Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 11. júní 2008 27 FÓTBOLTI Valsarinn Guðmundur Benediktsson var hjá sjúkraþjálf- ara þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær til að taka stöðuna á meiðslum hans. „Ég er á kunnuglegum stað,“ sagði Guðmundur léttur þrátt fyrir allt. Hann er meiddur á liðbandi í ökkla. „Þeir segja mér að það sé erfitt að eiga við þetta“. Guðmundur hefur aðeins tekið þátt í tveimur leikjum Vals í sumar og sér enn ekki fyrir hvenær hann snýr aftur. „Ég get ekki gefið upp neina dagsetningu en þetta er allt að þokast í rétta átt. Ég get í það minnsta aðeins skokkað. Annars er ég rólegur, ég bíð bara þar til líkaminn leyfir mér að gera meira,“ sagði Guðmundur sem hefur glímt við þó nokkur meiðsli á ferli sínum. „Ég þekki þetta orðið ágætlega,“ sagði framherjinn. - hþh Guðmundur Benediktsson: Líkaminn leyfir bara skokk í bili GUÐMUNDUR FRÁ Guðmundar er sárt saknað af Val. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR FÓTBOLTI Þróttarar urðu fyrir nokkru áfalli er í ljós kom að framherjinn Adolf Sveinsson hefði fengið gat á lungað í leiknum gegn Fylki. Adolf lenti illa á bakinu snemma í leiknum og fór fljótlega af velli. Í kjölfarið átti hann í vandræðum með andardrátt, sem leiddi til þess að hann var fluttur á brott með sjúkrabíl og eyddi hann nóttinni á sjúkrahúsi. „Ég má nánast ekkert gera. Næst á dagskrá er myndataka á föstudaginn þar sem ég fæ að vita næsta skref. Ég veit ekkert hvað ég verð lengi frá,“ sagði Adolf við Vísi í gær. - hbg Slæmar fréttir fyrir Þróttara: Adolf fékk gat á lungað ADOLF Meiddist verr en margur hélt í leiknum gegn Fylki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EM 2008 Sá sem skorar fyrsta mark Austurríkis á Evrópumót- inu í ár fær ævibirgðir af bjór í staðinn. „Kannski er þetta hvatningin sem leikmenn þurfa til að ná árangri í mótinu,“ sagði Sigi Menz, yfirmaður Ottakringer -brugghússins sem gefur bjórinn. Austurríki tapaði 1-0 gegn Króatíu og á enn eftir að mæta Pólverjum og Þjóðverjum á fyrsta Evrópumót sem heima- þjóðin tekur þátt í. - hþh Fyrsti markaskorari Austurríkis: Fær ævibirgðir af bjór í staðinn VINSÆLL Ottakringer-bjórinn er vinsæll eins og sést bersýnilega á þessari mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP EM 2008 Það er stórleikur í A-riðli í dag sem gæti skorið úr um það hvort Tékkar eða Portúgalar vinna riðilinn. Bæði lið unnu fyrsta leik, missannfærandi. Portúgalar litu vel út en Tékkar ollu mörgum vonbrigðum. „Við þurfum að spila betur en gegn Sviss ef við ætlum að vinna,“ sagði Karel Brückner, þjálfari Tékka. Hann bætti við að Ronaldo væri maðurinn sem þyrfti að stöðva. „Hann er einfaldlega stórkostlegur.“ Sviss og Tyrkland mætast í síðari leiknum í kvöld. - hþh Tékkar mæta Portúgal í dag: Við þurfum að stoppa Ronaldo EM 2008 „Hollendingar áttu sigurinn skilinn, það var eins og þeir væru heimsmeistarar en ekki við,“ sagði meðal annars í ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport í gær. Ítalir töpuðu 3-0 fyrir Hollandi og umfjöllun fjölmiðla í heimalandinu var eftir því. „Ái, hvílíkt áfall!“ sagði stórum stöfum og hafa fáir þar á bæ trú á sínu liði eftir útreiðina. - hþh Ítalskir fjölmiðlar fóru mikinn: Tóku landsliðið sitt af lífi í gær ÓSÁTTUR Camaronesi bendir ósáttur á eftir að Nistelrooy skoraði umtalað en fullkomlega löglegt mark. