Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 2
2 11. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR Ólafur Skúlason biskup látinn Herra Ólafur Skúlason biskup lést á mánudag, 78 ára að aldri. Ólafur fæddist í Birtingaholti í Hruna- manna- hreppi 29. desember 1929, sonur hjónanna Sigríðar Ágústsdóttur og Skúla Oddleifssonar. Hann lauk prófi frá guðfræðideild HÍ árið 1955. Ólafur starfaði meðal annars sem prestur í Norður- Dakota í Bandaríkjunum og þjónaði við Bústaðasókn í aldarfjórðung. Árið 1989 var Ólafur kjörinn biskup og gegndi þeirri stöðu til ársins 1997. Hann var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1992. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Ebba Guðrún Brynhildur Sigurðardóttir. Eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. flugfelag.is Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. Sækjum og sendum – hratt og örugglega á hagstæðu verði. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag Þorleifur, varstu þarna milli Stormskers og Báru? „Nei, eiginlega frekar milli Storm- skers og Sibbu.“ Hjónin Þorleifur Ásgeirsson og Sigurbjörg Pétursdóttir unnu nótt í Lennon-svítunni í happdrættisvinning í Liverpool-för hundrað Íslendinga á vegum FTT. Sverrir Stormsker dvaldi næturlangt með hjón- unum í svítunni. FJÖLMIÐLAR Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, lýsir vonbrigðum sínum með Ríkis- útvarpið varðandi auglýsingu sem birtist í hálfleik Evrópukeppninn- ar í fótbolta á mánudaginn. Auglýsingin, sem var fyrsta auglýsing í leikhléi, er frá skyndi- bitakeðjunni McDonald‘s. Í henni kemur fram að með barnaboxum fylgi spjöld með myndum af stjörnum Evrópumótsins. Í útvarpslögum er kveðið á um að í auglýsingum megi hvorki „hvetja börn til þess að kaupa vöru eða þjónustu með því að notfæra sér reynsluleysi þeirra eða trú- girni“ né „hvetja börn til þess að telja foreldra sína eða aðra á að kaupa vöru eða þjónustu sem aug- lýst er“. Margrét segir að hún „geri ákveðnar gæðakröfur til Ríkis- útvarpsins sem birting auglýsingar- innar standi ekki undir.“ Við það bætir hún að ekki fari á milli mála að auglýsingu um barnabox sé beint að börnum. Magnús Ögmundsson fram- kvæmdastjóri Lystar ehf. segist „ekki sjá að þessi auglýsing brjóti í bága við lögin“. Þegar haft var samband við Einar Loga Vignisson hjá auglýsingadeild Ríkisútvarps- ins var fátt um svör og neitaði hann að láta hafa nokkuð eftir sér um málið. Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, sagði birtingu aug- lýsingarinnar „vera fullt tilefni til að koma á heildarsátt á milli hags- munaaðila eins og auglýsinga- miðla, auglýsenda, framleiðenda, almannasamtaka og ekki síst neyt- enda“. - hþj Umboðsmaður barna vonsvikinn yfir auglýsingum í Sjónvarpinu Augljóslega beint að börnum UMBOÐS- MAÐUR BARNA Margrét María Sigurðardóttir. BARNABOXIN AUGLÝST Framkvæmda- stjóri Lystar ehf. segir auglýsingarnar löglegar. FÓLK María Celeste Bravo Herrera er tíu ára og hefur ekki hitt argentínskan pabba sinn í eitt og hálft ár. Til stóð að hann kæmi til landsins í byrjun sumars og dveldi hér með dóttur sinni yfir sumar- tímann. Hann hefur hins vegar setið fastur á Spáni í um tvær vikur þar sem tafir hafa orðið á útgáfu atvinnu- og dvalarleyfis honum til handa. „Henni finnst skrítið að pabbi hennar megi ekki koma til Íslands,“ segir Eyja Líf Sævars- dóttir, móðir Maríu, sem seg- ist hafa staðið í eilífu stappi við Útlendinga- stofnun undan- farin ár vegna þess hversu örðugt hefur reynst fyrir barns föður hennar að kom- ast til landsins. „Það er alltaf eins og maður sé að reyna að fá gefins líffæri hjá þeim.