnalífinu. Boltinn fer að rúlla Boston verður hins vegar seint hafin upp til skýjanna sem ein- hver kvikmyndaborg og því nán- ast óhjákvæmilegt að leið hins nýútskrifaða kvikmyndatón- skálds lægi til Los Angeles. Árið 2001 bárust fréttir af því til Íslands að stórhuga menn með handritshöfundinn og leikstjór- ann Sigurbjörn Aðalsteinsson hygðust gera fyrstu „íslensku Hollywood-kvikmyndina.“ Kvik- myndaleikarinn Burt Young tók að sér aðal- hlutverkið og heima á Íslandi fylgdust menn með hverju spori. Kvikmyndin bar heitið The Wager og lítið hefur farið fyrir henni í íslenskri kvikmyndasögu. Atli samdi hins vegar tónlistina en er gerð myndarinnar þó eftirminnilegri fyrir aðrar sakir. „Já, ég og Anna, konan mín, við kynntumst við gerð myndarinnar. Eiginlega bara fyrir tilviljun. Hún sá um sviðsskreytingar og propps en ég um músíkina og við kynntumst í lokahófi eftir að tökum á myndinni lauk,“ segir Atli en þau eiga von á sínu fyrsta barni í sumar. „Ég á síðan eina dóttur frá fyrri tíð, Hildi Svövu, sem nú er að verða sautján ára. Hún kemur alltaf til okkar einu sinni á ári og við reynum að ferðast saman.“ Atli viðurkennir að það sé alltaf gott að fá Hildi út, hún komi með Ísland með sér. „En það er aftur á móti líka gott fyrir hana að koma út og fá tæki- færi til að kynnast öðru umhverfi og öðrum skoðunum.“ Hollywood er hins vegar ekki bara glamúr þar sem gull og grænir skógar eru handan við hornið. Að koma sér áfram í þessu fagi krefst mikillar vinnu og þol- inmæði og oft þurfa menn að vinna undir stjórn „stærri“ nafna sem fá síðan allt lofið þegar vel gengur. En Atli telur sig hafa verið ákaflega lánsaman þegar hann komst í kynni við Hans Zimmer, eitt virtasta og vinsæl- asta tónskáldið í Bandaríkjunum. „Zimmer er mikill snillingur. Og það var mikið gæfuspor á mínum ferli að fá tækifæri til að vinna með honum. Zimmer gerir mikla kröfur til sjálfs sín og þar af leið- andi til allra í kringum sig. En hann er líka mjög sanngjarn og hikar ekki við að gefa þeim kredit sem eiga það skilið. Ólíkt mörg- um öðrum í þessum geira er hann ekkert smeykur við að útskrifa fólk úr sínu teymi og gefa því tækifæri að standa á eigin fótum,“ segir Atli en meðal kvikmynda sem hann vann með Zimmer að má nefna Pirates of the Caribb- ean og Simpsons: The Movie. Vantage Point skipti sköpum Eftir að Atli „útskrifaðist“ úr skól- anum hjá Hans Zimmer var fyrsta verkefni hans upp á eigin spýtur kvikmyndin Vantage Point sem skartaði stórstjörnum á borð við Sigourney Weaver, Dennis Quaid og Forest Whitaker. Strax á eftir fylgdi Babylon AD þar sem hasarhetjan Vin Diesel fer með aðalhlutverkið en sú mynd verður frumsýnd í ágúst. „Velgengni Vantage Point skipti miklu máli fyrir minn feril og leiddi af sér ný verkefni. Það er enginn skort- ur á góðum tónskáldum í Hollywood, síður en svo. En menn eyða blóði, tíma og tárum í að búa til bíómyndir og það er mikið fjármagn sem býr að baki hverri mynd. Fólki er því meinilla við að láta mönnum, sem þeir þekkja engin deili á, í té einhver verkefni og ég var því nokkuð heppinn. Erfiðasti hlutinn við að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum er nefnilega að koma sér upp góðu tengslaneti,“ útskýrir Atli en eftir að Vantage Point var frumsýnd snemma á þessu ári hafa tvær