Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 48
24 11. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 10 14 12 ZOHAN kl. 8 - 10.15 SEX AND THE CITY kl. 5.20- 8 INDIANA JONES 4 kl. 5.40 - 10.40 10 14 12 THE HAPPENING kl. 5.50 - 8 - 10.10 THE HAPPENING LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10 ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY kl. 5 - 8 - 11 INDIANA JONES 4 kl. 5.20 - 8 - 10.40 HORTON kl. 4 ÍSLENSKT TAL BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 4 ÍSLENSKT TAL 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 16 10 14 12 THE HAPPENING kl. 6 - 8.30 - 10.30 ZOHAN kl. 6 - 8.30 - 11 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 INDIANA JONES 4 kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% SÍMI 551 9000 16 12 12 7 FLAWLESS kl. 5.40 - 8 -10.20 88 MINUTES kl. 8 -10.20 HAROLD & KUMAR ESCAPE FROM GB kl. 5.45 - 8 - 10.15 INDIANA JONES 4 kl. 5.30 - 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 5.40 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 FRÁBÆR SPENNUMYND! HEIMSFRUMSÝNING Á MÖGNUÐUM SPENNUTRYLLI FRÁ LEIKSTJÓRA THE SIXTH SENSE OG SIGNS SEM HELDUR BÍÓGESTUM Í HELJARGREIPUM FRÁ BYRJUN TIL ENDA! ÞAU FREMJA HIÐ FULLKOMNA GIMSTEINARÁN... EN EKKI FER ALLT EINS OG PLANAÐ VAR! SKYLDUÁHORF FYRIR ALLA SEM HAFA GAMAN AF HRAÐA, BÍLUM OG TÆKNI. ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS THE HAPPENING kl. 8 - 10 16 ZOHAN kl. 8 - 10:20 10 SPEED RACER kl. 8 L FORBIDDEN KINGDOM kl. 8 16 SEX AND THE CITY kl. 8 - 10:50 14 SPEED RACER kl. 8 L NEVER BACK DOWN kl. 10:20 14 SPEED RACER kl. 5D - 8 - 10:50 L SPEED RACER kl. 5 VIP THE FORBIDDEN KINGDOM kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8D - 10:40D 12 INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:40 VIP LOVE IN TIME OF CHOLERA kl. 5:30 - 8:15 7 NEVER BACK DOWN kl. 10:40 14 IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 THE HAPPENING kl. 6 - 8 - 10:10 16 SPEED RACER kl. 5D - 8 - 10:50 L SEX AND THE CITY kl. 5 - 8 - 10:50 14 - bara lúxus Sími: 553 2075 ZOHAN kl. 8 og 10.10 10 SEX AND THE CITY kl. 5, 7 og 9 14 INDIANA JONES 4 kl. 4.30 og 10 12 - K.H., DV.- 24 STUNDIR STE LPU RNA R ER U M ÆTT AR Á H VÍTA TJA LDIÐ - V.J.V., Topp5.is / FBL - J.I.S., film.is - Þ.Þ., DV 1/2 SV MBL Íslensk tónlist þótti ekki alltaf jafn svöl í útlöndum og hún er í dag. Löngu áður en Björk og Sigur Rós sungu sig inn á alheiminn voru strákarnir í Mezzo- forte að opna rifur fyrir íslenska tónlist með bræð- ingssmelli sínum „Garden Party“. Í ár eru 25 ár liðin síðan lagið kom út. Af því tilefni spilar Mezzoforte í Hljómskálagarðinum næst- komandi mánudag. „Lagið varð nú bara til inni í stofu heima hjá mér,“ segir Eyþór Gunn- arsson, hljómborðsleikari Mezzof- orte. „Ég var með Elsu dóttur mína litla og eitthvað að glamra á píanóið þegar riffið kom. Svo vatt þetta upp á sig. Það eru mikil Earth Wind and Fire-áhrif í þessu eins og heyra má.“ Lagið hét „Sprett úr spori“ þegar það kom út á Íslandi á breiðskífunni Mezzoforte 4 fyrir jólin 1982. Árni Johnsen var hrif- inn og sagði lagið „dúndurgott“ í dómi í Mogganum. Steinar Berg útgefandi var líka yfir sig hrifinn – „Hann hafði ofurtrú á þessu og reyndi að koma okkur á samning hjá fyrirtækjum úti,“ segir Eyþór. „Það gekk lítið svo hann stofnaði beinlínis enska Steinars- fyrirtækið til að gefa okkur út.“ Smáskífan seldist vel og var í 29. sæti þegar Mezzoforte lék lagið í Top of the Pops sjónvarps- þættinum á BBC. Með þeim í þætt- inum voru meðal annars Bonnie Tyler, Bananarama og The Style Council með Paul Weller í farar- broddi. Sala á smáskífunni jókst gríðarlega eftir þáttinn og í vik- unni á eftir, þann 23. mars, var „Garden Party“ komið í 17. sæti – „Ég tel raunhæft að áætla að plat- an fari inn á topp 10,“ lét Steinar hafa eftir sér í Mogganum. Spá útgefandans gekk þó ekki eftir, í næstu viku var lagið dottið niður í 19. sæti og þaðan hrapaði það niður listann. „Það var allt annað umhverfi í poppinu á þessum tíma,“ segir Eyþór. „Í vikunni sem við vorum í 17. sæti seldum við hundrað þús- und eintök en duttum samt niður. Í dag þarf ekki að selja nema þrjá- tíu þúsund eintök til að ná fyrsta sætinu.