Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 50
26 11. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Valur og KR mætast á Vodafonevellinum í kvöld kl. 19.15 í einum af stórleikjum sum- arsins í kvennaboltanum. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og hafa stungið af í deildinni. Margrét Lára Viðarsdóttir, leik- maður Vals, kvað Valsstúlkurnar tilbúnar í slaginn. „Það er gríðarlega góð stemming í Valsliðinu og mikil eftirvænting eftir þessum leik, sem er klárlega einn af stórleikjum sumarsins,“ sagði Margrét Lára, sem telur að Íslandsmeist- arar Vals hafi alla burði til þess að halda uppteknum hætti í Lands- bankadeildinni sumar. „Það er komin gríðarlega reynsla í okkar hóp, reynsla sem hefur verið að koma á undanförnum tímabilum með þátttöku í Evrópu- keppnum og öðru, sem á örugglega eftir að hjálpa okkur í undirbúningi fyrir svona leik. Við vitum samt að við þurfum að vera klárar þegar leikurinn byrjar og sýna hvað við getum inni á vellinum.“ Hólmfríður Magnúsdóttir, leik- maður KR, kvað KR-stúlkur ekki síður spenntar fyrir leiknum en stöllur þeirra hjá Val. „Við lentum í smá ströggli í upphafi móts en höfum náð að klára alla okkar leiki og þetta er allt að smella hjá okkur núna,“ sagði Hólmfríður, sem er eðlilega minnug þess hvernig fór hjá KR í fyrra þar sem Vestur- bæjarliðið tapaði aðeins einum leik um sumarið en varð að sætta sig við annað sætið. „Við komum náttúrlega alveg brjálaðar í þennan leik og ætlum okkur ekkert annað en sigur og erum orðnar hungraðar í að fá Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbæ- inn,“ sagði Hólmfríður, sem vonast til þess að fólk fjölmenni á völlinn. „Það væri gott fyrir okkur ef stuðn- ingsmenn KR myndu fjölmenna á völlinn og ég skora sérstaklega á stuðn- ingsmannafélagið „Miðjuna“ að mæta.“ LANDSBANKADEILD KVENNA Í FÓTBOLTA: MARGRÉT LÁRA, VAL, OG HÓLMFRÍÐUR, KR, VERÐA Í ELDLÍNUNNI Í KVÖLD Einn af stórleikjum sumarsins í kvennaboltanum > Aron Einar til Coventry? Samkvæmt heimildum vefmiðilsins Vísis á landsliðsmað- urinn Aron Einar Gunnarsson, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, nú í viðræðum Coventry eftir að AZ samþykkti kauptilboð enska félagsins í leikmanninn. Aron Einar, sem hefur verið fastamaður í landsliðshópum Ólafs Jóhannes- sonar, hefur ekki farið leynt með vilja sinn til að komast burt frá AZ en hann hefur verið að leika með unglinga -og varaliði félagsins til þessa. Coventry rétt náði að bjarga sér frá falli í næst efstu deild á Englandi á nýaf- stöðnu tímabili þegar félagið endaði í 21. sæti af 24. félögum í deildinni. Knattspyrnustjóri Coventry er Chris Colemann sem þjálfaði Heiðar Helguson hjá Fulham á sínum tíma. FÓTBOLTI Skagamaðurinn Stefán Þór Þórðarson var dæmdur í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær. Sex aðrir leikmenn, einn forráðamaður og einn þjálfari úr Lands- bankadeild voru settir í skammarkrókinn. Það var af nógu að taka á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ en alls níu rauð spjöld fóru á loft í 6. umferð Lands- bankadeildar karla. Flest spjöld voru í leik Fram og Grindavíkur þar sem Grindvíkingarnir Zoran Stamenic, Marinko Stamenic og Scott Ramsey fengu reisupassann. Í leikslok fengu svo þjálfarinn Milan Stefán Jankovic og forráðamaðurinn Ingvar Guðjóns- son hjá Grindavík brottvísanir. Allir þessir aðilar voru dæmdir í eins leiks bann, sem og þeir Atli Sveinn Þórarins- son, hjá Val, Davíð Þór Viðarsson, hjá FH og Kristján Valdimarsson, hjá Fylki. Stefán Þór Þórðarson, hjá ÍA, var hins vegar dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hafa feng- ið sitt annað rauða spjald í sumar gegn HK, en Stefán Þór var þá að spila sinn fyrsta leik eftir að hafa afplánað eins leiks bann. Stefán Þór var vissulega svekktur með að vera að fara aftur í leikbann en kvaðst engu geta ráðið um það núna og horfir björtum augum fram á veginn. „Það þýðir lítið að tala um þessi rauðu spjöld núna, það hefur ekkert upp á sig,“ sagði Stefán Þór, sem fund- aði með þjálfara og stjórn ÍA um stöðu mála á mánudagskvöld. „Við ætlum bara að leggja þetta mál að baki okkur og horfa fram á veginn. Ég mun alla vega ekki breyta mínum leikstíl, það er hlutur sem ég mun ekki gera, því miður fyrir suma. Ég stend í þeirri trú að allir leikmenn séu jafnir þegar þeir ganga inn á völl- inn og vona að það sé þannig,“ sagði Stefán Þór að lokum. - óþ Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók fyrir 6. umferð Landsbankadeildar karla í gær: Nóg að gera hjá aganefndinni SVEKKTUR Stefán Þór fékk tveggja leikja bann í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR Auglýsingasími – Mest lesið KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma urðu fyrstir til þess að vinna Mont- epaschi Siena í úrslitakeppninni þegar þeir unnu öruggan sigur, 84- 70, á heimavelli sínum í PalaLott- omatica í gærkvöldi. Jón Arnór gaf sínu liði tóninn og trúna með frábærri byrjun en hann skoraði öll sjö stigin sín í fyrsta leikhluta og stal auk þess 5 boltum og tók 3 fráköst á 26 mínútum. Bar- áttan og hungrið í sigur var þó hans meginframlag til leiksins í gær og átti stóran þátt í frábærum sigri. „Spennustigið hjá okkur var rétt í kvöld. Við vorum afslappaðir og mun afslappaðri en í hinum leikj- unum því öll pressan var á þeim. Við komum inn í þennan leik með því hugarfari að láta reyna á þetta og berjast og spennustigið var jafnt og gott hjá okkur. Það var samt vörnin sem skilaði þessum sigri því varnartaktíkin var ofsa- lega góð hjá okkur,“ sagði Jón Arnór og bætti við: „Ég fann mig vel í kvöld og svona hefur mér liðið mestallt tímabilið. Það er gott að vera kominn með þessa tilfinningu aftur. Þessir tveir síðustu leikir hafa verið mjög góðir fyrir mig og sjálfstraustið,“ sagði Jón Arnór, sem hefur skorað 15 stig í síðustu tveimur leikjum eftir að hafa skor- að 8 stig í fyrstu tveimur leikjun- um í Siena. Jón Arnór var aftur í byrjunar- liðinu og byrjaði aftur á Mið-Afr- íkumanninum Romain Sato. Það var greinilega að dagsskipunin hjá Siena var að fara inn á Sato í upp- hafi leiks en Jón Arnór stoppaði hann þrisvar í fyrstu tveimur sókn- unum og skoraði síðan fimm stig á fyrstu þremur mínútunum, öll úr hraðaupphlaupum. Jón Arnór át Sato hreinlega og eftir fimm mín- útur var Sato skipt útaf. Jón Arnór fékk síðan mikið klapp þegar hann fékk sína fyrstu hvíld með 5 stig og 2 stolna bolta á fyrstu 7 mínútun- um. Jón Arnór byrjaði svo annan leikhluta og gætti þá Litháans Rimantas Kaukenas. Góð vörn Jóns þvingaði strax tapaðan bolta og skoraði hann síðan í framhald- inu körfu úr hraðaupphlaupi og fékk víti að auki. Vítið fór reyndar forgörðum en Jón Arnór var orð- inn langstigahæstur í Rómarliðinu með sjö stig. Jón Arnór settist á bekkinn þegar fjórar og hálf mínúta voru liðnar. Lottomatica lenti í kjölfarið undir en skoraði fjögur stig í röð og komst aftur yfir skömmu eftir að Jón Arnór kom aftur inn í leik- inn. Staðan var síðan jöfn, 39-39, þegar hálfleiksflautið gall. Lottomatica-liðið hitti hins vegar mjög illa úr þriggja stiga körfum og það var aðeins Jón Arnór sem hitti úr þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik en ekkert átta skotanna sem aðrir leikmenn tóku rötuðu í körfuna. Jón Arnór fékk nú að byrja seinni hálfleikinn og Jasmin Repesa gerði ekki sömu mistök og í síðasta leik. Jón Arnór stal boltan- um eftir aðeins tuttugu sekúndur, fiskaði villu strax í kjölfarið og Roma komst síðan yfir í sókninni á eftir. Gott frákast og góð ákvörðun Jóns í næstu sókn á eftir skilaði sér í opnu þriggja stiga skoti sem Haw- kins setti niður og kom Lottomati- ca fimm stigum yfir, 44-39. Jón Arnór náði síðan að stela fimmta boltanum sínum í leiknum áður en hann fékk aftur hvíld. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 59-56 fyrir Lottomatica. Ibrahim Jaaber átti flotta rispu í upphafi fjórða leikhluta og eftir níu stig í röð hjá honum var Lott- omatica komið tíu stigum yfir, 68- 58. Jón Arnór sat á bekknum á meðan liðið náði þessum frábæra kafla en með hverri körfu jókst stemningin og stuðningurinn við Lottomatica-liðið. Það gekk hrein- lega allt upp hjá Rómarliðinu og það náði í kjölfarið þrettán stiga forskoti. Munurinn var 9 stig þegar Jón Arnór kom aftur inn í leikinn þegar 4:40 voru eftir. Jón Arnór kom yfirvegun inn í liðið á þessum tíma og Lottomatica stýrði skút- unni heim og vann flottan fjórtán stiga sigur, 84-70. „Núna er allt önnur staða komin upp og ef við stelum næsta leik er þetta orðin sería aftur. Maður finn- ur það að þegar á móti blæs hjá þessu liði verða þeir svolítið stress- aðir,“ sagði Jón Arnór og er bjart- sýnn fyrir fimmta leikinn annað kvöld. ooj@frettabladid.is Gaf Lottomatica tóninn og trúna Einbeittur og einstaklega baráttuglaður Jón Arnór Stefánsson átti mikinn þátt í frábærum 14 stiga sigri Lottomatica Roma á Montepaschi Siena, sem hafði ekki tapað leik síðan í deildarkeppninni 20. janúar. HARÐFYLGI Jón Arnór gefur hér ekkert eftir gegn leikmönnum Montepaschi Siena. GRAZIANERI EINBEITTUR Jón Arnór átti góðan leik fyrir Lottomatica Roma í 84-70 sigri liðsins gegn Montepaschi Siena á heimavelli í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi um ítalska meistaratitilinn. Staðan í einvíginu er 3-1 fyrir Montepaschi Siena. GRAZIANERI ÍTALSKI KÖRFUBOLTINN ÓSKAR ÓFEIGUR JÓNSSON skrifar frá Róm ooj@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.