aðrar kvikmyndir bæst í sarpinn: The Code með Antonio Banderas og Morgan Freeman í aðalhlutverkum og Whiteout með Kate Beckinsale. Atli vill hins vegar ekki meina að hann skauti á svelli heimsfrægðarinnar. „Ég myndi kannski meira segja að ég væri kominn með fótinn inn fyrir þröskuldinn. Þetta byggist ef til vill á því að sýna og sanna að maður valdi nokkrum stórum verkefnum í röð og þá er aldrei að vita hvert áframhaldið verður. Hans Zimmer gaf mér eitt heilræði þegar ég vann að Vantage Point og það var setninginn: „Það eina sem þú þarft að gera núna er að klúðra þessu ekki.“ Evrópa heillar Atli ætlar að taka sér gott frí eftir þessa miklu törn. Kannski bæta einni mynd við en eyða svo tímanum með eiginkonunni og erfingjan- um. „Menn verða að vera svolítið mikið í fimmta gír þegar þeir eru komnir á fulla ferð en maður verður líka að passa sig á því að endurtaka sig ekki og ég ætla að leggja höfuð- ið í bleyti eftir þetta.“ Hann bætir því hins vegar við að hann sjái ekki mikið eftir öllum þeim tíma sem fari í vinnuna, þetta sé eitt- hvað sem honum finnist skemmtilegast að gera og þegar verkefnin eru næg geti hann ekki kvartað. Atli viðurkennir að um leið og honum hafi tekist að skapa sér gott orðspor verði Los Angeles ekki endilega endastöðin. „Þetta er orkufrek borg, ef svo má að orði komast, og hérna er ákveðinn lífstíll sem ég er ekkert viss um að vilja endilega vera hluti af að eilífu. Ég er mikill Evrópubúi og kann vel við mig á suðrænum slóðum álfunnar eins og í Frakklandi og Ítalíu. Ég vann mikið af tónlist- inni við A.D Babylon í París og kunni því ákaf- lega vel. Ég sé mig fyrir mér vinna mikið í Evrópu og tæknin á eftir að geta skipt sköp- um með það. Jú, að vinna á Akureyri, ekki spurning. Við reynum annars að koma til Íslands allavega tvisvar á ári og maður finnur hvað það gerir okkur gott, að hlaða batteríin og losa sig við allt sem hefur safnast fyrir hér.” Ekki í boði að klúðra Akureyringurinn Atli Örvarsson hefur náð þeim óvenjulega og merka árangri að semja tónlist við fjórar, stórar Hollywood-kvik- myndir sem allar verða frumsýndar á þessu ári. Í samtali við Frey Gígju Gunnarsson viðurkennir tónskáldið að hann sé kominn með annan fótinn inn fyrir háan þröskuld Hollywood. HLEÐUR BATTERÍIN Á ÍSLANDI Los Angeles er orkufrek borg og því finnst þeim hjónakornum Atla og Önnu gott að koma til Íslands og hlaða batteríin. Í ABBEY ROAD Atli kann vel við sig í Evrópu og þótti gott að geta samið tónlistina við Babylon AD í Evrópu. Hér er hann í Abbey Road að stjórna strengjasveit við upptökur. ...að Atli kom að gerð tónlistarinnar við kvik- myndina Iron Man ...að tónlist Atla var leikin við útskrift úr skól- anum hans í Boston ...að Atli samdi töluvert mikið af tónlist við sjónvarpsþættina Law and Order ...að Law and Order eru ekki einu lögreglu- þættirnir sem Atli hefur komið að því hann samdi einnig mikið fyrir NYPD Blue ...að Atli hefur komið fram í tveimur íslenskum kvikmyndum: Veggfóðri og Stuttum Frakka. Í báðum þeirra var hann hljómborðsleikari Sálarinnar. ➜ VISSIR ÞÚ Maður spilaði á trompet í kirkjunni, lék á kvöldin undir hjá Leikfélagi Akureyrar og spilaði svo á hljóð- gervil með hljómsveit- um á vín- veitingahús- um.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.