Fréttablaðið - 01.06.2008, Síða 24

Fréttablaðið - 01.06.2008, Síða 24
JÓHANNES HAUKUR JÓHANNESSON LEIKARI „Ég hef bara einu sinni farið á sólarströnd og það var með kór Flensborgarskólans í kórferðalag til Algarve á Portúgal árið 1998. Þetta var einhvers konar kóramót og ég man að ég og mínir félag- ar vorum aðallega að hugsa um barinn. Við kunnum bara okkar nótur og sungum þegar við áttum að synja en héngum á barnum og á ströndinni þess milli. Þetta var mikið ævintýri því ég var átján ára í minni fyrstu sólarlandaferð, en það sat ekkert eftir. Þó að þetta hafi verið gaman á sínum tíma heillaði þetta mig ekki og ég vil miklu frekar fara á áhuga- verða staði og skoða það sem tengist menningunni á staðnum. Ég hef ekkert farið á sólarströnd síðan, þó svo að ég hafi oft farið til útlanda, en í sumar ætla ég á Inkaslóðir til Bólivíu og Perú með konunni og er mjög spenntur fyrir því.“ JÓHANNES FELIXSON BAKARI „Ein uppáhalds sólarlandaferðin mín var fyrir um það bil níu árum, þegar ég fór með konunni minni í fyrsta sinn til Ítalíu. Það var draumalandið okkar beggja, bæði út af fegurðinni en aðallega út af matnum. Við völdum okkur að fara í smábæinn Viareggio í Toscana- héraði á vesturströndinni, því við vildum vera svolítið ein á báti. Það voru engir Íslendingar þarna og bærinn var alveg ekta ítalskur, með pínulítilli gullinni sandströnd og maður naut þess að fá sér pasta og hvítvín í hádeginu. Við fórum reyndar á eitt veitingahús þar sem ég ákvað að panta mér dýrasta réttinn á matseðlinum, sem ég geri stundum þegar ég botna ekkert í því hvað er á boðstólum. Það reyndist svo vera heill fiskur með beinum, haus og hala og ég varð fyrir miklum vonbrigðum því hann var bæði dýr og ógeðslegur. Annars er Ítalía svona fyrirheitna landið sem hefur allt upp á að bjóða, fallegar strendur og góðan mat – hvað þarf maður meira?“ HEIÐA ÓLAFSDÓTTIR SÖNGKONA „Uppáhalds strandarfríið mitt var þegar ég fór í menntaskólaferð með Versló til Ítalíu, á strönd sem heitir Brindisi. Þá bjó ég í tvær vikur hjá ítalskri fjölskyldu og kynntist heimilislífinu og matarmenning- unni, sem mér fannst miklu áhugaverðara en hefðbundið sólarlandafrí. Ströndin er steinaströnd, þakin hvítum steinum inni í vík sem er umvafin fjöllum. Þetta er ekki fjölfarinn ferðamannastaður og Ítalirnir fara gjarnan sjálfir þangað í frí, svo maður var ekki undir stöðugu áreiti sölumanna og McDonald’s-auglýsinga. Mér fannst þetta mun afslappaðra og fallegra en þessar Benidorm-strandir þar sem túrisminn er alveg búinn að ná yfirhöndinni, þó svo að það sé alltaf dásamlegt að komast á strönd.“ EDDA BJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR LEIKKONA „Ein uppáhalds sólarlandaferðin mín var þegar við fjölskyldan fórum til Grikklands. Fyrstu vikuna vorum við í Hania og keyrðum meðal annars yfir á strönd sem heitir Elafonisi og er friðuð. Hún er alveg hvít og það er hægt að vaða langt út í án þess að fölblár sjórinn nái hærra en upp að hnjám. Það er án efa ein fallegasta strönd sem ég hef séð. Við sigldum svo yfir á litlu eyjuna Naxos með viðkomu á Santorini. Það vorum við á æðis- legri strönd, með hvítum sandi, þægilegri golu og volgum sjó. Maður gat borðað undir stóru tré, gríska jógúrt með hunangi og ferska ávexti. Við gistum á mjög fínu hóteli stutt frá ströndinni sem ég fann á iescape.com og þar var svona „panoramic“ sundlaug, eins og maður gæti synt beint út á haf. Svo var hægt að keyra upp í fjöllin og skoða marmaranámur og grískar fornminjar. Við borðuðum meðal annars á skemmtilegum veitingastað í fjöllunum sem var rekinn af grískri fjölskyldu og fengum ekta grískan mat.“ STEINUNN KNÚTSDÓTTIR LEIKSTJÓRI „Ég fór til Sardiníu í fyrra og það var alveg æðislegt. Við prófuðum margar mismunandi strendur við eyjuna og fórum til dæmis á paradísarströndina þar sem bæði er sandur og klettar. Þar var hægt að snorkla og svo voru dýfingar- menn að kasta sér marga metra niður af klettunum í sjóinn. Við bjuggum í bæ sem heitir Alghero og þar var stutt í langa sandströnd sem við gengum oft eftir. Sjórinn við eyjuna er blár og fallegur og sjá mátti varðturna frá stríðinu sem prýddu sjónlínuna, svo þetta var bara algjör draumur. Við vorum fjölskyldan með þrjú börn, átta, tíu og sautján ára, og elskuðum þetta öll jafn mikið.“ 8 FERÐALÖG BESTU STRENDURNAR Sóldýrkendur fara nú að fl ykkjast á strendur Evrópu og af nógu er að taka, frá glamúr Rívíerunnar og afskekktum ítölskum eyjum upp í barstemningu og djamm á Spánarströndum. Ferðalög fékk nokkra þjóðþekkta einstaklinga til að deila besta strandfríinu með sér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.