Fréttablaðið - 31.05.2008, Qupperneq 84
44 31. maí 2008 LAUGARDAGUR
Í dag eru 35 ár liðin síðan
Richard Nixon og Georges Pomp-
idou, þáverandi for-
setar Bandaríkjanna
og Frakklands, hittust
á fundi í Reykjavík, en
aðalefni hans var nýr
Atlantshafssáttmáli.
Gífurlegur undir-
búningur var af hálfu
íslenskra stjórnvalda
vegna fundarins og
skipulögð meiri lög-
gæsla en dæmi voru um á Ís-
landi. Kjarvalsstaðir, þá nýbyggt
myndlistarhús á Miklatúni, þótti
hentugastur fundarstaða því
auðvelt var að hafa auga með
mannaferðum í kringum húsið.
Meðan á Íslandsdvölinni stóð
bjó Pompidou í húsi Alberts Guð-
mundssonar að Lauf-
ásvegi 68, en Nixon í
bandaríska sendiráð-
inu. Vakti mikla at-
hygli þegar bandaríski
forsetinn fór í göngu-
ferð um miðborg
Reykjavíkur og tók
vegfarendur tali. Kom
á óvart hversu alþýð-
legur hann var og
glaðsinna. Nixon bar sig vel þótt
heima ætti hann í vök að verj-
ast vegna Watergate-málsins, en
ári eftir fundinn varð hann fyrstur
Bandaríkjaforseta til að segja af
sér. Pompidou lést ári síðar.
ÞETTA GERÐIST: 31. MAÍ 1973
Forsetar í Reykjavík
BROOKE SHIELDS LEIKKONA ER
43 ÁRA
„Ekki sóa mínútu af lífi þínu
í eymd, volæði eða óham-
ingju. Ef einn gluggi lok-
ast, hlauptu hratt að þeim
næsta – eða brjóttu niður
næstu hurð.“
Brooke Shields lék barnunga
vændiskonu í Pretty Baby að-
eins tólf ára gömul. Hún er
enn atkvæðamikil leikkona og
hefur skrifað metsölubók um
fæðingarþunglyndi.
Á morgun verður Hafnarfjörður aldar-
gamall, en sama dag eiga 85 íbúar bæj-
arins afmæli. Eiríksína Kr. Ásgríms-
dóttir, bókmenntafræðingur og eitt
afmælisbarnanna, hefur boðið þeim
öllum, og í raun bæði landi og miðum, í
hádegishóf á nýjasta torgi bæjarins.
„Afmælisdag minn og 84 annarra
Hafnfirðinga ber upp á sama dag og
bærinn okkar blæs til stórveislu í til-
efni 100 ára afmælis. Ég vonaðist lengi
eftir að bæjaryfirvöld ætluðu sér að
gera eitthvað sérstakt fyrir afmælis-
börn bæjarins á þessum merka degi,
því vegna hátíðahaldanna er okkar af-
mælisdegi hálfpartinn stolið,“ segir
Eiríksína sem býr svo vel að búa
við splunkunýtt og skrautlegt torg í
bakgarðinum.
„Lengi vel hélt ég að torgið væri af-
mælisgjöf til mín en líklega er þarna
komin ein af afmælisgjöfum til allra
Hafnfirðinga. Torginu hefur enn ekki
verið gefið nafn, en ég hef ákveðið að
kalla það 1. júní-torg, okkur afmæl-
isbörnum Hafnarfjarðar til heiðurs,“
segir Eiríksína sem á morgun býst við
dásamlega eftirminnilegri afmælis-
veislu á torginu sem stendur bak við
Byggðasafn Hafnarfjarðar við Vestur-
götu.
„Þangað vil ég bjóða öllum Hafnfirð-
ingum sem fæddust 1. júní, og að sjálf-
sögðu öllum Íslendingum sem vilja sam-
fagna afmælisbörnunum. Án íbúanna
er enginn bær og vitaskuld þurfa þeir
Hafnfirðingar sem eiga afmæli á morg-
un að fá sína athygli á afmælisdaginn.
Ég veit að bæjarstjórinn er mennt-
aður bakari og væri ansi gaman ef
hann kæmi með eina hnallþóru undir
hendinni í gleðskapinn. Sjálf mun ég
gefa öllum afmælisbörnum afmæli-
skerti, köku og eitthvað að drekka. Ég
hef einnig útbúið handa þeim sérstakt
barmmerki til að skreyta sig með á bæj-
arröltinu, og saman munum við syngja
afmælissönginn með aðstoð Margrétar
Guðrúnardóttur blússöngkonu sem
tekur einnig netta Marilyn Monroe-
sveiflu í minningu leikkonunnar fögru
sem átti afmæli 1. júní eins og við hin,“
segir Eiríksína sem skorar á alla Hafn-
firðinga að mæta til veislu á 1. júní-
torgi klukkan tólf á hádegi.
„Athöfnin verður stutt og óskipulögð
að mestu, en við skemmtum okkur sjálf
með því að hittast. Mér finnst skemmti-
leg hugmynd að halda upp á afmæli sitt
með öðrum sem eiga afmæli sama dag.
