Fréttablaðið - 01.06.2008, Page 73

Fréttablaðið - 01.06.2008, Page 73
SUNNUDAGUR 1. júní 2008 17 að gera músík en að horfa a sjón- varpið. Mér finnst það skemmti- legra en að spila golf. Og skemmti- legra bara en allt. Nema að maður verður að hitta vini sína öðru hvoru.“ Þú átt stóran hóp af vinum í tón- listinni og ert með sterkt tengsla- net víðs vegar um heiminn. „Ég er svo heppinn að hafa kynnst frábæru fólki í gegnum tíðina og við höldum góðu sam- bandi. Ég vinn með frábæru fólki sem hefur svo orðið vinir mínir. En það er fullt af fólki sem ég tala ekki við sem væri kannski prakt- ískt fyrir mig að tala við. Ég vil frekar hafa góð samskipti við fáa heldur en tilgerðarleg yfirborðs- kennd samskipti við alla. Það kannski skilar sér líka í því að fólk sér að maður er ekki yfirborðs- kenndur. Ég segi það sem mér finnst. Ég er ekki að þykjast vera einhver annar en ég er. Í einhverj- um sleikjuleik. Sumir eru alltaf að reyna að geðjast öllum og þar af leiðandi ristir það svo grunnt. Þá verður það bara einhver gufa.“ Forðast leti, tala minna, gera meira Talandi um vini þá er Keren Ann að koma til landsins og þið eruð að fara að spila með Sinfóníunni núna 5. júní í lok Listahátíðar. Hvernig hittust þið og hvernig hófst ykkar samstarf? „Við hittumst á bar. Það var búið að segja okkur að við ættum að hittast þannig að þá hittumst við, skiptumst á diskum og síðan send- um við hvort öðru tölvupóst og sögðumst hafa haft gaman af hvors annars músík og við ættum að prufa að vinna saman í nokkra daga og sjá hvað myndi gerast. Það endaði í Lady and Bird-diskn- um og svo höfum við gert ýmislegt annað saman síðan, alltaf til dæmis verið með lag á hvors annars plötu, við gerðum tónlist við heimildar- mynd um Andy Warhol og skrifuð- um bók saman. Við sömdum líka þrjú lög í stúdíói í Malmö. Eitt af þeim lögum fór í auglýsingu fyrir frönsku hraðlestirnar og lagið Malmö Lives er í myndinni um Andy Warhol. Við tökum það lag með Sinfóníunni, og nokkur með Lady and Bird, svo verður þetta Bang Gang og Keren Ann í sitt hvoru lagi.“ Er tónlistin í Lady and Bird ólík því sem þú ert að gera í Bang Gang eða er þetta hin hliðin á peningn- um? „Ég held að Bang Gang, Lady and Bird og Häxan og allt þetta tengist alveg á þann hátt að þar er ég að gera það sem mér sýnist. Eins og nýjustu plötuna. Það var enginn sem stóð yfir mér og sagði mér hvaða lög ég ætti að velja. Hvernig hljóm ég ætti að hafa. Eins með Lady and Bird, plötufyrirtækið heyrði ekki plötuna fyrr en hún var tilbúin. Það er engin pressa frá Dis- cograph né EMI um að gera eitt- hvað sérstakt. Ég sendi þeim bara lögin og þeir eru voða ánægðir.“ Þú kannt réttu tökin á svona tón- listardílingum. „Ég er mjög meðvitaður um alla samninga sem ég hef gert. Þetta snýst bara um að vera fylginn sjálf- um sér og standa við það sem maður segir. Ef þú vilt eiga góð langtímasamskipti við fólk þá skil- ar það sér ef þú ert duglegur og stendur við það sem þú segir. Svo er til fólk sem er óheiðarlegt og gengur vel líka. En ég ætti í erfið- leikum með að sofa á kvöldin ef ég væri slíkur einstaklingur. Ef ég ætti að gefa einhverjum sem er að byrja í bransanum ráð þá væri það að forðast leti. Tala minna, gera meira. Það er mjög algengt að fólk sé eitthvað að taka upp plötu og eyði meiri tíma í að tala um að það sé að taka upp plötuna heldur en í rauninni að taka hana upp. Þetta er ekki mjög vænlegt til árangurs.“ Nenni ekki hæpi „Núna var ég að klára tónlist við myndina Beyond the Void sem fjall- ar um Íslendinginn Ingvar Þóris- son sem kleif fjallið Ama Dablan. Við Einar Tönsberg, þekktur sem Eberg, gerðum hana saman, en við höfum samið ýmislegt saman, meðal annars tónlistina við Pressuna á Stöð 2.“ Ertu þá að sampla einhverja Himalaya-tónlist inn í þetta? „Nei, við notum samt einn munk úr myndinni og bjöllur í nokkur stefin.“ Stuttmyndin Red Death, sem var byggð á smásögu Edgars Allans Poe, var sýnd í Pompidou-safninu fyrir nokkrum árum og fékk góðar viðtökur. Ætlarðu ekki að spreyta þig meira á kvikmyndum? „Jú, ég hef gífurlegan áhuga a því. Það vita mjög fáir um þá mynd. Mig minnir að ég hafi viljað sýna hana hér heima en það var lít- ill áhugi fyrir því.“ Kunna útlendingar betur að meta þig en landinn? „Á Ítalíu var gerð stytta af mér í fullri stærð og ég hannaði föt á styttuna. Hún var sýnd á Triennale, sem er nokkuð virt listasafn í Mílanó. En þegar ég spurðist fyrir hér hvort það mætti sýna hana var enginn áhugi fyrir því.“ Hvar er hún þá? „Hún er enn úti. Ég má fá hana á næsta ári en hún er 186 cm á hæð þannig að ég efast um að maður óski eftir henni.“ En nú er fullt af merkum Frökk- um og fjölmiðlamönnum að koma hingað heim að hlusta á þig í Háskólabíói. „Þetta eru bara blaðamenn og þeir sem ég hef verið að vinna með.“ Nei, þetta er nú rjóminn af öllu sem mikilvægt þykir í Frakklandi. „Æ, ég nenni ekki að vera að telja þetta lið upp.“ Ertu svona hógvær? „Ég er búinn að vera með útgáfusamning hjá EMI í fimm ár og ef ég ætti að senda fréttatil- kynningu í hvert skipti sem ég tala við yfirmann útgáfu EMI eða aðra útgefendur og listamenn gerði ég líklega ekki annað en að skrifa. Ég nenni ekki að taka þátt í þessum íslenska hæp-leik. Ég er ekki að gera tónlist til að fá myndir af mér í blöðin og verða frægur.“ FRÁ VINSTRI: STYTTA AF BARÐA í raunstærð sem er á Triennale-listasafninu í Mílanó. Barði hannaði klæðnað og fylgihluti við verkið. STUTTMYNDIN RED DEATH: „Ég hef gífurlegan áhuga á því að spreyta mig meira á kvikmyndum.“ SJÓNVARPSÞÁTTURINN SÚRREALÍSKI KONFEKT: „Það var töluvert hringt og kvart- að eftir að fyrsti þátturinn fór í loftið.“ ➜ List, kvikmyndir og sjónvarp – Barði hefur komið víða við

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.