Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 96

Fréttablaðið - 31.05.2008, Page 96
56 31. maí 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is UNDANKEPPNI ÓL HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá Póllandi henry@frettabladid.is Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Garðsláttuvélar Þýskar gæðasláttuvélar fyrir þá sem gera kröfur um gæði 3,6m verð frá kr 122.000 3,8m verð frá kr 138.000 4,3m verð frá kr 163.000 Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Vélorf Alvöru orf á góðu verði Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma eru komnir alla leið í lokaúrslitin um ítalska meistaratitil- inn og fyrsti leikurinn er á heimavelli deildarmeistara Montepaschi Siena á morgun. „Maður finnur það að það er kominn spenningur í alla og spennan að aukast enda liðið komið í úrslitin eftir langan tíma,” segir Jón Arnór en Róm hefur ekki átt lið í lokaúrslitunum undanfarin 25 ár. „Við förum kannski inn í úrslitin sem litla liðið en við verðum að trúa því að við getum unnið því annars getum við bara gleymt þessu. Það var fyrsti vídeófundurinn í gær og þjálfarinn stappaði í okkur stálinu og sagði okkur að við yrðum að trúa því að við gætum unnið þetta lið,” segir Jón Arnór og Rómar-liðið hefur þegar farið í gegnum tvö sterk lið. „Avellino og Cantu eru tveir erfiðustu útivellirnir í ítölsku deildinni og við sýndum ágætis karakter með því að klára þetta frekar auðveldlega. Við höfum farið vaxandi í gegnum þessa úrslita- keppni, erum með hörkulið og erum bara að sýna það að við eigum mikla mörguleika.“ Jón Arnór hefur ekki skorað mikið í úrslitakeppninni eða bara 3,1 stig í leik. „Ég á fullt inni. Ég hef verið að fá opin skot en hef ekki verið að hitta nægilega vel. Kannski hef ég verið að stressa sjálfan mig upp með því að vera að hugsa of mikið um það. Varnarleikur- inn hefur verið traustur hjá mér en ósjálfrátt finnst manni maður eiga lélegan leik þegar maður hittir ekki úr opnu skotunum. Ég má ekki vera að einblína á það og verð bara að hugsa um það jákvæða sem ég hef gert í þessum leikjum. Ég veit að skotin fara að detta,” segir Jón Arnór. Lottomatica spilaði við Siena í undanúrslitunum í fyrra og tapaði þá 3-1. „Það voru rosaleg læti í úrslitakeppninni í fyrra þegar við töpuð- um á móti þeim. Við munum alveg eftir því. Ég trúi því virkilega að við getum unnið þetta lið. Ég er búinn að sjá fyrir okkur vinna þennan titil. Það er búinn að vera stígandi í liðinu í allri úrslita- keppninni og við ætlum okkur ekkert annað en að koma með titilinn aftur til Rómar,” segir Jón Arnór að lokum. JÓN ARNÓR STEFÁNSSON: SPILAR UM ÍTALSKA MEISTARATITILINN MEÐ LOTTOMATICA ROMA Búinn að sjá fyrir okkur vinna þennan titil > Alþjóðasundmót í Laugardalslaug Sundfélag Hafnarfjarðar stendur nú fyrir alþjóðasund- móti, SH International, í Laugardalslaug en mótið hófst í gær. Mótið er jafnframt 100 ára afmælismót Hafnarfjarðarbæjar og meðal keppenda eru fjölmargir sterkir sundmenn erlendir sem og innlendir. Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH er meðal keppenda en hún reynir að ná ólympíulágmarki í 200 metra bringu- sundi í dag. Örn Arnarson úr SH hefur þegar náð ólympíulágmörk- um í fjórum greinum en hann keppir í 100 metra baksundi í dag. HANDBOLTI Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson fór hægt í sak- irnar í gær, hélt sig lengi vel til hlés og leyfði öðrum að láta ljós sitt skína. Hann segist þó ætla að láta meira að sér kveða í næstu tveimur leikjum. „Þetta var nokkuð jákvætt. Vörnin var ekki góð í fyrri hálf- leik en það var stígandi hjá okkur. Við vorum kannski allir ekki alveg