“ Faðirinn, Pablo Bravo Herrera, hefur komið til landsins alls átta sinnum á síðustu ellefu árum. Áður bjó hann hér í fimm ár. Hann hefur jafnan starfað hér til að geta borgað Íslandsferðirnar, enda eru þær dýrar á argentínsku verðlagi. Hingað til hefur yfirleitt tekið um tvo mánuði fyrir Pablo að fá atvinnu- og dvalarleyfi, en í þetta sinn fékk Eyja tilkynningu frá Útlendingastofnun um að saka- vottorð hans hefði verið sent í upprunakönnun og því yrðu tafir á útgáfu leyfisins. Eyja undrast að skyndilega þurfi að kanna bakgrunn manns sem hafi komið hingað margoft og öll gögn liggi fyrir um. „Maðurinn ætti frekar að fá orðu frá þjóðinni fyrir að hugsa svona vel um hennar ríkisborgara,“ segir hún. María ætlar með föður sínum til Argentínu um mitt sumar og setjast þar á skólabekk í hálft ár. Útlit er fyrir að Pablo fái hins vegar ekki atvinnu- og dvalarleyfi fyrr en eftir að skólinn ytra hefst og því þarf hann líklega að koma hingað fljótlega sem ferðamaður. Hann verður þá af laununum sem hann ætlaði að nota til að greiða ferðina. Eyja bendir á að íslenska ríkið hefði hag af að fá manninn til landsins, þar sem hann myndi þá greiða hér skatt og þar að auki meðlag sem ríkið greiðir Eyju annars. Eyja telur að verið sé að brjóta mannréttindi á dóttur henn- ar. „Yfirvöld eiga að greiða leið- ina fyrir foreldra að vera með börnum sínum,“ segir hún. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, vildi ekki tjá sig um málið sem slíkt en benti á sjöundu grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að börn eigi rétt á því að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Engin svör fengust frá Útlend- ingastofnun vegna málsins í gær. stigur@frettabladid.is Pabbi fastur á Spáni Tíu ára stúlka bíður eftir að hitta föður sinn í fyrsta sinn í eitt og hálft ár. Upp- runakönnun á sakavottorði hans tefur útgáfu dvalarleyfis, þrátt fyrir að hann hafi dvalið hér margsinnis áður. „Mannréttindabrot,“ segir móðir stúlkunnar. BÍÐA EFTIR PABBA Eyja Líf hefur að eigin sögn þurft að standa í eilífu stappi við Útlendingastofnun undanfarin ár. Maríu finnst skrítið að pabbi fái ekki að koma til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PABLO BRAVO HERRERA AKUREYRI „Þetta er pólitík í sinni verstu mynd,“ segir Sigurður Matthíasson, eigandi Svefns og heilsu, sem nýlega komst yfir samkomulag sem Akureyrarbær gerði við Smáratorg ehf. um stækkun verslunarmiðstöðvarinn- ar Glerártorgs á Akureyri. Akureyrarbær beitti eignar- námi svo af stækkun verslunar- miðstöðvarinnar gæti orðið. Meðal eigna sem teknar voru er hús sem hýsti verslanir Sigurðar; Svefn og heilsu og Húsgögnin heim. Sigurð- ur segist hafa átt um fjögur þús- und fermetra verslunar- og lager- húsnæði auk lóða á því sem hann kallar dýrmætasta verslunar- svæði Akureyrar. Bærinn hafi tekið lóðirnar eignarnámi og afhent þær samkeppnisaðila hans. Sigurður segist ætla aftur með málið í dóm því samkomulagið hafi ekki verið opinbert þegar bætur fyrir eignarnám voru ákveðnar. „Þá var litið svo á að Akureyrarbær stæði fyrir þessum framkvæmdum en það er greini- legt á þessu samkomulagi að einkaaðili stóð á bak við þetta.