Fréttablaðið - 31.05.2008, Síða 90

Fréttablaðið - 31.05.2008, Síða 90
50 31. maí 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Í dag er ég klædd eins og Indiana Jones. Það kann að virðast mjög undarlegt en ástæða þess er sú að það er búningadagur hér í vinnunni og ég var skikkuð til að klæða mig svona. En burtséð frá því að fá alls kyns eitraðar athugasemdir um hvort búningurinn minn sé í stíl við Guðmund í Byrginu er ég stolt yfir því að vera eins og Indy því hann er hinn fullkomni karlmaður fyrir mér. Hann var mín fyrsta sanna hetja, og hann bræddi mitt unga hjarta þegar hann barðist við nasista og rannsakaði egypsk grafhýsi í Leitinni að týndu örkinni. Er mögu- lega til karlmannlegri stíll en hrár og þvældur safari stíllinn hans Indys? Hver getur staðist örlítið sveittan og rykugan ævintýra- mann sem þar að auki er með svipu? Ef litið er á herratískuna næsta haust, eins og sést hér við hliðina, er ég alls ekkert frá því að tískuhönnuðir séu búnir að gefa metrómenn, „bling“- menn og rokkara upp á bátinn en hafi í stað fengið innblástur beint frá Indiana Jones. Kvikmyndir hafa alltaf áhrif á tísku og öfugt og það getur varla verið tilviljun að sjúskað brúnt leður, kakíefni og hattar séu að koma svona sterkt inn. Og það þarf líka sanna karlmenn til að bera búninginn. Þýðir ekkert að svíkjast undan og vera rakaður og rakspíraborinn frá toppi til táar með litað hár og í vel pússuðum skóm. Nei, við stelpurnar viljum núna smá skeggrót, hörkulegt fas og föt sem segja okkur að þið séuð tilbúnir að klífa fjöll, berjast við nasista og glíma við snáka. Það er samt undarlegt hvaða týpur af íslenskum karlmönnum hafa reynt að tileinka sér Indy-lúkkið með misjöfnum árangri. Fyrrnefndur Guðmundur kann að deila með Indy ástríðu hans á höttum, dýflissum og svipum en þetta er samt svo kolrangt alltsaman hjá honum. Svo eru ákveðnir menn innan blaða- og menning- arstéttanna sem halda líka að hatturinn sveipi þá ævintýralegum ljóma. O, nei, Indy-lúkkið er greinilega vandmeðfarið og krefst fullrar nærgætni. Ég held að það væri svakalega fín byrjun fyrir stráka að finna hinn fullkomna brúna leðurjakka, sem má alls ekki glansa og líta út fyrir að vera nýr, eitt stykki flottar og ekki of þröngar kakíbuxur, ögn fráhneppt skyrta og smart uppreimaða saharaskó. Hatturinn má sennilega bíða. Sannur karlmaður 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ TAKTU ÞÁTT! Æðislega hæla í húð- lituðum tón frá MiuMiu, frá Sævari Karli. Sumarjakka fyrir strákana í retro-stíl frá Bernhard Wil- helm. Fæst í Belleville. Geggjaðan glamúrkjól frá Gaspard Yurke- vich. Frá Kron- kron, Laugavegi. Sæta græna flauelsskó með bandi um ökklann frá Melissa. Frá Kron, Laugavegi. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Hermès með í baráttunni gegn eyðni Frá og með miðjum júní- mánuði verður fáanlegt herra- bindi frá franska tískuhúsinu Hermès sem styrkir baráttuna gegn eyðni. Silkibindið er með litlum rauðum borða og leyni- vasa á bakhliðinni þar sem er hægt að lauma einu stykki verju inn í. Skilaboðin eru skýr, verjið ykkur. Bindið heitir „Life in a Pocket“ og allur ágóði af sölunni fer til eyðnisamtaka. OKKUR LANGAR Í … SÍGAUNASTÍLLINN Síður jakki og flauelsbuxur hjá Gucci fyrir ofan og hægri. Snillingurinn breski Alexander McQueen virðist hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá spagettí-vestrum í anda Clint Eastwood fyrir haust og vetur 2008. Fyrirsætur gengu niður pallana með kúrekahatta og mexíkóskar slár við jarðarliti og kakí-buxur. Kúrekaáhrifin mátti sjá víðar, til dæmis voru leðurbuxur í forgrunni hjá Gucci, sem reyndar sótti líka innblástur til sígauna Austur-Evrópu, og hjá Etro voru argentínsk mynstur og jarðarlitir einnig mjög áberandi. Segja má að tískan hafi ekki verið jafn karlmannleg í mörg ár og að hetjur hvíta tjaldsins, allt frá Zorro til Indiana Jones, endurspeglist í hönnun helstu stjarna tískuheimsins um þessar mundir. - amb HÖNNUÐIR SÝNA ÆVINTÝRALEGA HERRATÍSKU FYRIR NÆSTA HAUST Eastwood hittir Jones BLANDA Hér eru þrjú mismunandi mynstur í gangi hjá Etro. SUÐUR-AMERÍSK MYNSTUR Falleg skyrta frá Alexander McQueen fyrir haust/vetur 2008. KÚREKI Gamaldags lúkk hjá McQueen. ARGENTINA Flottur poncho og kúreka- hattur hjá Alexander McQueen. GAUCHO Khaki- buxur og hattur hjá McQueen.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.