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. mið. 11. júní 9. umferð Fjölnir Fylkir19:15 Landsbankadeild karla Valurmið. 11. júní mið. 11. júní fim. 12. júní fim. 12. júní fim. 12. júní 6. umferð KR Stjarnan Breiðablik19:15 19:15 Þór/KA Fylkir19:15 HK/Víkingur Keflavík19:15 Fjölnir 19:15 Afturelding Landsbankadeild kvenna FÓTBOLTI Spánverjar unnu Rússa og Svíar skelltu Evrópumeistur- um Grikkja í fyrstu leikjum D-rið- ils á EM í gær. Rússarnir byrjuðu af krafti gegn Spánverjum en var refsað illilega strax á 20. mínútu þegar framherjinn David Villa skoraði fyrsta mark leiksins eftir vel útfærða skyndisókn. Fernando Torres lék á varnarmann Rússa og átti stoðsendinguna á Villa, sem skoraði af öryggi af stuttu færi. Rússar reyndu að svara og áttu skot í stöng stuttu síðar en það voru Spánverjar sem skoruðu mörkin. Villa var aftur á ferðinni í lok fyrri hálfleiks þegar hann fékk fullkomna sendingu frá Andrés Iniesta inn fyrir vörn Rússa og kláraði færi sitt vel einn á móti Igor Akinfeev í markinu. Snemma í seinni hálfleik var framherjanum Torres svo skipt út af fyrir miðjumanninn Cesc Fabregas vegna taktískrar breyt- ingar á spænska liðinu en það stoppaði ekki Villa því á 75. mín- útu fullkomnaði hann þrennu sína. Varamaðurinn Fabregas átti þá sendingu á Villa, sem fór illa með tvo varnarmenn Rússa og skoraði í nærhornið. Frábærlega gert hjá þessum knáa framherja, sem var óstöðvandi í leiknum. Þrátt fyrir markatöluna og oft á tíðum vafasaman varnarleik sýndu Rússarnir fína takta inni á milli og náðu að minnka muninn á 86. mínútu þegar Roman Pavlu- chenko skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Spánverjar voru hins vegar ekki hættir og í uppbótartíma hirti Fabregas frákastið eftir skot Xavi og skallaði boltann í autt markið. Lokatölur 4-1 fyrir Spánverja, sem líta feikilega vel út og menn hljóta að spyrja sig hvort tími þeirra til að ná árangri á stórmóti sé nú loksins kominn. Grískur harmleikur Evrópumeistarar Grikkja hófu tit- ilvörn sína gegn Svíum og spiluðu sinn taktíska leik, þar sem þeir liggja aftarlega á vellinum og treysta mikið á föst leikatriði, sem tryggði þeim Evrópumeistaratitil- inn í Portúgal árið 2004. Svíarnir voru einnig varkárir til að byrja með. Þeir sóttu svo meira eftir því sem líða tók á leikinn, en Grikkir voru fastir fyrir. Það þurfti því einhverja snilld, eitt- hvert einstaklingsframtak, til þess að brjóta leikinn upp og það kom frá Zlatan Ibrahimovic á 67. mín- útu. Markið var einkar glæsilegt en Henrik Larsson lagði boltann aftur á Ibrahimovic sem skaut honum efst í markhornið fjær. Markið sló Grikkina algjörlega út af laginu og þeir þurftu að umturna leikskipulagi sínu. Stuttu síðar gerðu Svíarnir út um leikinn með öðru marki. Varnarmaðurinn Pett- er Hansson skoraði þá af harðfylgi og þar við sat. Lokatölur 2-0. - óþ Leikið var í D-riðli á EM í gær þar sem Spánverjar og Svíar lönduðu sigrum: Spánverjar sýndu styrk sinn ÞRENNA David Villa fór á kostum í fyrsta leik Spánverja á EM í gær og skoraði þrjú glæsileg mörk gegn lánlausum Rússum, sem vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.