Fréttablaðið - 01.06.2008, Síða 74

Fréttablaðið - 01.06.2008, Síða 74
18 1. júní 2008 SUNNUDAGUR Sjómennskan er líka grín Þó að sjómennskan sé lífsins alvara kunna sjómenn einnig að slá á létta strengi og gera sér glaðan dag. Þjóðin tekur þátt í hátíða- höldunum sem þeim eru tileinkuð í dag víða um land. Jón Sigurður Eyjólfsson blaðamaður ræddi við glaðbeitta sjógreifa. FLEY OG FAGRAR ÁRAR Eyjamenn hafa ýtt knörrum sínum úr vör og munda fagrar árar við höfnina af kappsemi og sjómennsku- lund. Það var valinn maður í hverju rúmi á fleyinu sem róið var við höfnina í Eyjum. Víða um land verða hátíðahöld í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON Mikil hefð er fyrir því að halda sjómannadaginn hátíðlegan á Patreksfirði. Hátíðinni hefur reyndar vaxið svo fiskur um hrygg að hún leggur nú undir sig hálfa vikuna þar vestra. Dagskráin byrjaði á fimmtudag með skútuhlaupi og víðavangshlaupi. „Þetta er orðin svo mikil hátíð að það dugar ekkert minna en fjórir dagar í þetta,“ sagði Einar Jónsson, sem er í Sjómanna- ráði sem hefur veg og vanda með hátíðinni. Hann var í Vínbúðinni þegar Fréttablaðið hafði samband við hann enda voru þá þrír dansleikir fram undan og sagði hann að eitthvað af miði þyrfti fyrir liðið. Allt þorpið er undirlagt og segir Sigurður Viggósson, framkvæmda- stjóri Odda, að flestir vinnustaðir hliðri aðeins til fyrir gleðigjafana með því að hætta vinnu um hádegi á föstudag og taka svo upp þráðinn aftur skömmu fyrir hádegi á mánu- dag. En eru Patreksfirðingar þá ekki rislágir á þeim mánudegi? „Ég ætla rétt að vona það, þetta er svo mikið af víni sem við erum að kaupa,“ segir Einar og skellir upp úr. Undanfarin ár hefur fjöldi íbúa tvöfaldast um sjómannadagshelg- ina. „Það er hefð fyrir því að fermingarsystkini héðan hittist hér á þessum degi,“ segir Einar. „Til dæmis er konan mín að fara að halda upp á fjörutíu ára fermingarafmæli og dóttir mín tuttugu ára fermingarafmæli. Auðvitað er mikið af þessum fermingarbörnum flutt í burtu en þessi hátíð er alltaf fín tylliástæða fyrir þá að koma í sína gömlu heima- haga.“ En gleymast ekki sjómennirnir og menning þeirra í öllu þessu húllumhæi? „Nei, nei,“ svarar Einar. „Til dæmis verður sunnudagsmessan með miklum sjómennskubrag. Þá verður hver sá sem kemur upp úr sér einhverju hljóði fenginn til að taka undir þegar við syngjum nokkur sjómannalög. Það er til dæmis hefð fyrir því að syngja Síldarvalsinn enda bjó Steingrímur Sigfússon, höfundur lagsins, hér á Patreksfirði í um tuttugu ár, þannig að við eigum svolítið í honum. Hann var nefnilega giftur konu héðan,“ segir hann. Það er því aldrei að vita nemma eitthvert Patreksfjarðarfljóðanna fái einhvern listamanninn til að ílengjast þar vestra eftir helgina. En áfram um messuna. „Þetta er, að ég tel, með skemmtilegri messum. Það sofnar enginn í henni. Alla vega koma allir afar kátir út.“ Spurður hvort hinn sígildi koddaslagur verði háður segir hann: „Við höfum venjulega einhverja útgáfu af honum. Við munum nú ekki berjast með kodda núna en það fer einhver í sjóinn, það er alveg víst.“ SÍLDARVALSINN SUNGINN Í KIRKJUNNI Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Patreksfirði. SIGURÐUR VIGGÓSSON SJÓMANNADAGURINN Á PATREKSFIRÐI Það er fjör í þorpinu á sjómannadag og sjaldan eða aldrei er annað eins fjölmenni á bryggjunni og jafnvel þorpinu öllu. EINAR JÓNSSON „Þetta var asskoti skemmtilegt hérna áður fyrr,“ segir Jón Eyfjörð og tekst allur á loft þegar hann er spurður hvernig sjómannadegin- um hafi verið háttað hér áður. „Fyrir svona tuttugu, þrjátíu árum þegar maður var ungur og hress var þetta mikið fjör hérna í Kefla- vík þar sem ég bý reyndar ennþá. Ég man að á þessum degi var höfn- in full af bátum. Nú lít ég yfir höfnina og sé að þetta er orðið hálf tómlegt.“ En svo hverfur hugurinn aftur í fjörið fyrr um daga. „Það var venjulega smá stopp um þetta leyti sem sjómannadagur var haldinn. Þá var vertíð nýlokið og menn voru að gera sig klára fyrir síldveiðar. Þá var náttúrlega hald- inn mikill og fjölmennur dansleik- ur. Síðar gat þetta orðið snúnara þegar við fórum í lengri túra. Þá varð oft að leggja mikið kapp á að klára allt fyrir sjómannadaginn.