Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 42
18 11. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Ó, frábært, auðvitað þarf síminn að hringja núna, þegar ég er í miðju kafi að þvo köttinn. I knew I was out of luck... When she didn‘t want to give me a... a... Pabbi? Hvað rímar við luck? He, he... Hlustaðu nú... Duck! Duck rímar við luck! I knew I was out of luck when she didn‘t want to give me a duck... Kúl! Heimskulegt! En kúl! Ég ætlaði að segja duck! Ég hef tekið eftir því að margir eru farnir að tala í spurningum. Það er smitandi. Öllu sem þau segja? Er skipt upp? Í röð spurninga? Ég veit? Hvað þú meinar? Ef ég tek einhvern tíma upp svona pirrandi málvenjur, maður, láttu mig vita, maður. Algjörlega, maður. Takk, maður. Ekki málið, maður. Ó, stóri Sfinx, segðu mér hver munurinn er á óvissu og sinnuleysi. Hmmm... Ég veit það ekki... ...og mér er alveg sama. Sumir fylgjast með vexti barna sinna með því að gera töflur... ...og aðrir gera lítil merki á dyrakarm. Í þessu húsi skoðum við bara hæð fingrafaranna á veggjunum. Vá, Hannes! Hefurðu séð hvað þú nærð miklu hærra upp núna, þegar þú gengur fram- hjá þessu horni? Sumarið er komið, svona á það að vera, og svo fram- vegis. Ég hafði háleit áform um að keyra hringinn í kringum landið í sumar, þar sem ég hafði strengt þess heit að dveljast á Fróni í ár og nýta fríið mitt í að rifja upp gömul kynni af smábæjum hér og þar. Sú áform eru eiginlega farin í vaskinn í heild sinni, þar sem ég sé ekki fram á að komast mikið lengra en í dagsferð að Hyrnunni í Borgar- nesi miðað við bensínverð. Ég hef ekki afskrifað þá ferð ennþá og ég held að það sé blómabeð þarna við hliðina á Bónus sem ég gæti tjaldað í með ágætis árangri ef ég vildi lengja þetta upp í útileguhelgi. Í staðinn hef ég lagt drög að ann- arri hringferð sem ætti ekki að kosta mig um of. Ég hyggst heim- sækja allar sundlaugar höfuðborgar- svæðisins í sumar. Sund og sumar er óaðskiljanlegt í mínum huga. Ekki einu sinni ylvolgur og túrkís- blár sjór kemur í stað heitu pott- anna á sumarstemningarskalanum mínum og það þó að það sé áliðið dags og það sjáist varla í botninn lengur sökum fljótandi húðflaga. Ég er meira að segja ekki frá því að sunddýrkun landans hafi sitt að segja um margumrædda fram- hleypni íslenskra kvenna. Það er bara ekkert pláss til þess að vera spéhræddur eða feiminn í sumar- sundi. Það er hvergi auðveldara að greina innfædda frá erlendum gest- um en í kvennaklefum sundlaug- anna. Á meðan íslensku valkyrjurn- ar spígspora um eins og þær koma af trénu reyna gestirnir hvað þeir geta að troða sér inn í skápana á meðan þeir leita í örvæntingu lausn- ar á vandanum: hvernig maður klæðir sig í sundbol án þess að fara úr gallabuxum og flíspeysu. Eini gallinn á þessum áformum mínum er að þar sem ég ólst upp annars vegar við hliðina á Laugar- dalslauginni og hins vegar Árbæjar- lauginni hef ég takmarkaða þekk- ingu á hvar hinar laugarnar er að finna. Bensínkostnaður gæti því orðið þó nokkur. En ég örvænti ekki, ég get alltaf gengið upp í Breiðholt. Eða tekið með mér tjald í von um að finna gott blómabeð. STUÐ MILLI STRÍÐA Sumar og sund SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR HYGGST FARA HRINGINN Í SUMAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.