Fréttablaðið - 02.07.2008, Page 2
2 2. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR
VIÐSKIPTI Samþykkt var á hlut-
hafafundi 365 í gær að taka
félagið af markaði. Skömmu síðar
var þess formlega
farið á leit við
Kauphöllina.
Þá var enn frem-
ur samþykkt að
stjórn 365 verði
falið að kaupa
hluti þeirra
hluthafa sem þess
óska á genginu 1,2
krónur á hlut fyrir
11. júlí næstkomandi. Almennt
hefur lítil velta verið með bréf
365 og verðmyndun lítil. Þá fékk
stjórnin í gær heimild til að
kaupa allt að fimmtán prósent
eigin hluta, að því er fram kemur
í tilkynningu.
365 varð til með skiptingu
Dagsbrúnar í tvö rekstrarfélög í
nóvember fyrir tveimur árum.
Hitt félagið er Teymi. - jab
Kauphallarfélögum fækkar:
Samþykkt að
afskrá 365
ARI EDWALD,
FORSTJÓRI 365
VIÐSKIPTI „Það stefnir ekki í nein-
ar fjöldauppsagnir vegna sam-
einingarinnar. Viðskiptavinir
okkar munu hitta fyrir sömu
starfsmennina,“ segir Guðmund-
ur Hauksson, forstjóri Spron.
Tilkynnt var um sameiningu
Kaupþings og Spron í gær. Í frétt
til Kauphallarinnar segir að nú
um stundir þurfi að auka áherslu
á hagræðingu og hagkvæmni í
rekstri fjármálafyrirtækja.
„Á þessu stigi er allt of snemmt
að segja nokkuð um hugsanlega
hagræðingu. Við lítum svo á að
við höfum lokið tilteknum áfanga
í þessari sameiningu,“ segir
Ingólfur Helgason, forstjóri
Kaupþings á Íslandi.
Guðmundur Hauksson hélt
fund með starfsfólki á Hilton-
hótelinu í gær. Fullt var út úr
dyrum.
„Það er gott hljóð í fólkinu.
Biðin hefur skiljanlega verið
óþægileg,“ sagði Guðmundur
eftir fundinn.
Tæplega þrjú hundruð manns
vinna hjá Spron sem rekur sjö
útibú og afgreiðslustaði á höfuð-
borgarsvæðinu.
Kaupþing kaupir í raun Spron
og greiðir fyrir 40 prósent með
hlutabréfum í sjálfu sér og hin 60
prósentin með hlutum í Existu.
Kaupverðið er þrjár krónur og 83
aurar á hlut, sem jafngildir gengi
hlutabréfa í Spron í Kauphöllinni
í fyrradag, að viðbættu fimmtán
prósenta álagi. Í heildina nemur
kaupverðið rúmum nítján millj-
örðum króna. „Verðið er ágæt
niðurstaða fyrir báða,“ segir
Ingólfur. „Hverjum þykir sinn
fugl fagur, en við getum vel við
unað,“ segir Guðmundur.
Markaðsvirði Spron í sumar
nam 80 milljörðum króna um
stíma en hefur farið lækkandi
síðan.
Hagnaður Spron undanfarin
misseri hefur helst komið til af
hlutabréfaeign, en reksturinn
verið erfiður. Var þetta björgun-
araðgerð af hálfu Kaupþings?
„Alls ekki,“ segir Ingólfur. Þetta
séu tvö öflug fyrirtæki. Því er
ekki að leyna að það hafa verið
hræringar á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum en í því felast
líka tækifæri til að styrkja ein-
ingarnar.“
Útibú hvors banka um sig
verða áfram rekin undir eigin
merkjum.
Sameiningin er háð samþykki
Fjármálaeftirlitsins, Samkeppn-
iseftirlitsins og hluthafafundar
Spron sem haldinn verður í
ágúst.
Sjálfseignarstofnunin Spron-
sjóðurinn er stærsti hluthafinn í
Spron. Exista er stærsti hluthaf-
inn í Kaupþingi, en Bakkavarar-
bræður eru langstærsti hluthaf-
inn í Existu.
