Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 44
20 11. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Hinn sænski Åkersberga kammar- kör heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20. Kórinn er frá Stokkhólmi en er staddur hér á landi vegna þátttöku sinnar í Kóra- stefnunni á Mývatni sem fór fram nú um liðna helgi. Kórinn hefur að auki talsverð tengsl við Ísland þar sem stjórnandi hans er Ingibjörg Guðlaugsdóttir, íslenskur tónlistar- maður búsettur í Svíþjóð. Åkersberga kammarkör er blandaður kór sem telur um 25 manns og hefur verið starfandi frá því árið 1973. Ingibjörg tók við stjórn kórsins í fyrra og er þar með fjórði stjórnandi kórsins frá upp- hafi. Kórinn syngur alla mögulega stíla tónlistar; vísur, þjóðlög, klassík, gospel og hefur einnig tekið þátt í flutningi stærri verka með öðrum kórum og hljómsveit- um. Á tónleikadagskránni í kvöld verða meðal annars gullmolar úr sænskri kórtónlist, þjóðlög, vísur, rómantísk og klassísk verk og einnig verk sem Ingibjörg samdi sérstaklega fyrir kórinn. Ásamt kórnum koma fram nokkrir hljóðfæraleikarar; kórstjórinn Ingibjörg leikur á básúnu, en einnig spila með flautuleikari og píanóleikari. - vþ Sænskar raddir hljóma VIÐ ÆFINGAR Åkersberga kammarkör heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. Hið stórskemmtilega þríeyki Inga Backman, Hjörleifur Valsson og Arnhildur Valgarðsdóttir koma fram á tónleikum í Iðnó í kvöld kl. 20. Á dagskrá tónleikanna verða lög Jakobs Hallgrímssonar, organista, fiðlukennara og tónskálds sem lést árið 1998, langt fyrir aldur fram, en lét eftir sig sannkallaðan fjársjóð sönglaga. Ofangreint tríó tók sig nýverið til og hljóðritaði diskinn „Ó undur lífs“ sem inniheldur mörg af fallegustu sönglögum Jakobs við texta eftir skáld á borð við Halldór Laxness og Davíð Stefáns- son. Með tónleikunum í kvöld vill tríóið minnast þess að tíu ár eru liðin frá andláti tónskáldsins og um leið fagna útgáfu þessa löngu tímabæra hljómdisks. Miðaverð á tónleikana er 1.000 kr. - vþ Minnast tónskálds HJÖRLEIFUR VALSSON FIÐLULEIKARI Kemur fram ásamt þeim Ingu Backman og Arnhildi Valgarðsdóttur í Iðnó í kvöld. Rithöfundurinn Ian McEwan tekst gjarnan á við erfið og vandmeðfarin mál- efni í bókum sínum. Hann hefur skrifað um persónuleg vandamál svo sem kynferðislega vanhæfni og sviksama fjölskyldumeðlimi, en einnig fjallað um stærri viðfangsefni eins og innrásina í Írak. Það kemur því varla nokkrum lesenda á óvart að þegar McEwan kynnti nýjustu skáldsögu sína á Hay- bókahátíðinni sem stóð nýverið yfir í Wales kom í ljós að umfjöllunarefni hennar var af heldur alvarlegum toga: bókin fjallar um gróðurhúsaáhrifin. Aftur á móti kom nokkuð flatt upp á marga að McEwan tekst á við þetta alvarlega málefni á allt að því gamansaman hátt. Aðalpersóna þessarar nýju sögu er vísindamaður sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun á sviði eðlisfræði og vinnur að því að finna lausn á umhverfisvandanum. Vísindamaðurinn er þó breyskur og þarf að takast á við sína eigin matargræðgi, sem leiðir oft á tíðum til heldur skoplegra aðstæðna. McEwan þvertók þó fyrir að um gamansögu væri að ræða. „Ég þoli ekki gamansögur,“ sagði McEwan aðspurður um nýju bókina. „Þær eru eins og að vera kitlaður; klaufaleg tilraun til að þvinga fram hjá manni hlátur.