á fullum hraða sem er allt í lagi þar sem þetta gekk upp. Ein- hvers staðar stendur að hestur stökkvi bara eins hátt og hann þarf. Það er allt annað upp á ten- ingnum það sem eftir er af helg- inni og mótið er að byrja í næsta leik,“ sagði Ólafur sem hefur áhyggjur af ýmsu. „Ég hef áhyggjur af vörninni og sókninni sem og sjálfum mér. Ég hef alltaf áhyggjur. Við verð- um að leysa ýmislegt betur en við gerðum gegn Argentínu- mönnum. Það verður erfitt að leggja Pólverjana. Þetta á líka að vera erfitt og það eru þannig leikir sem gefa þessu gildi. Mér finnst við vera léttir og eigum klárlega mikið inni. Það verður gaman gegn Pólverjum,“ sagði Ólafur. – hbg Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson segist ætla að láta meira að sér kveða gegn Pólverjum og Svíum: Hestur stekkur eins hátt og hann þarf RÓLEGUR Ólafur Stefánsson hélt sig til hlés í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC HANDBOLTI Fyrsta lotan af þremur í bardaganum um að komast til Peking fór fram í Hala Stulecia- höllinni í Wroclaw í gær. Ísland lagði þá Argentínu sannfærandi, 36-27. Leikur liðsins var ágætur en liðið þarf að sýna betri leik gegn sterkum Pólverjum í dag. Líkt og Guðmundur hafði lofað stillti hann upp sínu sterkasta liði í leiknum. Ísland spilaði 5-1 vörn þar sem Guðjón Valur fór út á móti sterkasta manni Argentínu, Eric Gull sem spilar með Barcelona. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel, spilaði hraðan sóknarleik og þokkalega vörn þar sem Birkir Ívar varði vel fyrir aftan. Eftir 13 mínútur var Ísland komið með fimm marka forystu, 8-3. Strák- arnir skutu vel og argentínsku markverðirnir vörðu vart skot. Þá brugðu Argentínumenn á það ráð að taka Ólaf Stefánsson úr umferð og við það riðlaðist sókn- arleikur liðsins. Argentínumenn spiluðu að sama skapi ágætan sóknarleik en fengu væna aðstoð frá slökum dómurum leiksins sem flautuðu fullmikið. Argentínumenn náðu að minnka muninn í þrjú mörk en íslensku strákarnir komu muninum í sex mörk fyrir hlé, 19-13, þökk sé góðum hraðaupphlaupum. Munurinn hélst lengi vel sá sami í síðari hálfleik en þegar Guð- mundur breytti í 3-2-1 vörn lentu Argentínumennirnir í miklu basli og íslenska liðið stakk endanlega af. Mest náði liðið 13 marka for- ystu, 34-21. Undir lokin leystist leikurinn upp í hálfgerða vitleysu og Argentínumennirnir náðu að koma muninum undir tíu mörk. 36-27 lokatölur. Þessi leikur var vissulega skylduverkefni fyrir liðið og ágætt að hann sé frá. Argentínumenn voru öflugri en margur hélt og það tók sinn tíma að hrista þá af bak- inu. Slakur varnarleikur og nákvæmlega engin markvarsla var þó banabiti þeirra. Guðjón Valur var sem fyrr frá- bær í íslenska liðinu á báðum endum vallarins og lítur vel út. Snorri virkar einnig í fantaformi og var góður. Arnór byrjaði rólega en fann sig vel er leið á leikinn sem eru jákvæð tíðindi. Birkir varði einnig vel lengstum og Róbert var sprækur á línunni. Íslenska liðið verður að bæta varnarleik sinn talsvert fyrir leik- inn gegn Pólverjum í dag ef ekki á illa að fara. Sóknarleikurinn var ágætur í dag en hann þarf að vera hraðari gegn betra liði. Að mörgu leyti var jákvætt að fá svona „æfingu“ fyrir hina leik- ina og það er ljóst að alvaran byrjar í dag. Skyldan búin og alvaran að byrja Ísland vann góðan sigur á Argentínu, 36-27, í fyrsta leik sínum í undankeppni Ólympíuleikanna. Það tók tíma að brjóta Argentínumenn niður en sigurinn var aldrei í hættu. Ísland mætir heimamönnum í dag. ÖFLUGUR Guðjón Valur Sigurðsson var í fínu formi í gær og var markahæstur íslensku leikmannanna með níu mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.