Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 8
 11. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR Hanna Birna Kristjáns- dóttir sest í stól borgar- stjóra í mars næstkomandi. Hún telur það vel geta verið pólitíska áhættu að taka við oddvitastöðunni af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni en telur það þess virði. Ert þú ekki að taka áhættu með þína pólitísku framtíð, að taka við sem oddviti á erfiðustu tímum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur upplifað í Reykjavík? „Það má vel vera, en ég er reiðubúin að taka þá áhættu. Maður nær aldrei árangri án þess að taka áhættu og ef við náum betri árangri í Reykjavík og fyrir Reykvíkinga, þá er sú áhætta sannarlega þess virði. Góðum árangri í stjórnmálum fylgir oftar en ekki áhætta og mér datt aldrei í hug að skorast undan því að taka þetta að mér.“ Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er í sögulegri lægð. Hvernig ætlar þú að vinna traust borgarbúa til baka? „Ég legg alla áherslu á að endur- vinna það traust sem við virð- umst að einhverju leyti hafa glat- að. Hópurinn fer nú algjörlega samstíga inn í síðari hluta kjör- tímabilsins og saman ætlum við að skila góðum árangri.“ Gísli Marteinn og Júlíus Vífill hafa sóst eftir að verða oddvitar flokksins. Getið þið unnið saman að því að byggja flokkinn upp að nýju? „Sannarlega, enda stóð allur borgarstjórnarhópurinn að þess- ari ákvörðun. Ég er þakklát fyrir stuðning félaga minna og hlakka mikið til að fá tækifæri til að leiða hópinn í gegnum mikla áskorun.“ Í hverju voru grundvallar mistök ykkar fólgin í þessum hrunadansi sem borgarpólitíkin er búin að vera síðastliðin tvö ár? „Þetta er búinn að vera langur tími og ég held að við öll sem sitj- um í borgarstjórn Reykjavíkur höfum gert ákveðin mistök. Þau hafa aðallega falist í skorti á upp- lýsingastreymi. Af því verðum við að læra og við munum gera það.“ Væri staða borgarstjórnar- flokksins í Reykjavík betri í dag ef Vilhjálmur hefði stigið niður fyrr? „Allar stórar ákvarðanir þurfa sinn tíma og mestu skiptir að far- sæl niðurstaða er fengin.“ Það hefur verið fullyrt að þú hafir meðvitað hundsað fjölmiðla á meðan erfið mál voru til umfjöll- unar innan borgarkerfisins og það sé ekki síst þess vegna sem þú nýtur yfirburðafylgis í skoðana- könnunum. Hvað segir þú um þessa umsögn? „Ég vona nú að ég sé frekar dæmd af verkum mínum og orðum, en því sem ég hef ekki sagt eða ekki gert. Ég veit ekki betur en fjölmiðlar hafi sakað okkur öll í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins um að við værum ekki nægilega iðin við að svara þeim. Ég hef reynt eftir fremsta megni að vera í góðu sambandi við fjölmiðla. Eflaust get ég þó gert betur í þeim efnum en ég hef þó litið á það sem frum- skyldu mína að sinna störfum mínum sem borgarfulltrúi og stundum hefur það án efa komið í veg fyrir að öllum beiðnum um viðtöl hafi verið hægt að svara.“ Munt þú sem framtíðarborgar- stjóri berjast fyrir því að flug- völlur inn fari úr Vatnsmýrinni? „Ég mun virða að öllu leyti mál- efnasamning núverandi meiri- hluta um að ákvörðun um þetta verði ekki tekin á þessu kjörtíma- bili. Til lengri framtíðar tel ég hins vegar mikilvægt að skoða aðra staðsetningu fyrir innan- landsflugvöll.“ Hvernig sérð þú fyrir þér þróun byggðarinnar í Reykjavík? Á til dæmis að halda áfram með áætl- anir um byggð í Geldinganesi, eða á að þétta borgina innan frá með flutningi flugvallarins úr Vatns- mýrinni? „Meginverkefnið er að fólk í borginni hafi gott val um búsetu. Sumir velja að búa í úthverfum en aðrir miðsvæðis. Ég held að við þurfum jafnvægi þarna á milli. Það er hins vegar ljóst að kostirnir til búsetu miðsvæðis í Reykjavík hafa ekki verið nægi- lega miklir. Fókusinn liggur því þar að miklu leyti, til dæmis í Örfirisey. Við eigum að nýta það svæði og jaðarsvæðin í Vatns- mýrinni.“ En hvað um Geldinganesið? „Við höfum þegar sett í gang vinnu við framtíðarskipulag á Geldinganesi, þótt ólíklegt verði að teljast að þar verði byggt á allra næstu misserum, sérstak- lega með hliðsjón af uppbygging- unni í Úlfarsárdal og því hvernig ástandið er í efnahagslífinu.“ Hvað með Sundabraut? Úti- lokar þú leið Vegagerðarinnar? „Það er full samstaða innan borgarstjórnar að fara ganga- leiðina. Við erum öll sammála um að það sé besta leiðin og viljum þannig fara aðra leið en Vega- gerðin hefur lagt til.“ Hver er afstaða þín til húsa- friðunar? Stendur húsafriðun í vegi fyrir eðlilegri þróun verslunar og þjónustu við Laugaveg? „Nei, húsafriðun og uppbygg- ing geta farið ágætlega saman og eiga að gera það í borg eins og Reykjavík. Við erum að sjá mörg dæmi um það í skipulagi mið- borgarinnar að verið er að nýta kosti þess að byggja en varðveita um leið. Þetta er hægt með nútíma arkitektúr og þeirri hugs- un að tengja þetta saman og ég held að það sé vel hægt. Ég held hins vegar að við ættum að fara úr þeim farvegi að tala alltaf um friðun einstakra húsa og tala frekar um borgar- og hverfis- vernd. Ég held að það sé farsælli leið en að fókusera alltaf á ein- stök hús.“ Hver er munurinn á REI og Landsvirkjun Power, Hydrokraft Invest, sem Landsvirkjun á til helminga á móti Landsbankan- um, og RARIK orkuþróun ehf.? „Munurinn felst að mestu leyti í þeim aðferðum sem notaðar hafa verið við stofnun fyrirtækj- anna og hugmyndunum sem hafa verið til umræðu um vöxt þeirra og viðgang. Mikilvægt er að sem best pólitísk sátt náist um verk- efni OR og ég treysti stjórninni vel til þess. Ég er þeirrar skoðun- ar að opinber fyrirtæki eigi að einbeita sér að grunnþjónustu við landsmenn. Ég tel það aðalatriði og vil að í þeim anda sé unnið að þeim verkefnum sem undir þessi fyrirtæki falla.“ Munt þú endurnýja meirihluta- samstarfið við Ólaf F. Magnússon ef sú staða kemur upp eftir næstu kosningar? „Það er eitthvað sem við ræðum þegar að því kemur.“ Hver er þinn óskaflokkur til að mynda meirihluta í Reykjavik eftir næstu kosningar? „Óskastaðan er auðvitað sú að Sjálfstæðisflokkurinn fái svo góða kosningu að vangaveltur um hugsanlega samstarfsaðila séu óþarfar. “ Hvert verður þitt fyrsta verk sem borgarstjóri 22. mars næst- komandi? „Að vinna að þeim stefnumál- um sem þessi meirihluti hefur sett sér og sjálfstæðismenn hafa staðið fyrir. Við náðum góðum árangri í upphafi kjörtímabilsins og ætlum okkur að gera enn betur nú. Við erum með metnaðar fullan málefnasamning og viljum ná árangri í anda hans. Þar skipta mestu aukin gæði í allri þjónustu og umgjörð borgarinnar.“ Mörg sóknarfæri HANNA BIRNA Sem nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kvíðir Hanna Birna í engu að vinna að því risaverkefni að stjórna Reykjavíkurborg. Hún telur sóknarfærin óteljandi og hyggst nýta sér þau. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FRÉTTAVIÐTAL: Hanna Birna Kristjánsdóttir FRÉTTAVIÐTAL SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.