Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI í sumarskapiMIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 Reiðskólinn Faxabólbýður upp á námskeið fyrir börn. BLS. 6 HEIMILI HEILSA GOLF BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA VEIÐI ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Verkefni tengt Þorgerði landnámskonu í Öræfum fleytti þeim Lydíu Angelíku Guðmunds- dóttur og Svanhvíti Helgu Jóhannsdóttur í skemmtiferð til Kaupmannahafnar.„Þetta var frábær ferð í alla staði. Það fyrsta sem við gerðum þegar við komum á Kastrúpflugvöll var að fækka fötum og fara í stuttbuxurnar Okk svo heitt,“ segja Lydíþ sundin, stigu á land í Nýhöfn og röltu þaðan upp í Sívalaturn áður en haldið var til gistingar hjá gest- risnum hjónum í útjaðri borgarinnar. Næsti dagur var líka vel nýttur. „Við fórum í Danmarks Aquarium sem er merkilegt sædýra- safn,“ segir Svanhvít. „Já, búrin eru falleg og mikið gert til að fiskarnir geti verið íumhverfi “ b Landnámskonan kom þeim út til Köben Á Löngulínu heilsuðu þær Svanhvít Helga og Lydía Angelíka upp á litlu hafmeyjuna. MYND/PÁLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR. ÍSLENSKT VÖRUMERKIBirgir Nielsen og faðir hans, Þór Nielsen, hanna veiði vörur sem hafa fallið í kramið hjá íslenskum og erlendum veiðimönnum.VEIÐI 4 SPILAÐ Í SÓLINNIGolfferðir til Tyrklands verða sífellt vinsælli. Úrval-Útsýn býður upp á tíu daga ferð til Belek í Tyrklandi í haust.GOLF 6 Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7110 ReykjavíkSími: 517 50 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N I Ð E H F . UPPLÝSINGAR O is ing MjóddStaðsetning í Mjóddwww.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 13. júní n.k. Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 11. júní 2008 — 157. tölublað — 8. árgangur Hvolpar pappírstígranna Einar Már Jónsson skrifar um hvernig arfleifð franskra maóista og hippa birtist í endurminningum barna þeirra nú á dögum. Í DAG 14 Í SUMARSKAPI Smíðavellir opnaðir víða um borgina Sérblað um sumarið FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG LYDÍA ANGELÍKA OG SVANHVÍT HELGA Öræfastúlkur út til Kaupmannahafnar • ferðir • bílar • veiði • heimili • golf Í MIÐJU BLAÐSINS VIÐSKIPTI Eftir því sem fólkið í landinu er upplýstara um skynsamlega peningastjórnun, því líklegra er að almenningur styðji slíka stjórnun og verði á móti rangri stjórnun, segir Ragnar Árnason, prófessor við Háskóla Íslands. Margir seðlabankar hafa farið þá leið að útbúa kennsluefni til að auka læsi almennings á fjármál og skilning á peningastefnu seðlabanka. Seðlabanki Banda- ríkjanna hefur til dæmis gefið út myndasögur í anda Andrésar andar. Aðrir seðlabankar hafa útbúið tölvuleiki eða sett á fót vef- síðu um hagfræði á mannamáli. - bþa / sjá Markaðinn Fræðsluefni seðlabanka: Andrés önd og peningastefnan MEÐ MIÐANN GÓÐA Ásgeir Þór og Alexandra Katrín. Ef afmælisdagur henn- ar hefði verið með á miðanum – 23 – væru þau nú að fagna 260 milljónum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLK „Það vantaði eina tölu. Þá hefði ég fengið 260 milljónir,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson veitingamað- ur. Hann vann níu milljónir í Víkingalottói sem í var dregið 21. maí. „Ég nota afmælisdaga. En það er erfitt að ná öllum tölum á einn miða þegar maður á 7 börn, 3 barnabörn og 4 barns mæður. Og einhverra hluta vegna var afmælis- dagur dóttur minnar hennar Alexöndru Katrínar – 23 – ekki á miðanum. Þá hefði ég verið með allar tölur réttar.“ - jbg / sjá síðu 30 Ásgeir Þór Davíðsson: Vann 9 milljón- ir króna í lottó Skemmtilegur ferðafélagi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -0 8 8 2 Next bæklingurinn fylgir blaðinu í dag! 29 34 / IG 04 Þú færð IG veiðivörur í næstu sportvöruverslun VIÐSKIPTI Heildarskuldir fasteigna- og þróunarfélagsins Nýsis eru ekki undir fimmtíu milljörðum og þar af eru um tíu til fimmtán millj- arðar án beinna veða, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sérstök kröfunefnd fjallar nú um eignir og skuldir Nýsis, en það hefur átt í miklum lausafjár erfið- leikum að undanförnu. Félagið fékk greiðslufrest á afborgunum í upphafi mars síðastliðins og gerði í byrjun apríl samning við Lands- bankann um aðstoð við sölu á