“ „Eignarnám er alltaf þrauta- lending“, segir Sigrún Björg Jakobs dóttir, bæjarstjóri á Akur- eyri. Hún segir þau hjá Akureyrar- bæ hafa gert sitt ítrasta til að semja svo ekki þyrfti að koma til eignarnáms. „Ég skil vel gremju Sigurðar yfir þessu. Hann rak ágætis verslun en til þessa hefði ekki þurft að koma hefði hann vilj- að semja við okkur.“ - ovd Eigandi Svefns og heilsu er afar ósáttur við vinnubrögð Akureyrarbæjar: Eignarnám fyrir einkaaðila VERSLUNARMIÐSTÖÐIN GLERÁRTORG Akureyrarbær beitti eignarnámi vegna stækkunar á verslunarmiðstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN SKOTLAND, AP Bandaríski auðkýf- ingurinn Donald Trump kom fyrir rétt í Skotlandi í gær vegna áforma sinna um að byggja lúxusgolfvöll í landinu. Trump vill byggja „heimsins besta golfvöll“ um 19 kílómetra frá Aberdeen. Þar eiga einnig að vera lúxusíbúðir og hótel. Hluti vallarins á að rísa á svæði þar sem er sjaldgæft dýralíf. Umhverfisverndarsinnar hafa því mótmælt áformunum harðlega. Ferðaþjónustuaðilar og Alex Salmond, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, eru hins vegar fylgjandi framkvæmdinni. - þeb Trump fyrir rétti í Skotlandi: Ver áform um lúxusgolfvöll VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan október árið 2005. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,99 prósent í Kauphöll Íslands í gær og stóð í 4.512 stigum í lok dags. Til samanburðar fór vísitalan hæst í 9.016 stig þann 18. júlí síðast liðinn. Lækkunin á tæpu ári nemur 49,6 prósentum. Frá áramótum hefur úrvalsvísi- talan hins vegar lækkað um 29 prósent. Lækkun úrvalsvísitölunnar nú er meiri en þegar netbólan sprakk um síðustu aldamót. Lækkunin nam þá 47,2 prósentum á einu og hálfu ári. - bþa Lækkun í Kauphöll Íslands: Vísitalan ekki lægri í tæp 3 ár SÚDAN Súdönsk farþegaflugvél brotnaði í tvennt og varð alelda eftir að henni hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Khartoum, höfuðborg Súdans, síðdegis í gær. Talið er að 203 menn hafi verið í vélinni þegar hún rann út af flugbrautinni í lendingu í þrumuveðri sem gekk yfir Khartoum í gær. Súdanskir fjölmiðlar segja að yfir 100 manns hafi látist í slysinu. Þá er haft eftir yfirvöldum í Súdan að flugvélin sé í eigu Sudan Airways og að hún hafi verið að koma frá Amman í Jórdaníu. - ovd Yfir hundrað manns látnir: Mannskætt flugslys í Súdan FLUGVÉLIN ALELDA Súdanska sjónvarpið sýndi björgunarmenn berjast við eldinn í flugvélinni. NORDICPHOTOS/AFP TRÚMÁL Prestastefna hófst klukkan sex í gær með messu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Um 130 prestar og djáknar eru skráðir til þátttöku á prestastefnu en fundirnir fara fram í Selja- kirkju í Reykjavík. Aðalefni prestastefnu eru samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Þessar samþykktir snúa að framkvæmd mála, svo sem skírn og fermingu, sem Þjóðkirkjan fékk sjálf fullt forræði yfir með lögum um Kirkjuráð árið 1932. Prestastefnu lýkur á morgun. - ovd Prestastefna hófst í gær: Ræða innri mál kirkjunnar SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.