“ Hann sagði að skáldsagan væri í grunninn alvarleg, en að finna mætti nokkrar fyndnar aðstæður í henni. - vþ Fyndið en alvarlegt IAN MCEWAN Kynnti óútgefna skáldsögu sína á Hay-bókahátíðinni nýverið. Styrktarsjóðurinn Prologus var formlega kynntur á blaðamannafundi í Þjóð- leikhúsinu í gær. Mark- mið sjóðsins er að hlúa að leikritun á Íslandi og efla höfundastarf við Þjóðleik- húsið. Sjóðurinn er stofnað- ur af Bjarna Ármannssyni og Helgu Sverrisdóttur í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Stofnframlag sjóðsins er sextán milljónir króna, en sjóðurinn mun starfa til ársins 2010. Innan skamms verður auglýst eftir hug- myndum að leikverkum og öðrum leikhústengdum verkefnum. Í kjölfarið mun fagráð sjóðsins taka umsóknirnar til athugunar og mæla með verkefnum við sjóð- stjórn. Gert er ráð fyrir að styrkja fimm verkefni á ári um 600.000 kr. og munu tvö þeirra verkefna hljóta 600.000 kr. styrk til viðbótar. Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur situr í fag- ráði sjóðsins. Hún segir fjárhags- legt öryggi geta skipt sköpum fyrir leikritahöfunda. „Með stofn- un Prologus er hægt að bjóða leik- skáldum fjárstuðning í ákveðinn tíma til þess að þau geti einbeitt sér að ritun verka sinna. Sjóður- inn skapar þannig kærkomið tækifæri til þess að efla nýsköp- un í íslensku leikhúsi, og gefa jafnt nýjum sem reyndari höf- undum tækifæri til að sinna list sinni.“ Sjóðnum er einnig ætlað að stuðla að framþróun og eflingu leikritunar með höfundasmiðjum, útgáfu og tilraunaverkefnum þar sem teflt verður saman fólki úr ólíkum listgreinum. Þó að Þjóðleikhúsið sé einn þeirra aðila sem standa að sjóðn- um koma verkin sem styrki hljóta ekki sjálfkrafa til með að verða sett þar upp. „Þjóðleikhúsið getur gert samninga við höfunda um uppfærslu þeirra verka sem því líst vel á, en leikhúsið vonast um leið til þess að sjóðurinn efli íslenskt leikhúslíf almennt. Þannig munu vonandi sem flest þeirra verka sem sjóðurinn styrkir eiga sér framhaldslíf, í Þjóðleikhúsinu eða annars staðar. En hvort sem sú hugmynd sem höfundur er að vinna að með styrk frá sjóðnum endar sem fullgert leikrit á leik- sviði eða ekki, þá er víst að sá tími sem höfundurinn hefur getað helgað sig leikritun er dýrmætur í þroska hans sem listamanns.“ segir Melkorka. vigdis@frettabladid.is Hlúð að leikritun í landinu AÐSTANDENDUR PROLOGUS Tinna Gunnlaugsdóttir, Helga Sverrisdóttir og Bjarni Ármannsson voru kát á blaðamannafundinum í Þjóðleikhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kl. 21.30 Boðið verður upp á músík og ljóðakabarett á skemmtistaðnum Organ í Hafnarstræti í kvöld kl. 21.30. Þar koma fram hljómsveitin Gæðablóð, sem er skipuð Kormáki Bragasyni, Magnúsi Einarssyni og Tómasi Tómassyni, og Hljómsveitin hans pabba, sem skipuð er þeim Margréti Guðrúnardóttur, Ásgeiri Óskarssyni, Björgvin Gíslasyni og Tómasi Tómassyni. Aðgangseyrir er 500 kr. NÝJASTI SPENNUTRYLLIRINN FRÁ LEIKSTJÓRA THE SIXTH SENSE MEÐ MARK WAHLBERG Í FANTAFORMI! SENDU SMS JA VHP Á NÚMERIÐ 1900! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir og margt fleira! HEIMSFRUMSÝND 11. JÚNÍ Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.