eign- um, öflun nýs hlutafjár og fjár- hagslega endurskipulagningu lána. Landsbankinn hefur haft for- ystu um aðgerðir til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin, enda langstærsti kröfuhafinn. Hefur bankinn viðrað með óformlegum hætti hugmyndir til annarra kröfuhafa, það er flestra annarra banka og fjármálastofn- ana í landinu, tilboð um lúkningu óveðsettra skulda með nokkrum afföllum. Enn ber nokkuð í milli, en aðilar segjast þó vongóðir um að saman muni ganga. Nokkur gangur mun hafa verið í viðræð- um síðustu daga eftir að fyrstu tilboðum var alfarið hafnað. Nú er á borðinu tilboð upp á að ljúka málinu með greiðslu 40-50 pró- senta krafna. Sú tala gæti þó hækkað eitthvað frekar við samningaborðið, eigi samkomu- lag að nást. Viðmælendur Markaðarins telja að það sé sameigin legt markmið alls bankakerfisins að náist saman, því Nýsir sé fjarri því eina fyrirtækið sem glími við greiðsluerfiðleika um þessar mundir. Mikilvægt sé að bregð- ast á ábyrgan hátt við þeirri stöðu, enda sé mikið í húfi. - bih / sjá Markaðinn Vonast til að lánardrottnar nái samkomulagi um fjármögnun Nýsis: Samninga leitað vegna Nýsis Aðhald neytenda skiptir öllu máli Neytendasamtökin eru fimmtíu og fimm ára. TÍMAMÓT 16 Barátta ber árangur Elín Guðrún Gunnlaugs- dóttir miðborgarbúi segir íbúa ánægða með breyttan lokun- artíma á Vegamót- um og Ölstofunni. FÓLK 30 FIMASTUR FUGLA Þessir hrafnar á athafnasvæði Björgunar höfðu ýmislegt við það að athuga að ljósmyndari Fréttablaðsins skyldi líta við hjá þeim og vörðu laup sinn með krunki. Hrafninn er stærstur spörfugla á Íslandi og fyrstur íslenskra fugla til að hefja varp en varp- og ungatímabil hans stendur frá byrjun apríl og fram í miðjan júní. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HIÐ BESTA VEÐUR Í dag verður vestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum en léttskýjað víða um vestanvert landið. Hætt við þoku- lofti með ströndum. Hiti 10-16 stig, hlýjast í uppsveitum. VEÐUR 4 13 12 12 13 13 BORGARMÁL „Það er full samstaða innan borgarstjórnar að fara gangaleiðina. Við erum öll sam- mála um að það sé besta leiðin og viljum þannig fara aðra leið en Vegagerðin hefur lagt til,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, odd- viti borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins. Hún segir það vel geta verið að í því felist pólit- ísk áhætta að taka við oddvita- stöðu flokksins af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni á þessum tíma- punkti. „Það má vel vera, en ég er reiðubúin að taka þá áhættu. Maður nær aldrei árangri án þess að taka áhættu og ef við náum betri árangri í Reykjavík og fyrir Reykvíkinga, þá er sú áhætta sannarlega þess virði. Góðum árangri í stjórnmálum fylgir oftar en ekki áhætta og mér datt aldrei í hug að skorast undan því að taka þetta að mér,“ segir Hanna Birna um nýtt hlutverk sitt innan Sjálf- stæðisflokkis. Skipulagsmál eru Hönnu Birnu hugleikin þegar rætt er um mál- efni borgarinnar. Hún segir afdráttarlaust að vilji sinn sé að gangaleið Sundabrautar verði farin og hafnar ódýrari leið Vega- gerðarinnar. Spurð um uppbyggingu í Geld- inganesi segir Hanna að byggð muni ekki rísa þar í nánustu fram- tíð, sérstaklega í ljósi efnahags- ástandsins. Hún vill einnig aðrar áherslur í húsafriðunarmálum. „Ég held að við ættum að fara úr þeim farvegi að tala alltaf um húsfriðun og tala frekar um borgar- og hverfisvernd. Ég held að það sé farsælli leið en að fóku- sera alltaf á einstök hús.“ Hanna Birna segir jafnframt að borgarfulltrúar allra flokka hafi gert mistök í átökum innan borgar innar á undanförnum miss- erum. Hún leggur „alla áherslu á að endurvinna það trúnaðartraust sem við virðumst hafa að ein- hverju leyti glatað meðal borgar- búa. Við eigum fjölmörg sóknar- færi og ég mun nýta þau.“ - shá / sjá fréttaviðtal síðu 8 Nýr oddviti vill aðrar áherslur í húsafriðun Hanna Birna Kristjánsdóttir segir það vel geta verið að pólitísk áhætta fylgi því að taka við oddvitastöðu Sjálfstæðisflokksins. Hún vill nýja hugsun í húsafrið- unarmálum og hafnar leið Vegagerðarinnar varðandi lagningu Sundabrautar. Lottomatica á sigurbraut Jón Arnór og félagar í Lottomatica Roma unnu mikilvægan sigur í gær. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.