Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 18
[ ]Útvarpið í bílinn er algerlega ómissandi. Gott er að hlusta á fréttirnar en enn betra er að spila uppáhaldslögin og syngja með af mikilli innlifun.
BMW-mótorhjólaklúbburinn á Íslandi skellti
sér nýlega til Þýskalands á námskeið í um-
hverfisvænum mótorhjólaakstri.
Fyrsta utanlandsferð BMW-mótorhjólaklúbbsins á
Íslandi var farin til Hechlingen í Þýskalandi á dög-
unum. Hechlingen er heiði sem er um 280 kílómetra
frá Frankfurt. Ferðin var farin helgina 30. maí til 2.
júní og var námskeið í umhverfisvænum akstri
utan vegar haldið þá sömu helgi. Ellefu félagar
klúbbsins heimsóttu Hechlingen en talið er að tveir
Íslendingar hafi áður sótt þar námskeið. Í Hechling-
en sér BMW um friðlýst svæði og notar það um leið
til þess að kenna fólki að aka um þess háttar staði á
mótorhjólum sínum. Fyrirtækið heldur þessi
umhverfisvænu námskeið í átta mánuði á ári frá
mars til október loka og er þetta í fysta sinn sem
BMW-mótorhjólaklúbburinn á Íslandi sækir svona
námskeið.
Í þjóðgarðinum, þar sem námskeiðin fara fram, er
mikið af fallegum leiðum sem eru að hluta gerðar af
manna höndum. Hilmar Jónsson, meðlimur í BMW-
mótorhjólaklúbbnum á Íslandi, fór í ferðina til
Þýskalands. Hann segir að það sé ofboðslega fallegt
í þjóðgarðinum og mikið af gróðri. „Þarna eru litlar
geitur, einhverjar dverggeitur sem lifa villtar, og
fleiri dýr,“ segir Hilmar og bætir við að mótorhjóla-
aksturinn og umhverfið fari ekki illa saman.
Á námskeiðinu voru þátttakendur kynntir fyrir
umhverfisvænum akstri utan vegar. Hilmar segir
að þeir hafi ekki lært þennan hefðbundna torfæru-
eða drulluakstur sem þekkist hér á Íslandi heldur
hafi áherslan verið á að æfa menn í að keyra á stíg-
um, klettum og alls konar ófærum. Með BMW-nám-
skeiðunum er reynt að gera umferðarmenninguna
betri og þjálfa fólk í vönduðum akstri utan vegar og
það fellur vel saman við stefnu BMW-mótorhjóla-
klúbbsins á Íslandi.
Hilmar segir að BMW-fyrirtækið geri mikið til að
þjálfa fólk á mótorhjólin, sem eru mjög vönduð.
„Þessi hjól eru einstaklega skemmtileg að vinna á.
Þetta eru ekki þessi töffarahjól. Á þessum hjólum
ertu öruggur bæði á malbiki og möl,“ segir Hilmar
ánægður.
martaf@frettabladid.is
Hjólahelgi í Þýskalandi
Félagar úr BMW-klúbbnum á Íslandi. Hilmar Jónsson er annar
frá hægri.
Í Þýskalandi er þjóðgarður sem BMW sér um og er notaður til
að kenna fólki að aka um friðlýst svæði.
Ótrúlegur gljái og
bónhúð sem endist
Perlz bílasápa og skolbón
Bón og bílhreinsivörur.
BÓNVAL
Súðavogi 32. 104
Reykjavík S: 557 6460
Opnunartími
Mán - Föst 10-18
smur- bón og dekkjaþjónusta
sætúni 4 • sími 562 6066
sumardekk
heilsársdekk
olís smurstöð
bón og þvottur
hjólbarðaþjónusta
rafgeymaþjónusta
bremsuklossar
allt á einum stað
KERRUÖXLAR
Í ÚRVALI
og hlutir
til kerru-
smíða
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
Smiðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636
www.bilastod.is • bilastod@simnet.is
GERUM VIÐ ALLAR TEGUNDIR BÍLA
Fegurðin býr í felgunum...
K ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0, s í m i 5 4 4 5 0 0 0
N j a r ð v í k , F it jabraut 12, sími 421 1399
S e l f o s s, Gagnhe ið i 2 , s ími 482 2722
Varah lu tavers lun B jö rns He l lu , Lyngás 5 , s ími 487 5995SÓLNING
Verð frá 12.899*
Sólning býður eitt landsins mesta úrval af ál og krómfelgum
*pr. stk. 15 x 6,5 gatadeiling 4 x 100.
SK
A
P
A
R
IN
N
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA