Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 28
 11. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 ● fréttablaðið ● í sumarskapi Reiðskólinn Faxaból býður upp á skemmtileg reiðnám- skeið fyrir börn á grunnskóla- aldri í sumar. „Við kennum krökkunum meðal annars á reiðtygi, heiti á líkams- hlutum hestsins, hestalitina, sér- stöðu íslenska hestsins og gang- tegundir hans. Verklega kennslan gengur út á að ná jafnvægi á hest- inum, sitja rétt, læra að teyma og umgangast hestinn og svo undir- stöðuatriði í stjórnun hans,“ segir Þóra Þrastardóttir, einn eigenda og kennari við Reiðskólann Faxa- ból. Þóra og eiginmaður hennar Tómas Ragnarsson stofnuðu Faxa- ból 2000 og er þetta annað árið sem skólinn er starfræktur í Reiðhöll- inni í Víðidal. Faxaból er fyrst og fremst sumarskóli, þar sem kennd eru tveggja vikna námskeið bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir á aldursbilinu sex til fimmtán ára. Þátttakendum er raðað á námskeiðin eftir getu og þeir látnir fá verkefni sem efla sjálfstraust og færni í íþróttinni. „Við förum aðeins eftir getu barn- anna og leggjum áherslu á að allir fái verkefni við hæfi. Fjögur getustig eru í boði á hverju nám- skeiði og reynt að halda hópunum litlum til að allir geti fengið þá að- stoð sem þeir þurfa. Hver hópur er með sama kennarann og fastan aðstoðarmann allt námskeiðið, en um átta fastir kennarar starfa við reiðskólann.“ Faxaból sér nemendum fyrir reiðtygi, hjálmum og hestum en reiðskólinn er með sextíu hross. „Hestarnir eru til fyrirmyndar, þægilegir í umgengni og hlýðnir, og sumir þeirra hafa verið með skólanum frá upphafi,“ segir Þóra og bætir við að aðstaðan sé til fyrir- myndar. Mikið sé af skemmtileg- um reiðleiðum í Víðidal og stutt inn á reiðvelli til æfinga. „Vegna þess hversu stór og góð aðstaðan okkar er hérna í Víðidalnum höld- um við líka stórar sýningar í lok hvers námskeiðs.“ Þar fá nem- endurnir viðurkenningarskjal og verðlaunapening fyrir frammi- stöðu. „Aðsókn á reiðnámskeiðin okkur hefur verið góð og má segja að við stækkum ár hvert,“ bendir Þóra á. „Við hjónin höfum verið viðloðandi hestamennsku í mörg ár og nú er öll fjölskyldan í þessu. Okkar líf er bara hestur,“ segir hún og hlær. Enn er laust pláss á nokkur námskeið í sumar. Þeir sem hafa áhuga geta fengið nánari upplýs- ingar á heimasíðu skólans www. faxabol.is. - kka Þóra Þrastardóttir hefur áralanga reynslu af reiðkennslu. FRETTABLAÐIÐ/GVA Verkefni við allra hæfi Tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin á Borgarfirði eystri laugar daginn 26. júlí. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin fer fram en hún hefur verið vel sótt frá upphafi. Undanfarin ár hafa þar komið fram tónlist- armenn eins og Emilíana Torrini, Lay Low, Belle & Sebastian og Megas og Senuþjófarn- ir. Flytjendur eru ekki af verri endanum í ár. Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice mun heiðra gesti með nærveru sinni, en hann hefur átt talsverðri velgengni að fagna hérlendis. Þá munu færeyska söngkon- an Eivör Pálsdóttir og rokkstjarnan Magni flytja lög, en sá síðarnefndi er jafnframt Bræðslustjóri í ár. Nánar um hátíðina á www.midi.is. - mmr Hátíð í síldarskúr Magni Ásgeirsson er Bræðslustjóri þetta árið en flytur jafnframt lög á hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Eivör Pálsdóttir söngkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.