“ Spurður um það hvernig hann verji sjómannadeginum nú í seinni tíð segir hann: „Ja, ég er nú orðinn gamall sem á grönum má sjá. Ég var að halda upp á sextugsafmæli fyrir stuttu. Ég veit ekki einu sinni hvort haldið sé upp á hann hér í Keflavík. En auðvitað er ennþá mikið fjör í Grindavík, Akureyri og svo Vestmannaeyjum þaðan sem ég rói. En ætli ég fari ekki norður til Akureyrar að þessu sinni, þar verður mikið húllum- hæ.“ En er ekki kominn tími fyrir sextugan karlinn í brúnni að koma sér í land? „Nei, þetta er ennþá svo skemmtilegt, ég hef ekkert með það að gera að fara í land. Við erum tveir skipstjórarnir og skipt- um þessu á milli þannig að þetta er afar þægilegt.“ Við svo kveðið er ráðlegast að kveðja Jón en hann er farinn að eggja blaðamann til að koma með í næsta túr. Þeir geta staðið í tíu daga og jafnvel hálfdrættingum eru engin grið gefin svo það er betra að láta ekki undan þótt vík- ingalundin vilji láta til leiðast. ÞAÐ ER ENNÞÁ GAMAN Á SJÓNUM Jón Eyfjörð skipstjóri rifjar upp gamla daga. KARLINN Í BRÚNNI Það er enn svo gaman á sjó að Jóni Eyfjörð dettur ekki í hug að fara í land þótt hann hafi nýlega haldið upp á sextugsafmælið. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON Nú gefst almenningi tækifæri til að stíga um borð í það sögufræga skip Óðin. Það lék stórt hlutverk í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð út í fimmtíu mílur og síðar 200 mílur. Fékk það vel að finna fyrir ágangi Breta sem sóttu að Íslendingum eins og frægt er orðið. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra afhenti Hollvinasamtökunum Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykja- vík skipið á föstudag. „Skipið er nánast óbreytt frá því það var smíðað árið 1960,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, forvígs- maður samtakanna. „Og talið er að aðalvélar þess, sem eru frá Bur- meister & Wain, séu þær einu í heiminum sem enn eru gang- færar.“ Það liggur nú við höfn í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík og er almenningi sérstaklega boðið um borð á Hátíð hafsins sem fer fram nú um helgina. ALMENNINGUR SKIPAR NÚ ÁHÖFNINA Á ÓÐNI Varðskipið afhent Víkinni – Sjóminjasafninu Reykjavík. ÓÐINN Á ÁFANGASTAÐ Fræknir menn voru í hverju rúmi á þessu sögufræga skipi en framvegis verður áhöfnin skipuð almenningi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fá pláss eru skipuð konum í skips- flota þjóðarinnar. Fréttablaðið hafði þó uppi á konu sem stígur ölduna í Herjólfi, þar sem hún hefur gegnt mörgum störfum. Hún er auk þess nemandi í Stýri- mannaskólanum í Vestmannaeyj- um og stefnan er tekin í brúna til að stýra fleyinu. En hvernig stóð á því að hún tók þessa stefnu? „Ég datt eiginlega bara um þetta,“ segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir og hlær við. „Þannig var að ég studdi það með ráðum og dáð að Stýrimannaskól- inn yrði endurvakinn hér í Eyjum. Svo var hringt í mig og ég spurð hvort ég styddi ekki skólann áfram og ég sagði að sjálfsögðu já. Reyndar dró aðeins úr ákafanum hjá mér þegar ég áttaði mig á því að viðmælandinn var í raun að skrá mig í skólann. Eftir nokkrar fortölur lét ég þó til leiðast.“ Faðir hennar er sjómaður og því hefur sjómennskan lengi heillað hana. „Ég hef reyndar aldrei verið á fiskiskipi en ég hef verið meðal annars háseti, kokkur og er nú þerna hér á Herjólfi. Það er eigin- lega ekkert eftir nema starfið efst uppi, það er að segja í brúnni. Ég myndi helst vilja í framtíðinni vera stýrimaður hér. Kannski get ég byrjað að leysa aðeins af eftir svona eitt, tvö ár.“ Ingibjörg verður að fara eina ferð með Herjólfi í dag og missir því af miklu fjöri sem iðulega er í Eyjum á sjómannadag. Þar verður koddaslagur og aðrar þrautir þreyttar en í raun byrjaði hátíðin fyrr í vikunni með tónleikahaldi og öðrum uppákomum svo hún fer ekki á mis við nándar nærri allt þótt skyldan kalli. Í fyrrakvöld spilaði Árni John- sen með valinkunnum tónlistar- mönnum í Akoges og voru tónleik- arnir vel sóttir eins og verða vill þegar þingmaðurinn slær á strengi í sínum heimabæ. KONAN STEFNIR Í BRÚNA Ingibjörg Bryngeirsdóttir í Eyjum. ÞINGMAÐURINN Í GÓÐUM GÍR Árni Johnsen er kominn í sjómannadags- gírinn og hélt tónleika í fyrradag fyrir fullum sal. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON INGIBJÖRG BRYNGEIRSDÓTTIR Karlarnir verða ekki látnir einir um það að standa uppi í stafni og stýra dýrum knerri. Ingi- björg lætur til sín taka þótt upphaflega hafi hún eiginlega verið véluð til.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.