“ Hagur Eyþórs og hinna Mezzo- forte-strákanna breyttist mikið við velgengnina. „Líf okkar umturnaðist. Ég var nýbyrjaður að vinna á plötumarkaði upp á Höfða en mánuði síðar var ég fluttur með alla fjölskylduna til London. Við höfðum verið að spila fyrir örfáar hræður í menntaskól- um á Íslandi en nú var okkur hent beint í djúpu laugina. Fyrsti túrinn okkar úti samanstóð af 47 tónleikum á 49 dögum um allt Bretland.“ Garden Party varð svokallað „one-hit-wonder“. „Það var samt þrýst mikið á okkur að endurtaka leikinn með misjöfnum árangri,“ viðurkennir Eyþór og hlær. „Það er í raun mjög óalgent að „instru- mental“ hljómsveit eins og við séum með smelli.“ gunnarh@frettabladid.is Líf okkar umturnaðist MEZZOFORTE ER ENN AÐ OG HEFUR SPILAÐ Í ÝMSUM MYNDUM Í GEGNUM ÁRIN Í Hljómskálagarðinum á mánudaginn spila upprunalegu meðlimirnir Eyþór, Gunnlaugur Briem og Jóhann Ásmundsson ásamt Óskari Guðjónssyni og tveimur Þjóðverjum sem spilað hafa með sveitinni að undanförnu. Á þessari mynd sem tekin var fyrir tveimur árum voru Guðmundur Pétursson og Jóel Pálsson með Mezzoforte. „Bítlið leggst svakalega vel í vík- ingana,“ segir Óttar Felix Hauks- son bítill, umboðsmaður, plötuút- gefandi og töffari með meiru. Hann er nú að safna saman félögum sínum í hljómsveitinni Specials með það fyrir augum að troða upp á Víkingahátíð sem hefst um næstu helgi. Í hljóm- sveitinni eru auk Óttars sem spil- ar á gítar og syngur þeir Ásgeir Óskarsson á trommur, Jón Ólafs á bassa og Ingvar Birnir gítarleik- ari. „Ingvar er mjög góður. Hann er sonur Grétars sem var gítarleik- ari í bandinu hans Ingimars Eydal,“ segir Óttar sem er með rokksöguna algerlega á hreinu. Specials spiluðu á Víkingahátíð- inni í fyrra við góðar undirtektir víkinganna sem nú hópast til Hafnarfjarðar: 200 víkingar frá tíu löndum. „Já, nei, við verðum ekki í víkingagöllum heldur á bítlaskóm. Spilum lög með The Beatles, Stones, Kinks og Hljóm- um. Það var troðfullt í fyrra og mikið stuð,“ segir Óttar Felix – bítill númer eitt á Íslandi. - jbg Á bítlaskóm meðal víkinga BÍTLIÐ LEGGST VEL Í VÍKINGANA Óttar Felix hér með hljómsveit sinni Specials sem ætlar að spila fyrir víkinga um helgina. Tvo sunnudaga á sumri hefur félagið Komið og dansið boðið upp á sveiflu á Ingólfstorgi. Þar eru gömlu dansarnir dansaðir, línudans og swing við fjörlega tónlist. Með þessu lýkur félagið vetrarstarfi sínu auk þess að koma fram á 17. júní á sama stað. Ekki er boðið upp á kennslu en öllum er velkomið að slást í hópinn og dansa með. „Það er yfirleitt mikið af áhorfendum, en meirihlutinn af dönsurunum hefur stundað námskeið hjá okkur,“ segir Gunnar Þorláksson. Hann segir námskeiðin vinsæl. „Þar sem megnið af þeim sem taka dansnámskeið er konur finna strákarnir sig fljótlega og fá á til- finninguna að þeir stjórni, sem er það sem þeir vilja,“ segir Gunnar glettilega. Hann bætir því við að allir dansa þó á sinn eigin hátt. Seinni sveifla sumarsins er á næsta sunnudag frá tvö til fjögur og eru lesendur hér með hvattir til að taka sporið. - kbs Dansað á Ingólfstorgi SVEIFLA Í SÓLINNI Dansað á Ingólfstorgi á sunnudegi. MYND/ÓLAFUR GÍSLASON ÍSLENDINGAR Á ENSKA TOPP 20 SMÁSKÍFULISTANUM Björk - It‘s Oh so Quiet (4. sæti, 1995) Alda Björk - Real Good Time (7. sæti, 1998) Björk - Hyperballad (8. sæti, 1996) Björk - Army of Me (10. sæti, 1995) Björk - Play Dead (12. sæti, 1993) Björk - Violently Happy (13. sæti, 1994) Björk - Possibly Maybe (13. sæti, 1996) Mezzoforte - Garden Party (17. sæti, 1983) Sykurmolarnir - Hit (17. sæti, 1991) Björk - Big Time Sensuality (17. sæti, 1993) Alda Björk - Girls Night Out (20. sæti, 1998)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.