Kaupþing rekur tólf útibú á
höfuðborgarsvæðinu. Starfs-
menn Kaupþings eru yfir 3.300.
ingimar@markadurinn.is
Engar fjöldaupp-
sagnir hjá Spron
Kaupþing kaupir Spron fyrir nítján milljarða króna. Sátt er um verðið, sem er
fjórðungur af markaðsvirði Spron í sumar. Stefnt að hagræðingu en engar fjölda-
uppsagnir í undirbúningi. Báðir bankar verða áfram reknir hvor í sínu lagi.
STARFSMENN SPRON Fullt var út úr dyrum á Hilton-hótelinu síðdegis í gær þegar
starfsmönnum Spron var kynntur samruninn við Kaupþing. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Helga, hefur ferðamanna-
straumurinn ekki verið
stíflaður?
„Nei, hann hefur verið virkjaður.“
Kárahnjúkavirkjun er orðin að vinsælum
áfangastað ferðamanna. Helga Jónsdóttir
er bæjarstýra Fjarðabyggðar.
PORTÚGAL, AP Ríkissaksóknari
Portúgals segir of snemmt að
segja hvort rannsókninni á hvarfi
bresku stúlkunnar Madeleine
McCann verði alveg hætt.
Lögreglan í Portúgal hefur lagt
fram lokaskýrslu sína um
rannsóknina, sem staðið hefur yfir
í fjórtán mánuði. Saksóknarar
muni skoða skýrsluna og meta
hvort þar séu einhverjir lausir
endar sem vert er að rekja lengra.
Tvö dagblöð í Lissabon höfðu
eftir heimildarmönnum innan
lögreglunnar að til stæði að hætta
rannsókn málsins fyrir 14. júlí,
þegar hefðbundinn frestur sem
halda má leynd yfir rannsókninni
rennur út. Komi nýjar vísbending-
ar fram verði hægt að opna málið
á ný. - aa
Leitin að Madeleine:
Rannsókninni
verður hætt
MENNING „Nei, ég get ekki tekið
undir það nákvæmlega,“ segir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráð-
herra, spurð
hvort þjónustu-
samningur milli
ríkis og Ríkis-
útvarps hafi verið
brotinn af hálfu
ríkisins.
Samkvæmt
honum þyrfti að
hækka afnota-
gjöld mikið, en í
rekstur RÚV
vantar 400 milljónir.
„Við skulum nú bíða og sjá
hvort það verða 400 milljónir,“
segir hún, án þess að vilja útskýra
það nánar.
Í þjónustusamningnum standi að
rauntekjur af afnotagjöldum eigi
að fylgja tekjum frá árinu 2006,
sem þau hafa ekki gert. „En það
má deila um hvernig við nálgumst
þá hluti,“ segir ráðherra. - kóþ
Menntamálaráðherra:
Ekki nákvæmt
brot á samningi
ÞORGERÐUR
KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR
UMHVERFISMÁL „Fyrst Össur vísar
til umræðu á þingflokksfundum,
sem við gerum almennt ekki í
Samfylkingunni, get ég sagt að
þar var ekki verið að taka neina
ákvörðun [um viljayfirlýsingu um
álver á Bakka],“ segir Þórunn
Sveinbjarnardóttir umhverfisráð-
herra.
Um margt sé rætt opinskátt á
þingflokksfundum, en iðnaðarráð-
herra beri einn ábyrgð á sínum
embættisfærslum.
Þannig svarar Þórunn, spurð
hvort rétt sé að hvorki hún né
aðrir í þingflokki Samfylkingar
hafi æmt né skræmt undan áform-
um Össurar Skarphéðinssonar
iðnaðarráðherra um að fram-
lengja fyrrnefnda viljayfirlýs-
ingu.
Össur hefur bent á að enginn
hafi mótmælt á þingflokksfundi,
þar sem málið var kynnt, þegar
hann var spurður hvort eining
ríkti um álverið innan þing-
flokksins.
Spurður enn, hvort Þórunn
hefði verið á fundinum, staðfesti
iðnaðarráðherra það.