Í hópnum eru nokkrir sem eiga stór-
afmæli og indælt að fá tækifæri til að
hylla þá á tímamótum, syngja saman,
fá sér eitthvað gott í gogginn, njóta
samveru og skoða fallegt torgið í leið-
inni. Þetta verður yndisleg byrjun á
fallegum degi og upplagt í framhaldi
að taka þátt í hátíðahöldum vegna sjó-
mannadagsins og afmælis bæjarins,“
segir Eiríksína sem vonast til að af-
mæli Hafnfirðinganna 85 muni geta
af sér listgjörning, sem þá verður
afmælisgjöf þeirra til bæjarins.
„Ég hef fengið ljósmyndara til að
taka einstaklings- og hópmyndir af af-
mælisbörnunum og ekki væri verra
að svo margir mættu að hægt væri að
mynda töluna 100 úr 85. Þá heitir það
list eða gjörningur,“ segir Eiríksína
í óðaönn að strauja afmæliskjólinn í
mikilli tilhlökkun eftir morgundegin-
um, en nágrannar í næstu húsum, sem
og ýmis fyrirtæki hafa viljað leggja
rausnarlega hönd á plóg.
„Hafnarfjörður hefur blásið út á síð-
ustu árum og er dálítið að glata þeirri
samkennd sem einkennir líf og tilveru
íbúa í sjávarþorpum. Því langar mig
að virkja þessar 85 manneskjur til að
efla samkennd og sýna aftur fram á að
við Hafnfirðingar erum sem ein stór
fjölskylda.“ thordis@frettabladid.is
EIRÍKSÍNA KR. ÁSGRÍMSDÓTTIR: BÝÐUR 85 AFMÆLISBÖRNUM TIL VEISLU
Þjóðin boðin í 85-falt afmæli
HAFNFIRSKT AFMÆLISBARN Eiríksína Kr.
Ásgrímsdóttir bókmenntafræðingur á nýjasta
torgi Hafnarfjarðarbæjar, en þangað hefur
hún boðið 84 hafnfirskum afmælisbörnum til
veislu á hádegi á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
timamot@frettabladid.is
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Eiríkur Sigfússon
Sóltúni 2, 105 Reykjavík,
andaðist fimmtudaginn 29. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Jens Magnússon Anna Hannesdóttir
Kristbjörn Eiríksson Aldís Óskarsdóttir
Sigfús Eiríksson Hanna Garðarsdóttir
Finnur Eiríksson Gunnhildur Hrólfsdóttir
Halla Eiríksdóttir Fróði Jónsson
Sigríður Eiríksdóttir Guðmundur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Steinsmiðja
• Viðarhöfða 1
• 110 Reykjavík
• 566 7878
• Netfang: rein@rein.is
• Vönduð vinna
REIN
Legsteinar
í miklu úrvali
Móðir okkar og tengdamóðir,
Unnur Þorsteinsdóttir,
Tjarnarbóli 14,
lést á hjartadeild Landspítalans 23. maí sl. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fh. barnabarna og barnabarnabarna,
Þorsteinn Jónsson
Hildur Jónsdóttir Gunnlaugur Baldvinsson.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Jóns Ingvarssonar
bónda, Skipum, Stokkseyrarhreppi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Kumbaravogs.
Ingigerður Eiríksdóttir
Gísli Vilhjálmur Jónsson Herdís Hermannsdóttir
Móeiður Jónsdóttir Ólafur Benediktsson
Ragnheiður Jónsdóttir Vilhjálmur Vilmundarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóst-
urfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
Ágúst H. Sigurðsson (Gútti)
verkstjóri, frá Bræðraborg, Fáskrúðsfirði,
Krummahólum 8,
lést laugardaginn 24. maí, verður jarðsunginn mánu-
daginn 2. júní frá Bústaðakirkju kl. 13.00. Blóm og
kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Sigrún Júlíusdóttir
Sigurður Ágústsson Anna Björk Njálsóttir
Guðni Ágústsson Nizel C. Ágústsson
Dagný Ágústsdóttir Sævar Davíðsson
Þóra Karólína Ágústsdóttir
Ágúst Emanúel Rafnsson Áslaug Halla Elvarsdóttir
barnabörn
og systkini hins látna.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Sigurður Guðni Jónsson
fyrrv. lyfsali, Flókagötu 33, Reykjavík,
lést að heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 29. maí.
Fjóla Guðleifsdóttir
Leifur Sigurðsson Katsuko Sigurðsson
Anna Sigurðardóttir
Hannes Leifsson
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
Ásthildur Jónsdóttir
frá Sviðholti, Bessastaðahreppi,
Vogatundu 31, Kópavogi,
lést 29. maí.
Geir Guðjónsson
Guðrún Ólína Geirsdóttir Sigmundur Jónsson
Eyþór Sigmundsson
Hjalti Sigmundsson
Jón Ingvi Geirsson Silja Stefánsdóttir
Elskuleg eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
Fanney Benediktsdóttir
frá Kringlu, Dalabyggð,
lést að dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík,
miðvikudaginn 28. maí.
Skarphéðinn Jónsson
Guðrún Skarphéðinsdóttir Kjartan Sigurðsson
Sigríður Skarphéðinsdóttir Jóel Þorbjarnarson
Jón Skarphéðinsson
Margrét Skarphéðinsdóttir Thor B. Eggertsson
Svanhildur Skarphéðinsdóttir Magnús Sigurðsson
Jónas Rútsson Kristín Viðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.