„Á þessum fundi var rætt
almennt um hvað væri í pípun-
um,“ segir Þórunn. „En það er af
og frá að það hafi verið lögð ein-
hver blessun yfir þetta,“ segir
hún. - kóþ
Umhverfisráðherra lagði ekki blessun sína yfir álver á Bakka:
Iðnaðarráðherra ber ábyrgð
ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR
Umhverfisráðherra segir „af og frá“ að
hún hafi lagt blessun sína yfir álver á
Bakka þótt hún hafi ekki mótmælt sér-
staklega, þegar iðnaðarráðherra kynnti
viljayfirlýsingu um það. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
STJÓRNMÁL Nærri sjötíu prósent
íslensku þjóðarinnar eru óánægð
með viðbrögð ríkisstjórnarinnar
og seðlabankans við versnandi
efnahagsástandi samkvæmt
nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Þetta
kom fram í fréttatíma Ríkis-
sjónvarpsins í gær.
Þá hefur stuðningur við
ríkisstjórnina minnkað sjöunda
mánuðinn í röð og er nú 52
prósent.
Fylgi Sjálfsstæðisflokks mælist
33 prósent og fylgi Samfylkingar
30 prósent. Vinstri grænir njóta
nú um 25 prósenta fylgis,
Framsóknarflokkur níu prósenta
og Frjálslyndi flokkurinn
fjögurra. - ges
Ósætti við efnahagsmálin:
Fylgi við ríkis-
stjórnina fellur
STJÓRNMÁL Sterkur orðrómur er
uppi um að Samfylking muni slíta
ríkisstjórnarsamstarfinu og láta
efna til nýrra kosninga. Þetta segir
Robert Wade, hagfræðingur við
London School of Economics, á
vefriti Financial Times í gær.
Lúðvík Bergvinsson, þingflokks-
formaður Samfylkingarinnar,
vísar þessu á bug. „Það hefur
ekkert komið enn upp sem geri
það að verkum að einhver fótur
væri fyrir þessum orðróm.“
Wade rekur í grein sinni
núverandi efnahagserfiðleika að
miklu leyti til þess að illa hafi
verið staðið að einkavæðingu
bankanna. - gh
Financial Times:
Spáir stjórnar-
slitum á Íslandi
LANDSMÓT „Veðrið er svakalegt. Hér er allt gjörsam-
lega á tjá og tundri,“ segir Daníel Ben Þorgeirsson,
ritstjóri hestafrétta. „Það er töluvert af fólki að
yfirgefa svæðið enda varla stætt fyrir vindi.
Ég hef farið á landsmót í fjórtán ár og aldrei kynnst
öðru eins. Það sést varla á milli tjalda fyrir sandi og
moldarroki. Stóra veitingatjaldið á svæðinu, sem er
fjögur til fimm þúsund fermetrar var í stórhættu en
slapp eins og reyndar öll sölutjöldin. Hópurinn er
samheldinn og allir lögðust á eitt við að bjarga þessu.“
Daníel segir það vekja undrun sína að mótshaldarar
skuli ekki hafa stöðvað keppnishald. „Það er verið að
keyra knapana áfram í óveðri á rándýrum hestum
fyrir framan tómar stúkur. Þetta finnst mér vera til
skammar.“
Árni Kristjánsson hjá Flugbjörgunarsveitinni Hellu
tók í sama streng. „Þetta var náttúrlega skelfilegt
ástand um tíma. Við fórum í að reyna að bjarga
tjöldum en þau fuku hægri vinstri og rifnuðu. Þarna
voru tjaldvagnar sem höfðu rifnað í tvennt.“
Hann segir björgunarsveitirnar hafa verið fljótar á
staðinn þegar veður tók að versna. Spáð var stormi á
hálendinu og suðaustan til fram eftir nóttu í gær. - ges
Óveður á Landsmóti hestamanna á Hellu:
Allir lögðust á eitt til björgunar
HVASST Á LANDSMÓTI Aðeins var farið að hvessa á Landsmóti
hestamanna í gærdag en þegar kvölda tók þurfti björgunar-
sveitir til að bjarga tjöldum frá því að fjúka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SPURNING DAGSINS